Skipulag og uppbygging til framfara Ó. Ingi Tómasson skrifar 8. júní 2020 08:00 Með samþykkt á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins, var stigið stórt og ábyrgt skref til framfara í skipulagsmálum á höfuðborgarsvæðinu. Svæðisskipulagið sem gildir til ársins 2040 hefur það m.a. að markmiði að draga úr óhagkvæmri þenslu byggðar en ætlað er að íbúum höfuðborgarsvæðisins fjölgi um 70.000 tímabilinu, auka sjálfbærni með markvissri byggðaþróun og uppbyggingu þjónustu sem hefur jákvæð áhrif á umhverfi og lífsgæði íbúa. Til að ná þessum markmiðum verður þróun þéttbýlis innan vaxtarmarka, meginþunga vaxtar verður beint á miðkjarna og önnur samgöngumiðuð þróunarsvæði og hlutfall íbúðabyggðar á þeim svæðum vaxi úr 30% í 66%. Aukin þátttaka almennings í notkun almenningssamgangna er ein meginforsenda þess að markmið svæðisskipulagsins nái fram að ganga. Meginkjarnar allra sveitarfélaganna verða tengdir saman með hágæðakerfi almenningssamgangna, Borgarlínu sem verður góður valkostur fyrir íbúa um bílausan lífsstíl. Fyrsta skrefið í þá átt var undirritun samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins á milli ríkisins og sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu um metnaðarfulla uppbyggingu á samgönguinnviðum og almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu til fimmtán ára. Staða svæðisskipulagsins í Hafnarfirði Árið 2015 var svæðisskipulagið samþykkt af öllum bæjarfulltrúum í bæjarstjórn. Í janúar 2018 var fjölmennur og vel heppnaður fundur um Borgalínu haldinn í Hafnarborg. Samkvæmt samgöngusáttmálanum verður framkvæmd vegna sérrýmis Borgarlínu frá Kringlu í Hafnarfjörð á árunum 2027-2030. Framkvæmdum við Reykjanesbraut – Álftanesveg – Lækjargata verður lokið árið 2028, áætlaður kostnaður er 13 milljarðir. Ef skoðuð eru markmiðin sem áður eru nefnd þá er vissulega ágreiningur um hvar og hvernig eigi að uppfylla markmið svæðisskipulagsins um þéttingu byggðar sem er forsenda bættra almenningssamgangna, aukinna umhverfisgæða og betri lífsgæða. Samkvæmt svæðisskipulaginu og aðalskipulagi Hafnarfjarðar er byggingarland á nýju óbrotnu landi að skornum skammti hér í Hafnarfirði, telja má að hægt sé að úthluta lóðum undir um 2.500 íbúðir fram til ársins 2040, þörfin miðað við 2% fjölgun íbúa er 6.300 - 7.600 íbúðir. Standa gegn uppbyggingu Í umræðunni hefur verið vísað til lítillar uppbyggingar íbúðarhúsnæðis hér í Hafnarfirði. Háspennulínur yfir nýbyggingarsvæðum hafa reynst okkur erfiðar, komin er bráðabirgðalausn á það mál og nýlega var úthlutað lóðum undir hundruði íbúða í Hamranesi. Þéttingarsvæði hafa verið til umræðu, skipulags- og byggingarráð hefur lagt til þéttingu á reitum sem hafa ekki mikil áhrif á íbúa nærliggjandi svæða. Stærsta þéttingaverkefnið er uppbygging á Hraunum vestur. Deiliskipulagstillaga er nær til svæðis við Reykjavíkurveg, Hjallahrauns og Helluhrauns var samþykkt í skipulags- og byggingarráði með atkvæðum meirihlutans gerir ráð fyrir 490 íbúðum, verslun og þjónustu auk leikskóla. Tillagan fellur vel að markmiðum svæðisskipulagsins og hugmyndafræði rammaskipulags um svæðið. Það vekur athygli að fulltrúar Samfylkingarinnar og Viðreisnar greiddu atkvæði gegn tillögunni sem kemur e.t.v. ekki á óvart þar sem sér í lagi fulltrúar Samfylkingarinnar hafa ýmist lagst gegn skipulagstillögum sem eru í takt við svæðisskipulagið eða ekki tekið afstöðu til þeirra. Það er því umhugsunarvert hvort hugur hafi fylgt máli þegar svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins var samþykkt í bæjarstjórn. Meirihlutinn í bæjarstjórn Hafnarfjarðar mun áfram vinna að uppbyggingu íbúðar- og atvinnuhúsnæðis, bættum almenningssamgöngum og úrbætum á Reykjanesbraut og þar með bættum hag Hafnfirðinga með markmið svæðisskipulagsins að leiðarljósi. Höfundur er bæjarfulltrúi og formaður skipulags- og byggingarráðs Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Skipulag Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Alvöru aðgerðir í húsnæðismálum – x við V Svandís Svavarsdóttir Skoðun Baráttan um Ísland og sjálfstæði þjóðar Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Er heilbrigði besta lausnin? Lukka Pálsdóttir Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hverjir myrða konur? Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Það sé ykkur til fæðu“ - hugleiðing um jólamat Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Ferðafrelsið er dýrmætt Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson skrifar Skoðun Mannúðleg innflytjendastefna Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er vandamálið á húsnæðismarkaðinum og hvernig leysum við það Ómar Ingþórsson skrifar Skoðun Er heilbrigði besta lausnin? Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Evrópudagur sjúkraliða Sandra B. Franks skrifar Skoðun Baráttan um Ísland og sjálfstæði þjóðar Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Alvöru aðgerðir í húsnæðismálum – x við V Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Með samþykkt á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins, var stigið stórt og ábyrgt skref til framfara í skipulagsmálum á höfuðborgarsvæðinu. Svæðisskipulagið sem gildir til ársins 2040 hefur það m.a. að markmiði að draga úr óhagkvæmri þenslu byggðar en ætlað er að íbúum höfuðborgarsvæðisins fjölgi um 70.000 tímabilinu, auka sjálfbærni með markvissri byggðaþróun og uppbyggingu þjónustu sem hefur jákvæð áhrif á umhverfi og lífsgæði íbúa. Til að ná þessum markmiðum verður þróun þéttbýlis innan vaxtarmarka, meginþunga vaxtar verður beint á miðkjarna og önnur samgöngumiðuð þróunarsvæði og hlutfall íbúðabyggðar á þeim svæðum vaxi úr 30% í 66%. Aukin þátttaka almennings í notkun almenningssamgangna er ein meginforsenda þess að markmið svæðisskipulagsins nái fram að ganga. Meginkjarnar allra sveitarfélaganna verða tengdir saman með hágæðakerfi almenningssamgangna, Borgarlínu sem verður góður valkostur fyrir íbúa um bílausan lífsstíl. Fyrsta skrefið í þá átt var undirritun samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins á milli ríkisins og sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu um metnaðarfulla uppbyggingu á samgönguinnviðum og almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu til fimmtán ára. Staða svæðisskipulagsins í Hafnarfirði Árið 2015 var svæðisskipulagið samþykkt af öllum bæjarfulltrúum í bæjarstjórn. Í janúar 2018 var fjölmennur og vel heppnaður fundur um Borgalínu haldinn í Hafnarborg. Samkvæmt samgöngusáttmálanum verður framkvæmd vegna sérrýmis Borgarlínu frá Kringlu í Hafnarfjörð á árunum 2027-2030. Framkvæmdum við Reykjanesbraut – Álftanesveg – Lækjargata verður lokið árið 2028, áætlaður kostnaður er 13 milljarðir. Ef skoðuð eru markmiðin sem áður eru nefnd þá er vissulega ágreiningur um hvar og hvernig eigi að uppfylla markmið svæðisskipulagsins um þéttingu byggðar sem er forsenda bættra almenningssamgangna, aukinna umhverfisgæða og betri lífsgæða. Samkvæmt svæðisskipulaginu og aðalskipulagi Hafnarfjarðar er byggingarland á nýju óbrotnu landi að skornum skammti hér í Hafnarfirði, telja má að hægt sé að úthluta lóðum undir um 2.500 íbúðir fram til ársins 2040, þörfin miðað við 2% fjölgun íbúa er 6.300 - 7.600 íbúðir. Standa gegn uppbyggingu Í umræðunni hefur verið vísað til lítillar uppbyggingar íbúðarhúsnæðis hér í Hafnarfirði. Háspennulínur yfir nýbyggingarsvæðum hafa reynst okkur erfiðar, komin er bráðabirgðalausn á það mál og nýlega var úthlutað lóðum undir hundruði íbúða í Hamranesi. Þéttingarsvæði hafa verið til umræðu, skipulags- og byggingarráð hefur lagt til þéttingu á reitum sem hafa ekki mikil áhrif á íbúa nærliggjandi svæða. Stærsta þéttingaverkefnið er uppbygging á Hraunum vestur. Deiliskipulagstillaga er nær til svæðis við Reykjavíkurveg, Hjallahrauns og Helluhrauns var samþykkt í skipulags- og byggingarráði með atkvæðum meirihlutans gerir ráð fyrir 490 íbúðum, verslun og þjónustu auk leikskóla. Tillagan fellur vel að markmiðum svæðisskipulagsins og hugmyndafræði rammaskipulags um svæðið. Það vekur athygli að fulltrúar Samfylkingarinnar og Viðreisnar greiddu atkvæði gegn tillögunni sem kemur e.t.v. ekki á óvart þar sem sér í lagi fulltrúar Samfylkingarinnar hafa ýmist lagst gegn skipulagstillögum sem eru í takt við svæðisskipulagið eða ekki tekið afstöðu til þeirra. Það er því umhugsunarvert hvort hugur hafi fylgt máli þegar svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins var samþykkt í bæjarstjórn. Meirihlutinn í bæjarstjórn Hafnarfjarðar mun áfram vinna að uppbyggingu íbúðar- og atvinnuhúsnæðis, bættum almenningssamgöngum og úrbætum á Reykjanesbraut og þar með bættum hag Hafnfirðinga með markmið svæðisskipulagsins að leiðarljósi. Höfundur er bæjarfulltrúi og formaður skipulags- og byggingarráðs Hafnarfirði.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun