Mál Madeleine McCann: Rannsaka hvort hinn grunaði tengist sambærilegu mannshvarfi Atli Ísleifsson skrifar 5. júní 2020 14:11 Inga Gehrike (til vinstri) hvarf sporlaust úr grillveislu fjölskyldu sinnar árið 2015. Madeleine McCann er á myndinni til hægri. Lögregla í Þýskalandi hefur tekið hvarf stúlkunnar Inga Gehrike, sem hvarf sporlaust árið 2015, þá fimm ára gömul, til rannsóknar á ný. Kannar lögregla nú hvort maður sem grunaður er um að tengjast hvarfi hinnar bresku Madeleine McCann árið 2007, kunni einnig að hafa borið ábyrgð á hvarfi Ingu litlu. Sky News segir frá því að talið hafi verið að Inga, sem hvarf úr grillveislu fjölskyldu sinnar í Saxlandi-Anhalt, hafi týnst eftir að hafa haldið inn í skóg í leit að eldivið. Hefur hún verið kölluð „þýska Maddie“ í þýskum fjölmiðlum. Afplánar sjö ára dóm fyrir nauðgun Hinn grunaði, sem gengur undir nafninu Christian B. í þýskum fjölmiðlum, er 43 ára Þjóðverji og afplánar nú sjö ára fangelsisdóm í þýsku fangelsi fyrir nauðgun á eldri, bandarískri konu á Algarve í Portúgal þar sem fjölskylda Madeleine dvaldi þegar hún hvarf. Hann hafði áður hlotið dóma fyrir kynferðisbrot gegn börnum. Maðurinn er nú orðinn miðpunktur rannsóknar bresku rannsóknarlögreglunnar Scotland Yard á hvarfi Madeleine. Þýska lögreglan, sem einnig fer með rannsókn málsins, gengur út frá því að Madeleine sé látin. Rannsókn Sky News á síðasta ári leiddi í ljós að grunur hafi beinst að Christian B. í rannsókninni á hvarfi Ingu. Hafi lögregla gert húsleit á heimili hans um ári eftir að Inga hvarf, en sú leit hafi ekki leitt til annarra aðgerða. Ferðaðist um í húsbíl Christian B. er sagður hafa átt fasteign í Neuwegersleben, um 100 kílómetrum suðvestur af bænum Stendal, þaðan se Inga hvarf. Vitað er að maðurinn ferðaðist um Portúgal í húsbíl um nokkurra ára skeið og er talinn hafa dvalið á Algarve-ströndinni í grennd við fjölskyldu Madeleine um það leyti sem hún hvarf í maí 2007. Lögregla hefur birt myndir af tveimur bílum í eigu mannsins, áðurnefndum húsbíl og bíl af gerðinni Jaguar, en hvorugur þeirra hefur varpað nokkru ljósi á hvarf Madeleine. Madeleine McCann Þýskaland Tengdar fréttir Sagður hafa setið á bar og játað aðild sína að hvarfi Madeleine Maðurinn sem nú er grunaður um að tengjast hvarfi Madeleine McCann, breskrar stúlku sem hvarf úr fjölskyldufríi í Portúgal í maí 2007, er sagður hafa játað aðild sína að hvarfi hennar þar sem hann sat og ræddi við mann á bar í Þýskalandi. 4. júní 2020 22:36 Þýska lögreglan telur að Madeleine sé látin „Við göngum út frá því að stúlkan sé látin,“ sagði Hans Christian Wolters, saksóknari í Þýskalandi á blaðamannafundi í dag. 4. júní 2020 12:21 Þýskur fangi grunaður um aðild að hvarfi Madeleine McCann Þýskur fangi á fimmtugsaldri er nú grunaður um að tengjast hvarfi bresku stúlkunnar Madeleine McCann, sem ekkert hefur spurst til síðan í maí árið 2007 er hún var í fríi með fjölskyldu sinni í Portúgal. 3. júní 2020 19:13 Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Sjá meira
