Bandaríski sjóherinn bannar Suðurríkjafánann Kjartan Kjartansson skrifar 9. júní 2020 22:46 Fyrir sumum er fáni Suðurríkjasambandsins tákn um kynþáttahyggju. Aðrir segja að hann sé aðeins merki um þjóðarstolt suðurríkjafólks. Vísir/EPA Fáni Suðurríkjasambandsins verður gerður útlægur á öllum opinberum stöðum bandaríska sjóhersins, skipum hans og flugvélum samkvæmt nýjum reglum sem nú er unnið að. Ákvörðun flotans kemur á sama tíma og mikil mótmæli geisa gegn kynþáttahyggju og lögregluofbeldi. Mike Gilday, flotaforingi, segist hafa skipað starfsliði sínu að semja reglurnar sem næði til allra opinberra rýma og vinnusvæða í stöðvum flotans, skipum, flugvélum og kafbátum. Reglunum er ætlað að tryggja samstöðu herdeilda, allsherjarreglu og aga auk þess að falla að grunngildum flotans um heiður, hugrekki og trúmennsku, að því er kom fram í yfirlýsingu Gilday. Áður hafði landgöngulið flotans annað Suðurríkjafánann, þar á meðal á munum eins og bollum eða stuðurum bifreiða, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Bandaríska hernum var att út í umræðuna um kynþáttahyggju og lögregluofbeldi í Bandaríkjunum eftir að Donald Trump forseti hótaði að beita honum til að kveða niður ofbeldi í kjölfar drápsins á George Floyd, óvopnuðum blökkumanni, í haldi lögreglunnar í Minneapolis í þarsíðustu viku. Suðurríkjasambandið var bandalag sjö ríkja í suðurhluta Bandaríkjanna þar sem þrælahald var enn við lýði sem sögðu sig úr lögum frá Bandaríkjunum árið 1860. Í kjölfarið hófst bandaríska borgarastríðið sem einnig hefur verið nefnt þrælastríðið. Sambandsríkið var leyst upp eftir hernaðarósigur þess árið 1865. Sjá einnig: Tekist á um tákn sundraðrar fortíðar Á síðari tímum hefur fáni Suðurríkjanna verið umdeildur í bandarísku samfélagi. Í augum svartra Bandaríkjamanna er fáninn minnisvarði um þrælahald, kynþáttahyggju og mestu sundrung bandarísku þjóðarinnar í sögunni. Þannig var Suðurríkjafáninn áberandi á samkomu hvítra þjóðernissinna, nýnasista og Kú klúx klan-liða í Charlottesville sem leystist upp í óeirðir árið 2017. Aðrir halda því fram að fáninn sé aðeins tákn um þjóðarstolt suðurríkjafólks og sjálfsstjórn einstakra ríkja Bandaríkjanna sem þeim er tryggð í stjórnarskrá. Dauði George Floyd Bandaríkin Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Fáni Suðurríkjasambandsins verður gerður útlægur á öllum opinberum stöðum bandaríska sjóhersins, skipum hans og flugvélum samkvæmt nýjum reglum sem nú er unnið að. Ákvörðun flotans kemur á sama tíma og mikil mótmæli geisa gegn kynþáttahyggju og lögregluofbeldi. Mike Gilday, flotaforingi, segist hafa skipað starfsliði sínu að semja reglurnar sem næði til allra opinberra rýma og vinnusvæða í stöðvum flotans, skipum, flugvélum og kafbátum. Reglunum er ætlað að tryggja samstöðu herdeilda, allsherjarreglu og aga auk þess að falla að grunngildum flotans um heiður, hugrekki og trúmennsku, að því er kom fram í yfirlýsingu Gilday. Áður hafði landgöngulið flotans annað Suðurríkjafánann, þar á meðal á munum eins og bollum eða stuðurum bifreiða, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Bandaríska hernum var att út í umræðuna um kynþáttahyggju og lögregluofbeldi í Bandaríkjunum eftir að Donald Trump forseti hótaði að beita honum til að kveða niður ofbeldi í kjölfar drápsins á George Floyd, óvopnuðum blökkumanni, í haldi lögreglunnar í Minneapolis í þarsíðustu viku. Suðurríkjasambandið var bandalag sjö ríkja í suðurhluta Bandaríkjanna þar sem þrælahald var enn við lýði sem sögðu sig úr lögum frá Bandaríkjunum árið 1860. Í kjölfarið hófst bandaríska borgarastríðið sem einnig hefur verið nefnt þrælastríðið. Sambandsríkið var leyst upp eftir hernaðarósigur þess árið 1865. Sjá einnig: Tekist á um tákn sundraðrar fortíðar Á síðari tímum hefur fáni Suðurríkjanna verið umdeildur í bandarísku samfélagi. Í augum svartra Bandaríkjamanna er fáninn minnisvarði um þrælahald, kynþáttahyggju og mestu sundrung bandarísku þjóðarinnar í sögunni. Þannig var Suðurríkjafáninn áberandi á samkomu hvítra þjóðernissinna, nýnasista og Kú klúx klan-liða í Charlottesville sem leystist upp í óeirðir árið 2017. Aðrir halda því fram að fáninn sé aðeins tákn um þjóðarstolt suðurríkjafólks og sjálfsstjórn einstakra ríkja Bandaríkjanna sem þeim er tryggð í stjórnarskrá.
Dauði George Floyd Bandaríkin Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira