Erlent

Í beinni: Sak­sóknari segir Skandia-manninn bera á­byrgð á morðinu

Atli Ísleifsson skrifar
Olof Palme var forsætisráðherra Svíþjóðar á árunum 1969 til 1976 og aftur frá 1982 til dauðadags.
Olof Palme var forsætisráðherra Svíþjóðar á árunum 1969 til 1976 og aftur frá 1982 til dauðadags. Getty

Sænski rannsóknarhópurinn sem hefur haft morðið á forsætisráðherranum Olof Palme til rannsóknar mun kynna niðurstöður sínar á fréttamannafundi klukkan 7:30 að íslenskum tíma.

Palme var myrtur að kvöldi 28. febrúar 1986 og er morðrannsóknin sú umfangsmesta í sögunni að því er fram kemur í sænskum fjölmiðlum.

34 ár eru liðin frá morðinu og hefur leitin að morðingja forsætisráðherrans staðið yfir æ síðan. Fjölmargar kenningar og vísbendingar hafa verið rannsakaðar í þaula en nú bendir flest til að niðurstaða kunni að liggja fyrir. Þannig sagði saksóknarinn Krister Petersson, sem hefur farið fyrir rannsóknarhópnum síðustu ár, fyrr á árinu að hann væri bjartsýnn á að geta kynnt hvernig málin atvikuðust og hver hafi borið ábyrgð á því. Fyrr í vikunni sögðu sænskir fjölmiðlar frá því að morðvopnið hafi loks fundist.

Hægt verður að fylgjast með textalýsingu af blaðamannafundinum að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira
×