Lögregla í Þýskalandi hefur tekið hvarf stúlkunnar Inga Gehrike, sem hvarf sporlaust árið 2015, þá fimm ára gömul, til rannsóknar á ný. Kannar lögregla nú hvort maður sem grunaður er um að tengjast hvarfi hinnar bresku Madeleine McCann árið 2007, kunni einnig að hafa borið ábyrgð á hvarfi Ingu litlu. Sky News segir frá því að talið hafi verið að Inga, sem hvarf úr grillveislu fjölskyldu sinnar í Saxlandi-Anhalt, hafi týnst eftir að hafa haldið inn í skóg í leit að eldivið. Hefur hún verið kölluð „þýska Maddie“ í þýskum fjölmiðlum. Afplánar sjö ára dóm fyrir nauðgun Hinn grunaði, sem gengur undir nafninu Christian B. í þýskum fjölmiðlum, er 43 ára Þjóðverji og afplánar nú sjö ára fangelsisdóm í þýsku fangelsi fyrir nauðgun á eldri, bandarískri konu á Algarve í Portúgal þar sem fjölskylda Madeleine dvaldi þegar hún hvarf. Hann hafði áður hlotið dóma fyrir kynferðisbrot gegn börnum. Maðurinn er nú orðinn miðpunktur rannsóknar bresku rannsóknarlögreglunnar Scotland Yard á hvarfi Madeleine. Þýska lögreglan, sem einnig fer með rannsókn málsins, gengur út frá því að Madeleine sé látin. Rannsókn Sky News á síðasta ári leiddi í ljós að grunur hafi beinst að Christian B. í rannsókninni á hvarfi Ingu. Hafi lögregla gert húsleit á heimili hans um ári eftir að Inga hvarf, en sú leit hafi ekki leitt til annarra aðgerða. Ferðaðist um í húsbíl Christian B. er sagður hafa átt fasteign í Neuwegersleben, um 100 kílómetrum suðvestur af bænum Stendal, þaðan se Inga hvarf. Vitað er að maðurinn ferðaðist um Portúgal í húsbíl um nokkurra ára skeið og er talinn hafa dvalið á Algarve-ströndinni í grennd við fjölskyldu Madeleine um það leyti sem hún hvarf í maí 2007. Lögregla hefur birt myndir af tveimur bílum í eigu mannsins, áðurnefndum húsbíl og bíl af gerðinni Jaguar, en hvorugur þeirra hefur varpað nokkru ljósi á hvarf Madeleine.
Madeleine McCann Þýskaland Tengdar fréttir Sagður hafa setið á bar og játað aðild sína að hvarfi Madeleine Maðurinn sem nú er grunaður um að tengjast hvarfi Madeleine McCann, breskrar stúlku sem hvarf úr fjölskyldufríi í Portúgal í maí 2007, er sagður hafa játað aðild sína að hvarfi hennar þar sem hann sat og ræddi við mann á bar í Þýskalandi. 4. júní 2020 22:36 Þýska lögreglan telur að Madeleine sé látin „Við göngum út frá því að stúlkan sé látin,“ sagði Hans Christian Wolters, saksóknari í Þýskalandi á blaðamannafundi í dag. 4. júní 2020 12:21 Þýskur fangi grunaður um aðild að hvarfi Madeleine McCann Þýskur fangi á fimmtugsaldri er nú grunaður um að tengjast hvarfi bresku stúlkunnar Madeleine McCann, sem ekkert hefur spurst til síðan í maí árið 2007 er hún var í fríi með fjölskyldu sinni í Portúgal. 3. júní 2020 19:13 Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Sjá meira
Sagður hafa setið á bar og játað aðild sína að hvarfi Madeleine Maðurinn sem nú er grunaður um að tengjast hvarfi Madeleine McCann, breskrar stúlku sem hvarf úr fjölskyldufríi í Portúgal í maí 2007, er sagður hafa játað aðild sína að hvarfi hennar þar sem hann sat og ræddi við mann á bar í Þýskalandi. 4. júní 2020 22:36
Þýska lögreglan telur að Madeleine sé látin „Við göngum út frá því að stúlkan sé látin,“ sagði Hans Christian Wolters, saksóknari í Þýskalandi á blaðamannafundi í dag. 4. júní 2020 12:21
Þýskur fangi grunaður um aðild að hvarfi Madeleine McCann Þýskur fangi á fimmtugsaldri er nú grunaður um að tengjast hvarfi bresku stúlkunnar Madeleine McCann, sem ekkert hefur spurst til síðan í maí árið 2007 er hún var í fríi með fjölskyldu sinni í Portúgal. 3. júní 2020 19:13