Systir Kim skipar sér stærri sess Samúel Karl Ólason skrifar 10. júní 2020 12:00 Kim Jong Un og Kim Yo Jong í september 2018. Þá hafði hann hitt Moon Jae-in, forseta Suður-Kóreu, og eru þau að skrifa undir yfirlýsingu í kjölfar fundarins. Vísir/AP Kim Yo Jong, systir Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, virðist vera að skipa sér stærri sess í ríkisstjórn landsins. Hún hefur tekið yfir stjórn á samskiptum ríkisins við Suður-Kóreu og hefur mikil harka færst í leikana þar. Meðal annars hefur Kim, sem talin er vera rúmlega þrítug, slitið á samskipti ríkjanna og hótað því að loka sameiginlegum verksmiðjum í landamærabænum Kaesong. Ríkisstjórn Norður-Kórea hefur brugðist harkalega við dreifingu áróðursbæklinga gegn einræðisstjórninni. Þar hefur Kim farið fremst í flokki gegn Suður-Kóreu. Hún gaf út tilkynningu á vef KCNA opinberrar fréttaveitu ríkisins, þar sem hún kallaði þá sem dreifa bæklingunum „úrhrök“ og sagði þá varla mennska. Um er að ræða fólk sem flúið hefur frá Norður-Kóreu og sendir það bæklingana yfir landamærin víggirtu með blöðrum. Hún skammaði yfirvöld Suður-Kóreu einnig harðlega fyrir að stöðva dreifinguna ekki og sagði að Suður-Kórea myndi gjalda fyrir ef það yrði ekki gert. Frá því að KCNA birti fyrstu yfirlýsingu Kim í mars, hefur hún margsinnis gagnrýnt yfirvöld Suður-Kóreu í sambærilegum yfirlýsingum. Yfirvöld Suður-Kóreu hafa heitið því að reyna að fá dómstóla til að banna dreifinguna en því hefur ekki verið vel tekið í landinu og hefur ríkisstjórnin verið sökuð um að fara gegn tjáningarfrelsi. Markmið systkinanna virðist vera að fá ívilnanir frá Suður-Kóreu varðandi viðskiptaþvinganir og refsiaðgerðir. Viðræður Norður-Kóreu og Bandaríkjanna um kjarnorkuvopn og eldflaugar einræðisríkisins fóru um þúfur í fyrra þegar Kim krafðist þess að slakað yrði á viðskiptaþvingunum áður en hann gæfi eftir í þróun kjarnorkuvopna. Bandaríkin vildu hins vegar aðgerðir áður en slakað yrði á þvingunum. Kim Yo Jong í Víetnam í mars í fyrra.AP/Jorge Silva 2018 og 2019 þegar Kim Jong Un var á ferð og flugi um heiminn fylgdi systir hans vonum víða. Hún sást meðal annars halda á öskubakka fyrir hann og ganga úr skugga um að hlutir væru honum að skapi. Ríkismiðlar Norður-Kóreu lýstu henni sem systur eða siðameistara hans. Nú hefur tónninn breyst. Í yfirlýsingu hennar á vef KCNA, sem vísað er til hér að ofan, er hún til að mynda titluð sem einn af æðstu stjórnendum miðstjórnar Verkamannaflokks Norður-Kóreu. Í samtali við Reuters segir einn sérfræðingur að þetta sé til marks um að nú eigi íbúar Norður-Kóreu að vita að Kim sé meira en systir einræðisherrans. Það sást einnig þegar ríkismiðlarnir sögðu frá því að samskiptum við Suður-Kóreu hafi verið hætt. Þá var sú ákvörðun sögðu runnin undan rifjum Kim Yo Jong og Kim Yong Chol, sem er hershöfðingi og mikill harðlínumaður. Er líklega næst í röðinni Fyrr á þessu ári bárust fregnir af því að Kim Jon Un væri mögulega dáinn og fóru ýmsar vangaveltur af stað hver gæti tekið við af honum. Kim Yo Jong þótti mjög líkleg til að vera næst í röðinni. Norður-Kórea er þó mjög karllægt ríki og óvíst er hvort hún hafi burði til að tryggja sig í sessi ef bróðir hennar myndi falla frá skyndilega. Aukinn sýnileiki hennar að undanförnu er mögulega til marks um að Kim Jong Un hafi gert hana að erfingja sínum. Kim Jong Un á minnst einn son en sá er talinn á grunnskólaaldri. Norður-Kórea Suður-Kórea Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Kim Yo Jong, systir Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, virðist vera að skipa sér stærri sess í ríkisstjórn landsins. Hún hefur tekið yfir stjórn á samskiptum ríkisins við Suður-Kóreu og hefur mikil harka færst í leikana þar. Meðal annars hefur Kim, sem talin er vera rúmlega þrítug, slitið á samskipti ríkjanna og hótað því að loka sameiginlegum verksmiðjum í landamærabænum Kaesong. Ríkisstjórn Norður-Kórea hefur brugðist harkalega við dreifingu áróðursbæklinga gegn einræðisstjórninni. Þar hefur Kim farið fremst í flokki gegn Suður-Kóreu. Hún gaf út tilkynningu á vef KCNA opinberrar fréttaveitu ríkisins, þar sem hún kallaði þá sem dreifa bæklingunum „úrhrök“ og sagði þá varla mennska. Um er að ræða fólk sem flúið hefur frá Norður-Kóreu og sendir það bæklingana yfir landamærin víggirtu með blöðrum. Hún skammaði yfirvöld Suður-Kóreu einnig harðlega fyrir að stöðva dreifinguna ekki og sagði að Suður-Kórea myndi gjalda fyrir ef það yrði ekki gert. Frá því að KCNA birti fyrstu yfirlýsingu Kim í mars, hefur hún margsinnis gagnrýnt yfirvöld Suður-Kóreu í sambærilegum yfirlýsingum. Yfirvöld Suður-Kóreu hafa heitið því að reyna að fá dómstóla til að banna dreifinguna en því hefur ekki verið vel tekið í landinu og hefur ríkisstjórnin verið sökuð um að fara gegn tjáningarfrelsi. Markmið systkinanna virðist vera að fá ívilnanir frá Suður-Kóreu varðandi viðskiptaþvinganir og refsiaðgerðir. Viðræður Norður-Kóreu og Bandaríkjanna um kjarnorkuvopn og eldflaugar einræðisríkisins fóru um þúfur í fyrra þegar Kim krafðist þess að slakað yrði á viðskiptaþvingunum áður en hann gæfi eftir í þróun kjarnorkuvopna. Bandaríkin vildu hins vegar aðgerðir áður en slakað yrði á þvingunum. Kim Yo Jong í Víetnam í mars í fyrra.AP/Jorge Silva 2018 og 2019 þegar Kim Jong Un var á ferð og flugi um heiminn fylgdi systir hans vonum víða. Hún sást meðal annars halda á öskubakka fyrir hann og ganga úr skugga um að hlutir væru honum að skapi. Ríkismiðlar Norður-Kóreu lýstu henni sem systur eða siðameistara hans. Nú hefur tónninn breyst. Í yfirlýsingu hennar á vef KCNA, sem vísað er til hér að ofan, er hún til að mynda titluð sem einn af æðstu stjórnendum miðstjórnar Verkamannaflokks Norður-Kóreu. Í samtali við Reuters segir einn sérfræðingur að þetta sé til marks um að nú eigi íbúar Norður-Kóreu að vita að Kim sé meira en systir einræðisherrans. Það sást einnig þegar ríkismiðlarnir sögðu frá því að samskiptum við Suður-Kóreu hafi verið hætt. Þá var sú ákvörðun sögðu runnin undan rifjum Kim Yo Jong og Kim Yong Chol, sem er hershöfðingi og mikill harðlínumaður. Er líklega næst í röðinni Fyrr á þessu ári bárust fregnir af því að Kim Jon Un væri mögulega dáinn og fóru ýmsar vangaveltur af stað hver gæti tekið við af honum. Kim Yo Jong þótti mjög líkleg til að vera næst í röðinni. Norður-Kórea er þó mjög karllægt ríki og óvíst er hvort hún hafi burði til að tryggja sig í sessi ef bróðir hennar myndi falla frá skyndilega. Aukinn sýnileiki hennar að undanförnu er mögulega til marks um að Kim Jong Un hafi gert hana að erfingja sínum. Kim Jong Un á minnst einn son en sá er talinn á grunnskólaaldri.
Norður-Kórea Suður-Kórea Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira