Heiðra minningu George Floyd á fyrsta PGA-mótinu eftir hléið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. júní 2020 13:30 Charles Schwab Challenge hefur verið haldið síðan 1946. getty/Tom Pennington Einnar mínútu þögn verður á hverjum keppnisdegi á Charles Schwab Challenge mótinu í Texas sem hefst á morgun. Þetta er fyrsta mótið á PGA-mótaröðinni eftir þriggja mánaða hlé vegna kórónuveirufaraldursins. Þetta er gert til að heiðra minningu George Floyd sem lést þegar Derek Chauvin, hvítur lögreglumaður, myrti hann í Minneapolis 25. maí. Mikil mótmæli brutust út í Bandaríkjunum og víðar í kjölfar morðsins á Floyd. Hlé verður gert á öllum fjórum keppnisdögunum á Charles Schwab Challenge í eina mínútu til minningar um Floyd. Hléið verður alltaf gert á sama tíma, klukkan 08:46 því Chauvin var með hné sitt á hálsi Floyds í átta mínútur og 46 sekúndur. PGA vill með þessu sýna samstöðu og leggja sitt af mörkum í baráttunni gegn kynþáttafordómum og hvers kyns óréttlæti. pic.twitter.com/WNUrcE7x4m— PGA TOUR (@PGATOUR) June 9, 2020 Flestir af bestu kylfingum heims verða með á Fort Worth í Texas, þ.á.m. Rory McIlroy, efsti maður heimslistans sem tekur þátt á Charles Schwab Challenge í fyrsta sinn á ferli sínum á PGA-mótaröðinni. Im Sung-jae, 22 ára Suður-Kóreumaður, er efstur á stigalista PGA-mótaraðarinnar. Justin Thomas er í 2. sæti og McIlroy í því þriðja. Sýnt verður frá öllum fjórum keppnisdögunum á Stöð 2 Golf. Bein útsending frá fyrsta keppnisdegi hefst klukkan 20:00 á fimmtudaginn. Golf Dauði George Floyd Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Í beinni: Liverpool - Wolves | Kemst toppliðið aftur á sigurbraut? Enski boltinn Martin í hópnum sem gæti skilað Íslandi á EM Körfubolti Mbappé syrgir tíu ára aðdáanda Fótbolti Fleiri fréttir Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Einnar mínútu þögn verður á hverjum keppnisdegi á Charles Schwab Challenge mótinu í Texas sem hefst á morgun. Þetta er fyrsta mótið á PGA-mótaröðinni eftir þriggja mánaða hlé vegna kórónuveirufaraldursins. Þetta er gert til að heiðra minningu George Floyd sem lést þegar Derek Chauvin, hvítur lögreglumaður, myrti hann í Minneapolis 25. maí. Mikil mótmæli brutust út í Bandaríkjunum og víðar í kjölfar morðsins á Floyd. Hlé verður gert á öllum fjórum keppnisdögunum á Charles Schwab Challenge í eina mínútu til minningar um Floyd. Hléið verður alltaf gert á sama tíma, klukkan 08:46 því Chauvin var með hné sitt á hálsi Floyds í átta mínútur og 46 sekúndur. PGA vill með þessu sýna samstöðu og leggja sitt af mörkum í baráttunni gegn kynþáttafordómum og hvers kyns óréttlæti. pic.twitter.com/WNUrcE7x4m— PGA TOUR (@PGATOUR) June 9, 2020 Flestir af bestu kylfingum heims verða með á Fort Worth í Texas, þ.á.m. Rory McIlroy, efsti maður heimslistans sem tekur þátt á Charles Schwab Challenge í fyrsta sinn á ferli sínum á PGA-mótaröðinni. Im Sung-jae, 22 ára Suður-Kóreumaður, er efstur á stigalista PGA-mótaraðarinnar. Justin Thomas er í 2. sæti og McIlroy í því þriðja. Sýnt verður frá öllum fjórum keppnisdögunum á Stöð 2 Golf. Bein útsending frá fyrsta keppnisdegi hefst klukkan 20:00 á fimmtudaginn.
Golf Dauði George Floyd Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Í beinni: Liverpool - Wolves | Kemst toppliðið aftur á sigurbraut? Enski boltinn Martin í hópnum sem gæti skilað Íslandi á EM Körfubolti Mbappé syrgir tíu ára aðdáanda Fótbolti Fleiri fréttir Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira