Óttast að fíkniefnabangsarnir finnist víða Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 5. júní 2020 19:16 Stefán Vagn Stefánsson er yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Norðurlandi Vestra. Hlaupbangsar sem innihalda fíkniefni eru í umferð á Norðurlandi vestra. Óttast er að bangsarnir séu víðar á landinu. Ekki hefur fundist bein tenging við hlaupbangsamálið á Suðurnesjum. Lögreglan á Norðurlandi vestra greindi frá málinu á Facebook í dag og biður fólk að vera á varðbergi gagnvart þessum ófögnuði. Málið er í rannsókn og verið er að skoða þær fjölmörgu vísbendingar sem bárust eftir að tilkynning var sett í loftið. Engin liggur undir grun eins og er og ekki hefur tekist að leggja hald á hlaupbangsana. Athæfið sé talið sérstaklega hættulegt þar sem hlaupbangsar eru sælgæti, markaðssett fyrir börn. Fíkniefni í sælgæti er þekkt erlendis en Bandaríska alríkislögreglan varar reglulega við athæfinu. Slíkt sé þó nýtt hérlendis. „Ég man nú í fljótu bragði ekki eftir því að vera með svona mál í höndunum þar sem verið er að sprauta fíkniefnum eða ólöglegum efnum inn í sælgæti sem ætlað er í flestum tilvikum fyrir börn þannig þetta er nýtt því miður. Þessi þróun er ekki góð og við þurfum saman lögreglan, íbúar og samfélagið að bregðast við þessu og stoppa þetta áður en þetta nær einhverju flugi,“ sagði Stefán Vagn Stefánsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Norðurlandi Vestra. Hann segir ljóst að auðvelt sé að sprauta hvaða efnum sem er í sælgætið. „Það er hægt að sprauta hverju sem er í þetta og ég held að fólk hafi ekki hugmynd um hvað það er að innbyrða. Við höfum ekki fengið þessa bangsa í hendurnar en við vitum að lagt var hald á þetta í öðru umdæmi hér fyrir stuttu síðan þannig það má ætlað að þetta séu svipuð efni,“ sagði Stefán Vagn. Lögreglan á Norðurlandi vestra segir heimildir fyrir því að hlaupbangsar sem innihalda fíkniefni séu í dreifingu á svæðinu.Vísir/Einar Greint var frá því í lok maí mánaðar að tvær unglingsstúlkur á Suðurnesjum hefðu veikst hastaralega eftir að hafa borðað hlaupbangsa sem innihéldu kannabisefni og morfín. Stúlkurnar stóðu í þeirri trú að bangsarnir væru hefðbundið sælgæti og þáðu það af ungum manni. Maðurinn sem handtekinn var vegna gruns um að hafa selt hlaupbangsana á Suðurnesjum hefur játað sök og fundust tól og tæki til fíkniefnaframleiðslu á heimili hans. Stefán Vagn segir að engar upplýsingar séu um að sami aðili hafi framleitt efnin á Suðurnesjum og á Norðurlandi Vestra. Hann óttast að sælgæti fyllt af fíkniefnum gætu verið víðar á landinu. „Fyrst að þetta er komið hingað þá má færa rök fyrir því að þetta sé komið miklu miklu víðar en bara hingað þannig já því miður er þetta það sem menn óttast - að þetta sé komið víðar en hingað og á Suðurlandið,“ sagði Stefán Vagn. Lögreglumál Fíkn Sælgæti Tengdar fréttir Fíkniefnahlaup á Norðurlandi vestra Lögreglan á Norðurlandi vestra segir áreiðanlegar upplýsingar hafa borist þess efnis að hlaupabangsar eða hlaupkubbar sem innihalda fíkniefni séu í umferð á svæðinu. 5. júní 2020 11:57 Hlaupbjarnabófi játaði sök Íslenskur karlmaður á fimmtugsaldri var handtekinn á Suðurnesjum í gær vegna gruns um að hann hefði selt hlaupbangsa sem innihéldu fíkniefni. 3. júní 2020 17:08 Telja sig hafa fundið manninn sem afhenti unglingspilti hlaupbangsana Lögreglan á Suðurnesjum telur sig hafa haft uppi á eldri manninum sem mun hafa afhent unglingspilti hlaupbangsa sem innihéldu kannabisefni og morfín. 25. maí 2020 21:13 Tvær stúlkur fluttar á sjúkrahús eftir neyslu hlaupbangsa sem innihéldu fíkniefni Stúlkurnar innbyrtu morfín og kannabisefni. 24. maí 2020 11:23 Mest lesið Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Innlent Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Innlent Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Innlent Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Innlent Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Innlent Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör Innlent Fleiri fréttir Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Bannað að heita Gríndal og Illuminati Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Segir ekkert eðlilegt við starfslokasamning Sameykis Barnavernd með í för þegar lögregla stöðvaði ræktun í Mosfellsbæ Minnist móður sinnar sem lést í morgun Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Nýbakaðir foreldrar sjúkir í nafnið Aþenu Kynna nýjan rektor í dag að loknu kjöri Fjarlægja plasthanska af dælum og gefa fjölnota í staðinn Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna Sjá meira
