Einkaþota sækir dýrmæt blóðkorn úr Íslendingum Kristján Már Unnarsson skrifar 6. júní 2020 22:16 Þotan lendir á Reykjavíkurflugvelli í kvöld. Hún er af gerðinni Grumman Gulfstream, sem er ein dýrasta gerðin af einkaþotum. Vísir/KMU. Einkaþota af gerðinni Grumman Gulfstream, sem komin var alla leið frá vesturströnd Bandaríkjanna, lenti á Reykjavíkurflugvelli laust fyrir klukkan átta í kvöld í þeim eina tilgangi að sækja einn pappakassa. Innihald kassans, hvít blóðkorn úr þremur Íslendingum, gæti hins vegar reynst einhver dýrmætasta fraktsending sögunnar frá Íslandi því henni er ætlað að vera vopn til að sigrast á kórónufaraldrinum, sem þjakað hefur heimsbyggðina undanfarna mánuði. Fram kom í fréttum Ríkisútvarpsins í kvöld, þar sem rætt var við Kára Stefánsson, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, að blóðkornin verði notuð til að búa til mótefni gegn kórónuveirunni. Þotan er á vegum móðurfyrirtækis DeCode, lyfjafyrirtækisins Amgen. Sagði RÚV að þotan myndi fljúga með sýnin til Bresku Kólumbíu í Kanada á rannsóknarstofu fyrirtækisins. Frosti Jónsson frá Íslenskri erfðagreiningu og Halldóra Vífilsdóttir, einn blóðgjafanna, koma með blóðkornin dýrmætu niður á Reykjavíkurflugvöll í kvöld.Vísir/KMU. Þotan lenti laust fyrir klukkan átta í kvöld og skömmu síðar komu Frosti Jónsson, efnaverkfræðingur hjá Íslenskri erfðagreiningu, og Halldóra Vífilsdóttir, einn Íslendinganna þriggja sem gáfu blóðsýnin, með kassann í flugafgreiðslu Ace FBO fyrir aftan Loftleiðahótelið. Halldóra kvaðst í samtali við Vísi hafa viljað fylgja þessum hluta af sjálfri sér alla leið niður á flugvöll. Eins hafi hún verið forvitin um hvernig svona flutningur færi fram. Í frétt RÚV sagði að Íslendingarnir þrír hafi verið í Blóðbankanum fyrr í dag í tvo klukkutíma hver að láta taka úr sér blóð. Hvítu blóðkornin hafi svo verið einangruð úr blóðinu. Áður hafi hvít blóðkorn úr þremur öðrum Íslendingum verið flutt til Kanada sömu leið. Þeir sex eigi það sameiginlegt að hafa verið með mikið af mótefni í blóðinu en einnig það að hafa ekki orðið mikið veikir af veirunni. Flugmennirnir bera farminn út í flugvélina í kvöld. Áfangastaðurinn er Vancouver í Kanada.Vísir/KMU. Haft var eftir Kára Stefánssyni að búið væri að velja úr hvítu blóðkornum þessara einstaklinga þau blóðkorn sem búa til mótefni gegn þeim hluta veirunnar sem mönnum þætti mikilvægast að hafa mótefni gegn. Flugmenn þotunnar, sem fréttmaður Stöðvar 2 ræddi við eftir lendingu, sögðust hafa flogið beint frá Kaliforníu án millilendingar til Íslands. Frá Reykjavík yrði síðan flogið til Vancouver í Kanada. Fjögurra manna áhöfn var um borð í þotunni, sem hafði aðeins um 45 mínútna viðdvöl áður en haldið var í loftið á ný vestur um haf. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Reykjavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Heilbrigðismál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Fleiri fréttir Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Sjá meira
Einkaþota af gerðinni Grumman Gulfstream, sem komin var alla leið frá vesturströnd Bandaríkjanna, lenti á Reykjavíkurflugvelli laust fyrir klukkan átta í kvöld í þeim eina tilgangi að sækja einn pappakassa. Innihald kassans, hvít blóðkorn úr þremur Íslendingum, gæti hins vegar reynst einhver dýrmætasta fraktsending sögunnar frá Íslandi því henni er ætlað að vera vopn til að sigrast á kórónufaraldrinum, sem þjakað hefur heimsbyggðina undanfarna mánuði. Fram kom í fréttum Ríkisútvarpsins í kvöld, þar sem rætt var við Kára Stefánsson, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, að blóðkornin verði notuð til að búa til mótefni gegn kórónuveirunni. Þotan er á vegum móðurfyrirtækis DeCode, lyfjafyrirtækisins Amgen. Sagði RÚV að þotan myndi fljúga með sýnin til Bresku Kólumbíu í Kanada á rannsóknarstofu fyrirtækisins. Frosti Jónsson frá Íslenskri erfðagreiningu og Halldóra Vífilsdóttir, einn blóðgjafanna, koma með blóðkornin dýrmætu niður á Reykjavíkurflugvöll í kvöld.Vísir/KMU. Þotan lenti laust fyrir klukkan átta í kvöld og skömmu síðar komu Frosti Jónsson, efnaverkfræðingur hjá Íslenskri erfðagreiningu, og Halldóra Vífilsdóttir, einn Íslendinganna þriggja sem gáfu blóðsýnin, með kassann í flugafgreiðslu Ace FBO fyrir aftan Loftleiðahótelið. Halldóra kvaðst í samtali við Vísi hafa viljað fylgja þessum hluta af sjálfri sér alla leið niður á flugvöll. Eins hafi hún verið forvitin um hvernig svona flutningur færi fram. Í frétt RÚV sagði að Íslendingarnir þrír hafi verið í Blóðbankanum fyrr í dag í tvo klukkutíma hver að láta taka úr sér blóð. Hvítu blóðkornin hafi svo verið einangruð úr blóðinu. Áður hafi hvít blóðkorn úr þremur öðrum Íslendingum verið flutt til Kanada sömu leið. Þeir sex eigi það sameiginlegt að hafa verið með mikið af mótefni í blóðinu en einnig það að hafa ekki orðið mikið veikir af veirunni. Flugmennirnir bera farminn út í flugvélina í kvöld. Áfangastaðurinn er Vancouver í Kanada.Vísir/KMU. Haft var eftir Kára Stefánssyni að búið væri að velja úr hvítu blóðkornum þessara einstaklinga þau blóðkorn sem búa til mótefni gegn þeim hluta veirunnar sem mönnum þætti mikilvægast að hafa mótefni gegn. Flugmenn þotunnar, sem fréttmaður Stöðvar 2 ræddi við eftir lendingu, sögðust hafa flogið beint frá Kaliforníu án millilendingar til Íslands. Frá Reykjavík yrði síðan flogið til Vancouver í Kanada. Fjögurra manna áhöfn var um borð í þotunni, sem hafði aðeins um 45 mínútna viðdvöl áður en haldið var í loftið á ný vestur um haf.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Reykjavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Heilbrigðismál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Fleiri fréttir Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Sjá meira