Skóflustunga tekin að nýrri gestastofu Vatnajökulsþjóðgarðs Andri Eysteinsson skrifar 9. júní 2020 09:48 Guðmundur Ingi, Magnús, Ásta Berghildur og Sandra Brá tóku skóflustungur í gær. Stjórnarráðið Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra tók fyrstu skóflustungu að nýrri gestastofu Vatnajökulsþjóðgarðs á sunnudaginn. Gestastofan mun rísa við Sönghól í landi Hæðargarðs sunnan Skaftár. Auk ráðherrans tóku Ásta Berghildur Ólafsdóttir, formaður svæðisráðs vestursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs, Sandra Brá Jóhannsdóttir sveitarstjóri Skaftárhrepps og Magnús Þorfinnsson bóndi í Hæðargarði skóflustungur. Landið sem byggingin mun rísa á er gjöf til Vatnajökulsþjóðgarð frá Magnúsi í Hæðargarði. Greint er frá skóflustungunni á vef Stjórnarráðsins. ,Þetta er stór áfangi í áframhaldandi uppbyggingu gestastofa Vatnajökulsþjóðgarðs,“ sagðir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra. ,,Gestastofur eru eins og hlið inn í þjóðgarða. Gestastofan er líka innspýting og aðdráttarafl fyrir samfélagið í Skaftárhreppi og ég óska okkur öllum til hamingju með þennan áfanga.“ Gestastofan verður meginstarfsstöð Vatnajökulsþjóðgarðs á vestursvæði hans með aðstöðu fyrir upplýsingagjöf, sýningarhald, verslun, kaffihús, skrifstofu- og starfsmannaaðstöðu, geymslu og tæknirými í kjallara. Byggingin verður 620 m2 á einni hæð auk 145 m2 kjallara eða samtals 765 m2 að flatarmáli. Fyrsti áfangi framkvæmdarinnar hefur þegar verið boðinn út og er áætlað að framkvæmdum ljúki í ágúst. Unnið er að undirbúningi vegna jarðvegsvinnu og við bygginguna sjálfa sem gert er ráð fyrir að verði skilað í lok árs 2022. Athöfnin fór, eins og áður segir, fram sunnudaginn 7. júní á 12 ára afmæli þjóðgarðsins. Tónlistarfólkið Zbigniew Zuchowicz, Bríet Sunna Bjarkadóttir og Teresa Zuchowicz léku við athöfnina og í veislukaffi í umsjón Kvenfélags Kirkjubæjarhrepps sem boðið var til í félagsheimilinu Kirkjuhvoli að athöfn lokinni. Skaftárhreppur Vatnajökulsþjóðgarður Umhverfismál Þjóðgarðar Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra tók fyrstu skóflustungu að nýrri gestastofu Vatnajökulsþjóðgarðs á sunnudaginn. Gestastofan mun rísa við Sönghól í landi Hæðargarðs sunnan Skaftár. Auk ráðherrans tóku Ásta Berghildur Ólafsdóttir, formaður svæðisráðs vestursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs, Sandra Brá Jóhannsdóttir sveitarstjóri Skaftárhrepps og Magnús Þorfinnsson bóndi í Hæðargarði skóflustungur. Landið sem byggingin mun rísa á er gjöf til Vatnajökulsþjóðgarð frá Magnúsi í Hæðargarði. Greint er frá skóflustungunni á vef Stjórnarráðsins. ,Þetta er stór áfangi í áframhaldandi uppbyggingu gestastofa Vatnajökulsþjóðgarðs,“ sagðir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra. ,,Gestastofur eru eins og hlið inn í þjóðgarða. Gestastofan er líka innspýting og aðdráttarafl fyrir samfélagið í Skaftárhreppi og ég óska okkur öllum til hamingju með þennan áfanga.“ Gestastofan verður meginstarfsstöð Vatnajökulsþjóðgarðs á vestursvæði hans með aðstöðu fyrir upplýsingagjöf, sýningarhald, verslun, kaffihús, skrifstofu- og starfsmannaaðstöðu, geymslu og tæknirými í kjallara. Byggingin verður 620 m2 á einni hæð auk 145 m2 kjallara eða samtals 765 m2 að flatarmáli. Fyrsti áfangi framkvæmdarinnar hefur þegar verið boðinn út og er áætlað að framkvæmdum ljúki í ágúst. Unnið er að undirbúningi vegna jarðvegsvinnu og við bygginguna sjálfa sem gert er ráð fyrir að verði skilað í lok árs 2022. Athöfnin fór, eins og áður segir, fram sunnudaginn 7. júní á 12 ára afmæli þjóðgarðsins. Tónlistarfólkið Zbigniew Zuchowicz, Bríet Sunna Bjarkadóttir og Teresa Zuchowicz léku við athöfnina og í veislukaffi í umsjón Kvenfélags Kirkjubæjarhrepps sem boðið var til í félagsheimilinu Kirkjuhvoli að athöfn lokinni.
Skaftárhreppur Vatnajökulsþjóðgarður Umhverfismál Þjóðgarðar Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira