Heilbrigðisráðherra segir bæði formlegar og óformlegar viðræður í gangi til lausnar á kjaradeilu ríkisins og hjúkrunarfræðinga en boðað hefur verið til fundar í deilunni á fimmtudaginn. Þá samþykkti ríkisstjórnin aðgerðir í dag til að vinna á miklum skorti á hjúkrunarfræðingum, en fjallað verður nánar um málið í fréttum Stöðvar tvö klukkan hálf sjö.
Í fréttatímanum fjöllum við líka um rafmagnsbyltingu sem er framundan í flugsamgöngum og kynnum okkur hvers vegna tímaritið Iceland Review kemur nú út á íslensku í fyrsta sinn í nær sextíu ára sögu blaðsins.
Þetta og margt fleira í fréttum Stöðvar 2 klukkan 18.30.