Hlaupbangsar sem innihalda fíkniefni eru í umferð á Norðurlandi vestra. Óttast er að bangsarnir séu víðar á landinu. Ekki hefur fundist bein tenging við hlaupbangsamálið á Suðurnesjum. Lögreglan á Norðurlandi vestra greindi frá málinu á Facebook í dag og biður fólk að vera á varðbergi gagnvart þessum ófögnuði. Málið er í rannsókn og verið er að skoða þær fjölmörgu vísbendingar sem bárust eftir að tilkynning var sett í loftið. Engin liggur undir grun eins og er og ekki hefur tekist að leggja hald á hlaupbangsana. Athæfið sé talið sérstaklega hættulegt þar sem hlaupbangsar eru sælgæti, markaðssett fyrir börn. Fíkniefni í sælgæti er þekkt erlendis en Bandaríska alríkislögreglan varar reglulega við athæfinu. Slíkt sé þó nýtt hérlendis. „Ég man nú í fljótu bragði ekki eftir því að vera með svona mál í höndunum þar sem verið er að sprauta fíkniefnum eða ólöglegum efnum inn í sælgæti sem ætlað er í flestum tilvikum fyrir börn þannig þetta er nýtt því miður. Þessi þróun er ekki góð og við þurfum saman lögreglan, íbúar og samfélagið að bregðast við þessu og stoppa þetta áður en þetta nær einhverju flugi,“ sagði Stefán Vagn Stefánsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Norðurlandi Vestra. Hann segir ljóst að auðvelt sé að sprauta hvaða efnum sem er í sælgætið. „Það er hægt að sprauta hverju sem er í þetta og ég held að fólk hafi ekki hugmynd um hvað það er að innbyrða. Við höfum ekki fengið þessa bangsa í hendurnar en við vitum að lagt var hald á þetta í öðru umdæmi hér fyrir stuttu síðan þannig það má ætlað að þetta séu svipuð efni,“ sagði Stefán Vagn. Lögreglan á Norðurlandi vestra segir heimildir fyrir því að hlaupbangsar sem innihalda fíkniefni séu í dreifingu á svæðinu.Vísir/Einar Greint var frá því í lok maí mánaðar að tvær unglingsstúlkur á Suðurnesjum hefðu veikst hastaralega eftir að hafa borðað hlaupbangsa sem innihéldu kannabisefni og morfín. Stúlkurnar stóðu í þeirri trú að bangsarnir væru hefðbundið sælgæti og þáðu það af ungum manni. Maðurinn sem handtekinn var vegna gruns um að hafa selt hlaupbangsana á Suðurnesjum hefur játað sök og fundust tól og tæki til fíkniefnaframleiðslu á heimili hans. Stefán Vagn segir að engar upplýsingar séu um að sami aðili hafi framleitt efnin á Suðurnesjum og á Norðurlandi Vestra. Hann óttast að sælgæti fyllt af fíkniefnum gætu verið víðar á landinu. „Fyrst að þetta er komið hingað þá má færa rök fyrir því að þetta sé komið miklu miklu víðar en bara hingað þannig já því miður er þetta það sem menn óttast - að þetta sé komið víðar en hingað og á Suðurlandið,“ sagði Stefán Vagn.
Lögreglumál Fíkn Sælgæti Tengdar fréttir Fíkniefnahlaup á Norðurlandi vestra Lögreglan á Norðurlandi vestra segir áreiðanlegar upplýsingar hafa borist þess efnis að hlaupabangsar eða hlaupkubbar sem innihalda fíkniefni séu í umferð á svæðinu. 5. júní 2020 11:57 Hlaupbjarnabófi játaði sök Íslenskur karlmaður á fimmtugsaldri var handtekinn á Suðurnesjum í gær vegna gruns um að hann hefði selt hlaupbangsa sem innihéldu fíkniefni. 3. júní 2020 17:08 Telja sig hafa fundið manninn sem afhenti unglingspilti hlaupbangsana Lögreglan á Suðurnesjum telur sig hafa haft uppi á eldri manninum sem mun hafa afhent unglingspilti hlaupbangsa sem innihéldu kannabisefni og morfín. 25. maí 2020 21:13 Tvær stúlkur fluttar á sjúkrahús eftir neyslu hlaupbangsa sem innihéldu fíkniefni Stúlkurnar innbyrtu morfín og kannabisefni. 24. maí 2020 11:23 Mest lesið Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Innlent Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Innlent Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Innlent Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Innlent Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Innlent Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör Innlent Fleiri fréttir Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Bannað að heita Gríndal og Illuminati Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Segir ekkert eðlilegt við starfslokasamning Sameykis Barnavernd með í för þegar lögregla stöðvaði ræktun í Mosfellsbæ Minnist móður sinnar sem lést í morgun Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Nýbakaðir foreldrar sjúkir í nafnið Aþenu Kynna nýjan rektor í dag að loknu kjöri Fjarlægja plasthanska af dælum og gefa fjölnota í staðinn Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna Sjá meira
Fíkniefnahlaup á Norðurlandi vestra Lögreglan á Norðurlandi vestra segir áreiðanlegar upplýsingar hafa borist þess efnis að hlaupabangsar eða hlaupkubbar sem innihalda fíkniefni séu í umferð á svæðinu. 5. júní 2020 11:57
Hlaupbjarnabófi játaði sök Íslenskur karlmaður á fimmtugsaldri var handtekinn á Suðurnesjum í gær vegna gruns um að hann hefði selt hlaupbangsa sem innihéldu fíkniefni. 3. júní 2020 17:08
Telja sig hafa fundið manninn sem afhenti unglingspilti hlaupbangsana Lögreglan á Suðurnesjum telur sig hafa haft uppi á eldri manninum sem mun hafa afhent unglingspilti hlaupbangsa sem innihéldu kannabisefni og morfín. 25. maí 2020 21:13
Tvær stúlkur fluttar á sjúkrahús eftir neyslu hlaupbangsa sem innihéldu fíkniefni Stúlkurnar innbyrtu morfín og kannabisefni. 24. maí 2020 11:23