Segir frænda sinn hafa reynt að svipta sig lífi eftir misnotkun Þórhalls Vésteinn Örn Pétursson skrifar 10. júní 2020 11:34 Inga segir frænda sinn vera gangandi kraftaverk eftir það sem hann mátti þola. vísir/vilhelm Inga Sæland, Alþingismaður og formaður Flokks fólksins, segir bróðurson sinn hafa reynt að svipta sig lífi í kjölfar þess að hafa verið misnotaður af Þórhalli „miðli“ Guðmundssyni. Inga hafði áður sagt frá meintri misnotkun Þórhalls á Facebook. „Vikum saman var honum haldið sofandi í öndunarvél á milli heims og helju og fjölskyldan undirbúin undir það versta. Samfallin lungu og öll líkamsstarfsemi hætt og hann í raun dáinn það lengi að okkur var gefin engin von um að hann kæmi til baka,“ skrifaði Inga á Facebook síðu sína síðastliðinn mánudag. Þórhallur var á dögunum dæmdur í átján mánaða fangelsi fyrir kynferðisbrot sem svipar mjög til þess sem Inga segir Þórhall hafa framið gegn frænda hennar. Brotið sem Þórhallur var á dögunum dæmdur fyrir átti sér stað árið 2010 en var kært árið 2016. Inga segir frænda sinn hetju, þar sem hann hafi gengið í gegn um miklar raunir og „orðið að beinagrind sem þurfti að gangast undir langa endurhæfingu.“ Hann hafi hins vegar sigrast á mótlætinu, og segir Inga frænda sinn vera gangandi kraftaverk í dag. „Loksins er Þórhallur Guðmundsson á leið bak við lást og slá þar sem okkur öllum í fjölskyldunni finnst hann eiga heima og hvergi annars staðar.“ Vikum saman var honum haldið sofandi í öndunarvél á milli heims og helju og fjöslkyldan undirbúin undir það versta....Posted by Inga Sæland on Monday, 8 June 2020 Inga ræddi mál frænda síns nánar í útvarpsþættinum Bítinu á Bylgjunni í dag. Þar sagði hún frá aðdraganda misnotkunarinnar í stuttu máli. Helgi, bróðir Ingu, lést árið 1988 af slysförum, og segir Inga að Þórhallur hafi verið fjölskyldunni mikill stuðningur eftir að bróðir hennar lést. „Svo hittir hann Þórhall hér á vídeóleigu, þegar Gísli er 17 ára gamall, nokkrum árum eftir að hann missir pabba sinn og þá hefur Þórhallur skilaboð frá pabba, býður honum að koma og taka á móti þessum skilaboðum, því að pabbi hans vilji endilega hafa samband við hann.“ Inga segir frænda sinn hafa farið heim til Þórhalls síðdegis sama dag. Hún segir aðferðir Þórhalls við að „koma skilaboðunum áfram“ hafa verið undarlegar. „Það þurfti að nudda hann [Gísla] og strjúka voða mikið og opna allar rásir svo að pabbi ætti nú betra aðgengi til hans,“ segir Inga og bætir við að Þórhallur hafi sagt frænda hennar að faðir hans stæði fyrir aftan hann. „Það þarf ekkert meira frá því að segja að hann hreinlega fer niður á drenginn og fróaði honum í ofanálag. Þetta var það mikil slökun sem hann þurfti á að halda til þess að pabbi kæmist til hans.“ Eftir það var þessi litli strákur bara flak. Inga segir frænda sinn hafa flutt til Svíþjóðar fljótlega eftir að misnotkunin átti sér stað. „Við vissum náttúrulega ekki neitt, fjölskyldan. Þöggunartaktíkin sem hér hefur ríkt alltaf var náttúrulega algjör.“ Inga segist síðan hafa fengið símtal frá frænda sínum, tólf árum síðar. „Hann hringir svo í mig, um miðja nótt, hágrátandi og sagði mér frá þessu. Það var í kringum 2007. Þá var hann tilbúinn að tala og sagðist vilja kæra hann. Ég sagðist geta hjálpað honum, sem ég og gerði, var komin með lögmann og þetta var að fara í þetta ferli á þessum tíma,“ segir Inga. Hún segir að frænda sínum hafi síðan snúist hugur, og hann hafi ekki treyst sér til þess að fara lengra með málið. Hann hafi hreinlega brotnað niður vegna málsins. Í kjölfarið hafi hann síðan reynt að svipta sig lífi, og að honum hafi ekki verið hugað líf í margar vikur eftir sjálfsvígstilraunina. „Ég man ekki hvort þetta voru átta vikur, honum var haldið í öndunarvél og móðir hans kom frá Danmörku þarna strax. Þeir voru með hann í öndunarvélinni bara til þess að halda honum gangandi á meðan hún væri að kveðja hann. Það voru þau skilaboð sem við fengum. Viðbótarskilaboðin voru sú að þegar virtist vera eitthvað líf með honum þá væri þetta ekkert hann.“ Inga segir að fjölskyldunni hafi verið sagt að frændi hennar væri svo illa leikinn af súrefnisskorti að hann myndi ekki vera með sjálfum sér. Hann hafi hins vegar tekið mun meiri framförum en útlit var fyrir. „Í dag erum við þakklát fyrir það að Gísli er Gísli og hann er gangandi kraftaverk.“ Inga segir frænda sinn hafa kært Þórhall aftur árið 2013. Málið hafi þá verið orðið fyrnt. „Þetta kemur upp núna, akkúrat þessi færsla, í kjölfar þess að Þórhallur var dæmdur í átján mánaða fangelsi. Ég hef ekki einu sinni haft geð í mér til þess að lesa dóminn,“ segir Inga. Færslan sem hún vísar í er færsla sem Inga birti á sunnudag, þar sem hún fagnaði því að Þórhallur hefði hlotið dóm. Árið 1988 fórst Helgi bróðir minn af slysförum. Sonur hans brotnaði í mél og átti mjög erfitt. Sorgin var gjörsamlega að...Posted by Inga Sæland on Sunday, 7 June 2020 Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Flokkur fólksins Kynferðisofbeldi Dómsmál Alþingi Bítið Tengdar fréttir Inga Sæland segir ungan frænda sinn í sárum hafa lent í klóm Þórhalls miðils Sláandi frásögn formanns Flokks fólksins vekur óhug. 8. júní 2020 09:32 Þórhallur „miðill“ í 18 mánaða fangelsi fyrir kynferðisbrot Landsréttur staðfesti í dag átján mánaða fangelsisdóm yfir Þórhalli „miðli“ Guðmundssyni vegna kynferðisbrots gegn skjólstæðingi sem kom til hans í heilunarmeðferð fyrir tíu árum. Þórhallur neitaði allri sök í málinu en tekið var tillit til hversu langan tíma málið dróst þegar refsing hans var ákvörðuð. 5. júní 2020 16:42 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Fleiri fréttir Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Sjá meira
Inga Sæland, Alþingismaður og formaður Flokks fólksins, segir bróðurson sinn hafa reynt að svipta sig lífi í kjölfar þess að hafa verið misnotaður af Þórhalli „miðli“ Guðmundssyni. Inga hafði áður sagt frá meintri misnotkun Þórhalls á Facebook. „Vikum saman var honum haldið sofandi í öndunarvél á milli heims og helju og fjölskyldan undirbúin undir það versta. Samfallin lungu og öll líkamsstarfsemi hætt og hann í raun dáinn það lengi að okkur var gefin engin von um að hann kæmi til baka,“ skrifaði Inga á Facebook síðu sína síðastliðinn mánudag. Þórhallur var á dögunum dæmdur í átján mánaða fangelsi fyrir kynferðisbrot sem svipar mjög til þess sem Inga segir Þórhall hafa framið gegn frænda hennar. Brotið sem Þórhallur var á dögunum dæmdur fyrir átti sér stað árið 2010 en var kært árið 2016. Inga segir frænda sinn hetju, þar sem hann hafi gengið í gegn um miklar raunir og „orðið að beinagrind sem þurfti að gangast undir langa endurhæfingu.“ Hann hafi hins vegar sigrast á mótlætinu, og segir Inga frænda sinn vera gangandi kraftaverk í dag. „Loksins er Þórhallur Guðmundsson á leið bak við lást og slá þar sem okkur öllum í fjölskyldunni finnst hann eiga heima og hvergi annars staðar.“ Vikum saman var honum haldið sofandi í öndunarvél á milli heims og helju og fjöslkyldan undirbúin undir það versta....Posted by Inga Sæland on Monday, 8 June 2020 Inga ræddi mál frænda síns nánar í útvarpsþættinum Bítinu á Bylgjunni í dag. Þar sagði hún frá aðdraganda misnotkunarinnar í stuttu máli. Helgi, bróðir Ingu, lést árið 1988 af slysförum, og segir Inga að Þórhallur hafi verið fjölskyldunni mikill stuðningur eftir að bróðir hennar lést. „Svo hittir hann Þórhall hér á vídeóleigu, þegar Gísli er 17 ára gamall, nokkrum árum eftir að hann missir pabba sinn og þá hefur Þórhallur skilaboð frá pabba, býður honum að koma og taka á móti þessum skilaboðum, því að pabbi hans vilji endilega hafa samband við hann.