Pepsi Max kvenna eftir 6 daga: Þrjár landsliðskonur snúa heim og hafa allar orðið meistarar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. júní 2020 12:00 Dagný Brynjarsdóttir fagnar hér einu af 26 mörkum sínum fyrir íslenska A-landsliðið. Vísir/Bára Íslandsmótið í knattspyrnu byrjar með opnunarleik Pepsi Max deildar kvenna 12. júní. Það er mikil spenna fyrir því að boltinn fari aftur að rúlla en lengsta undirbúningstímabil í fótboltaheiminum varð enn lengra þökk sé kórónuveirunni. Vísir ætlar að telja niður í fyrsta leik með því að rifja upp eitt og annað tengdu úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu. Í dag eru 6 dagar í fyrsta leikinn sem verður á milli Vals og KR á Hlíðarenda 12. júní næstkomandi. Landsliðskonurnar Dagný Brynjarsdóttir, Rakel Hönnudóttir og Anna Björk Kristjánsdóttir ákváðu allar að koma heim út atvinnumennsku og finna sér lið í Pepsi Max deildinni. Dagný og Anna Björk fóru báðar til bikarmeistara Selfoss sem gerir Selfossliðið líklegt til að blanda sér í titilbaráttuna. Rakel fór aftur á móti til Breiðabliks og styrkir liðið sem var hársbreidd frá því að vinna Íslandsmeistaratitilinn í fyrra. Dagný Brynjarsdóttir verður í stóru hlutverki á miðju Selfossliðsins í sumar.Vísir/Bára Dagný Brynjarsdóttir spilaði með Selfossi sumurin 2014 og 2015 en hafði leikið með bandaríska liðinu Portland Thorns frá árinu 2016. Hún hefur leikið 88 landsleiki og skorað í þeim 26 mörk. Dagný hefur verið lykilmaður í íslenska landsliðinu í langan tíma en þekkir það líka vel að vinna Íslandsmeistaratitla síðan hún lék með gullaldarliði Vals frá 2007 til 2013 og varð fjórum sinnum Íslandsmeistari. Dagný hefur einnig unnið titla erlendis en hún varð háskólameistari með Florida State, þýskur meistari með Bayern og bandarískur meistari með Portland Thorns. Rakel Hönnudóttir í leik með íslenska landsliðinu á móti Slóveníu á Laugardalsvellinum sumarið 2018.Vísir/Daníel Rakel Hönnudóttir snýr aftur til Breiðabliks þar sem hún lék í sex tímabil áður en hún fór út í atvinnumennsku. Rakel hefur eytt síðustu tveimur árum í Svíþjóð og Englandi. Rakel er upphaflega að norðan og spilaði sína fyrstu leiki í efstu deild með Þór/KA/KS. Rakel varð Íslandsmeistari með Breiðabliki sumarið 2015 og bikarmeistari með liðinu bæði 2013 og 2016. Hún þekkir það því vel að vinna titla með Kópavogsliðinu. Landsliðsferill Rakelar er líka langur og glæsilegur en hún lék sinn hundraðasta landsleik í október í fyrra og er með 9 mörk í 102 landsleikjum. Anna Björk Kristjánsdóttir stillti sér upp á mynd við Ölfusárbrúna á Selfossi þegar hún mynduð að tilefni af félagsskiptunum yfir í Selfoss.Mynd/Selfoss Anna Björk Kristjánsdóttir er komin heim eftir fjögur ár í atvinnumennsku þar sem hún spilaði fyrst með sænsku liðunum Örebro og Limhamn Bunkeflo en síðasta árið spilaði Anna Björk með hollenska liðinu PSV Eindhoven. Anna Björk er alin upp í KR en fékk sitt fyrsta alvöru tækifæri þegar hún gekk til liðs við Stjörnuliðið sumarið 2009. Anna Björk átti síðan eftir að vinna þrjá Íslandsmeistaratitla og þrjá bikarmeistaratitla með Stjörnunni áður en hún fór út í atvinnumennsku. Anna Björk þekkir það vel að vinna leiki en hún hefur verið í sigurliði í 78 prósent leikja sinna í úrvalsdeildinni eða í 101 af 130 leikjum sínum. Anna Björk hefur líka leikið 43 A-landsleiki og á alls 57 leiki fyrir öll landslið Íslands. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Sport Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Elín Metta má spila með Val Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Aron Elís með slitið krossband Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda Sjá meira
Íslandsmótið í knattspyrnu byrjar með opnunarleik Pepsi Max deildar kvenna 12. júní. Það er mikil spenna fyrir því að boltinn fari aftur að rúlla en lengsta undirbúningstímabil í fótboltaheiminum varð enn lengra þökk sé kórónuveirunni. Vísir ætlar að telja niður í fyrsta leik með því að rifja upp eitt og annað tengdu úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu. Í dag eru 6 dagar í fyrsta leikinn sem verður á milli Vals og KR á Hlíðarenda 12. júní næstkomandi. Landsliðskonurnar Dagný Brynjarsdóttir, Rakel Hönnudóttir og Anna Björk Kristjánsdóttir ákváðu allar að koma heim út atvinnumennsku og finna sér lið í Pepsi Max deildinni. Dagný og Anna Björk fóru báðar til bikarmeistara Selfoss sem gerir Selfossliðið líklegt til að blanda sér í titilbaráttuna. Rakel fór aftur á móti til Breiðabliks og styrkir liðið sem var hársbreidd frá því að vinna Íslandsmeistaratitilinn í fyrra. Dagný Brynjarsdóttir verður í stóru hlutverki á miðju Selfossliðsins í sumar.Vísir/Bára Dagný Brynjarsdóttir spilaði með Selfossi sumurin 2014 og 2015 en hafði leikið með bandaríska liðinu Portland Thorns frá árinu 2016. Hún hefur leikið 88 landsleiki og skorað í þeim 26 mörk. Dagný hefur verið lykilmaður í íslenska landsliðinu í langan tíma en þekkir það líka vel að vinna Íslandsmeistaratitla síðan hún lék með gullaldarliði Vals frá 2007 til 2013 og varð fjórum sinnum Íslandsmeistari. Dagný hefur einnig unnið titla erlendis en hún varð háskólameistari með Florida State, þýskur meistari með Bayern og bandarískur meistari með Portland Thorns. Rakel Hönnudóttir í leik með íslenska landsliðinu á móti Slóveníu á Laugardalsvellinum sumarið 2018.Vísir/Daníel Rakel Hönnudóttir snýr aftur til Breiðabliks þar sem hún lék í sex tímabil áður en hún fór út í atvinnumennsku. Rakel hefur eytt síðustu tveimur árum í Svíþjóð og Englandi. Rakel er upphaflega að norðan og spilaði sína fyrstu leiki í efstu deild með Þór/KA/KS. Rakel varð Íslandsmeistari með Breiðabliki sumarið 2015 og bikarmeistari með liðinu bæði 2013 og 2016. Hún þekkir það því vel að vinna titla með Kópavogsliðinu. Landsliðsferill Rakelar er líka langur og glæsilegur en hún lék sinn hundraðasta landsleik í október í fyrra og er með 9 mörk í 102 landsleikjum. Anna Björk Kristjánsdóttir stillti sér upp á mynd við Ölfusárbrúna á Selfossi þegar hún mynduð að tilefni af félagsskiptunum yfir í Selfoss.Mynd/Selfoss Anna Björk Kristjánsdóttir er komin heim eftir fjögur ár í atvinnumennsku þar sem hún spilaði fyrst með sænsku liðunum Örebro og Limhamn Bunkeflo en síðasta árið spilaði Anna Björk með hollenska liðinu PSV Eindhoven. Anna Björk er alin upp í KR en fékk sitt fyrsta alvöru tækifæri þegar hún gekk til liðs við Stjörnuliðið sumarið 2009. Anna Björk átti síðan eftir að vinna þrjá Íslandsmeistaratitla og þrjá bikarmeistaratitla með Stjörnunni áður en hún fór út í atvinnumennsku. Anna Björk þekkir það vel að vinna leiki en hún hefur verið í sigurliði í 78 prósent leikja sinna í úrvalsdeildinni eða í 101 af 130 leikjum sínum. Anna Björk hefur líka leikið 43 A-landsleiki og á alls 57 leiki fyrir öll landslið Íslands.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Sport Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Elín Metta má spila með Val Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Aron Elís með slitið krossband Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda Sjá meira