“ Inga segir frænda sinn hafa farið heim til Þórhalls síðdegis sama dag. Hún segir aðferðir Þórhalls við að „koma skilaboðunum áfram“ hafa verið undarlegar. „Það þurfti að nudda hann [Gísla] og strjúka voða mikið og opna allar rásir svo að pabbi ætti nú betra aðgengi til hans,“ segir Inga og bætir við að Þórhallur hafi sagt frænda hennar að faðir hans stæði fyrir aftan hann. „Það þarf ekkert meira frá því að segja að hann hreinlega fer niður á drenginn og fróaði honum í ofanálag. Þetta var það mikil slökun sem hann þurfti á að halda til þess að pabbi kæmist til hans.“ Eftir það var þessi litli strákur bara flak. Inga segir frænda sinn hafa flutt til Svíþjóðar fljótlega eftir að misnotkunin átti sér stað. „Við vissum náttúrulega ekki neitt, fjölskyldan. Þöggunartaktíkin sem hér hefur ríkt alltaf var náttúrulega algjör.“ Inga segist síðan hafa fengið símtal frá frænda sínum, tólf árum síðar. „Hann hringir svo í mig, um miðja nótt, hágrátandi og sagði mér frá þessu. Það var í kringum 2007. Þá var hann tilbúinn að tala og sagðist vilja kæra hann. Ég sagðist geta hjálpað honum, sem ég og gerði, var komin með lögmann og þetta var að fara í þetta ferli á þessum tíma,“ segir Inga. Hún segir að frænda sínum hafi síðan snúist hugur, og hann hafi ekki treyst sér til þess að fara lengra með málið. Hann hafi hreinlega brotnað niður vegna málsins. Í kjölfarið hafi hann síðan reynt að svipta sig lífi, og að honum hafi ekki verið hugað líf í margar vikur eftir sjálfsvígstilraunina. „Ég man ekki hvort þetta voru átta vikur, honum var haldið í öndunarvél og móðir hans kom frá Danmörku þarna strax. Þeir voru með hann í öndunarvélinni bara til þess að halda honum gangandi á meðan hún væri að kveðja hann. Það voru þau skilaboð sem við fengum. Viðbótarskilaboðin voru sú að þegar virtist vera eitthvað líf með honum þá væri þetta ekkert hann.“ Inga segir að fjölskyldunni hafi verið sagt að frændi hennar væri svo illa leikinn af súrefnisskorti að hann myndi ekki vera með sjálfum sér. Hann hafi hins vegar tekið mun meiri framförum en útlit var fyrir. „Í dag erum við þakklát fyrir það að Gísli er Gísli og hann er gangandi kraftaverk.“ Inga segir frænda sinn hafa kært Þórhall aftur árið 2013. Málið hafi þá verið orðið fyrnt. „Þetta kemur upp núna, akkúrat þessi færsla, í kjölfar þess að Þórhallur var dæmdur í átján mánaða fangelsi. Ég hef ekki einu sinni haft geð í mér til þess að lesa dóminn,“ segir Inga. Færslan sem hún vísar í er færsla sem Inga birti á sunnudag, þar sem hún fagnaði því að Þórhallur hefði hlotið dóm. Árið 1988 fórst Helgi bróðir minn af slysförum. Sonur hans brotnaði í mél og átti mjög erfitt. Sorgin var gjörsamlega að...Posted by Inga Sæland on Sunday, 7 June 2020 Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér.
Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér.
Flokkur fólksins Kynferðisofbeldi Dómsmál Alþingi Bítið Tengdar fréttir Inga Sæland segir ungan frænda sinn í sárum hafa lent í klóm Þórhalls miðils Sláandi frásögn formanns Flokks fólksins vekur óhug. 8. júní 2020 09:32 Þórhallur „miðill“ í 18 mánaða fangelsi fyrir kynferðisbrot Landsréttur staðfesti í dag átján mánaða fangelsisdóm yfir Þórhalli „miðli“ Guðmundssyni vegna kynferðisbrots gegn skjólstæðingi sem kom til hans í heilunarmeðferð fyrir tíu árum. Þórhallur neitaði allri sök í málinu en tekið var tillit til hversu langan tíma málið dróst þegar refsing hans var ákvörðuð. 5. júní 2020 16:42 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Fleiri fréttir Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Sjá meira
Inga Sæland segir ungan frænda sinn í sárum hafa lent í klóm Þórhalls miðils Sláandi frásögn formanns Flokks fólksins vekur óhug. 8. júní 2020 09:32
Þórhallur „miðill“ í 18 mánaða fangelsi fyrir kynferðisbrot Landsréttur staðfesti í dag átján mánaða fangelsisdóm yfir Þórhalli „miðli“ Guðmundssyni vegna kynferðisbrots gegn skjólstæðingi sem kom til hans í heilunarmeðferð fyrir tíu árum. Þórhallur neitaði allri sök í málinu en tekið var tillit til hversu langan tíma málið dróst þegar refsing hans var ákvörðuð. 5. júní 2020 16:42
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent