Ríður á að ferðaþjónustufólk fylgist með heilsu ferðamanna sem það sinnir Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. júní 2020 15:42 Víðir Reynisson á fundi dagsins ásamt Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra og Óskari Reykdalssyni, forstjóra Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Sigurjón „Eins og svo oft í þessum faraldri er kannski komið allt í einu fólk sem að hafði ekki hugsað sér að vera einhverjir framlínustarfsmenn í baráttu við einhvern heimsfaraldur en svona er staðan,“ sagði Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, um það hlutverk sem starfsmenn ferðaþjónustunnar þurfa að gegna nú þegar búist er við að ferðamenn komi aftur til landsins í einhverjum mæli. Þetta var á meðal þess sem kom fram á á upplýsingafundi í Ráðherrabústaðnum í dag þar sem fjallað var um skimanir á landamærum sem framundan eru frá og með næstkomandi mánudegi. Víðir fjallaði þar sérstaklega um hlutvek ferðaþjónustunnar. Skoraði hann á alla sem vinna í geiranum að kynna sér þær upplýsingar sem eru og verða settar inn á Covid.is. „Smám saman munum við bæta þar inn varðandi viðbrögðin þegar ferðamenn veikjast, hvert þeir að snúa snér og hvernig starfsfólk í ferðaþjónustu getur hjálpað þeim að komast í samskipti við heilsugæsluna á þeim stöðum þar sem þeir eru að ferðast til að tryggja það að við getum veitt góða heilbrigðisþjónustu til ferðamannanna eins og allra sem er líka þá hluti af því að stoppa frekari útbreiðslu ef að um Covid er að ræða,“ sagði Víðir. Starfsmenn í ferðaþjónustunni gætu þurft að sinna lykilhlutverki í að koma í veg fyrir að ferðamaður sem komi hingað til lands og kunni að vera smitaður breiði út veiruna. ”Eins og svo oft í þessum faraldri er kannski komið allt í einu fólk sem að hafði ekki hugsað sér að vera framlínustarfsmenn í baráttu við einhvern heimsfaraldur en svona er staðan og það ríður á að starfsfólk í ferðaþjónustunni sé mjög vel meðvitað um það sem er að gerast, kynni sér upplýsingar sem liggja fyrir, fylgist mjög vel með heilsu þeirra viðskiptavina sem að þeir muni vera í samskiptum við á næstu vikum og mánuðum og hjálpi þeim að komast í samskipti og tengsl við heilbrigðiskerfið til þess að bæði að við getum veitt sem besta þjónustu og að upplifunin af Íslandsheimsókninni verði sem best en líka til að hjálpa okkur að koma í veg fyrir frekara smit ef að um Covid er að ræða,“ sagði Víðir, nokkuð ákveðinn er hann bankaði létt í borðið, til áherslu. Ekki margir fyrsta sólarhringinn Ekki er búist við því að mjög margir ferðamenn komi fyrstu dagana eftir að boðið verður upp á skimanir á Keflavíkurflugvelli og öðrum inngöngupunktum. Hámarkssætaframboð fyrstu tvær vikurnar eru allt að 3.000 sæti en Víðir reiknar ekki með að þau verði öll fyllt. „Það er þannig að vitum hvaða sætaframboðið er í boði en flugfélögin gera sér mjög litla grein fyrir því hver nýtingin verður. Það er ekki einu sinni þannig að það sé mikið að marka bókunarstöðuna,“ sagði Víðir og útskýrði að margir biðu með að afpanta eins lengi og hægt væri. Fyrstu skimanirnar fara fram á mánudaginn. Ekki er búist við mjög mörgum til að byrja með fyrsta sólahringinn. „Þetta eru ekki gríðarlega margir. Í einhverjum flugvélum eru 30 bókaðir, í öðrum í kringum 100 bókaðir þannig að fyrsti dagurinn verður ekkert sérstaklega erilsamur.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Fleiri fréttir Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Tré úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Sjá meira
„Eins og svo oft í þessum faraldri er kannski komið allt í einu fólk sem að hafði ekki hugsað sér að vera einhverjir framlínustarfsmenn í baráttu við einhvern heimsfaraldur en svona er staðan,“ sagði Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, um það hlutverk sem starfsmenn ferðaþjónustunnar þurfa að gegna nú þegar búist er við að ferðamenn komi aftur til landsins í einhverjum mæli. Þetta var á meðal þess sem kom fram á á upplýsingafundi í Ráðherrabústaðnum í dag þar sem fjallað var um skimanir á landamærum sem framundan eru frá og með næstkomandi mánudegi. Víðir fjallaði þar sérstaklega um hlutvek ferðaþjónustunnar. Skoraði hann á alla sem vinna í geiranum að kynna sér þær upplýsingar sem eru og verða settar inn á Covid.is. „Smám saman munum við bæta þar inn varðandi viðbrögðin þegar ferðamenn veikjast, hvert þeir að snúa snér og hvernig starfsfólk í ferðaþjónustu getur hjálpað þeim að komast í samskipti við heilsugæsluna á þeim stöðum þar sem þeir eru að ferðast til að tryggja það að við getum veitt góða heilbrigðisþjónustu til ferðamannanna eins og allra sem er líka þá hluti af því að stoppa frekari útbreiðslu ef að um Covid er að ræða,“ sagði Víðir. Starfsmenn í ferðaþjónustunni gætu þurft að sinna lykilhlutverki í að koma í veg fyrir að ferðamaður sem komi hingað til lands og kunni að vera smitaður breiði út veiruna. ”Eins og svo oft í þessum faraldri er kannski komið allt í einu fólk sem að hafði ekki hugsað sér að vera framlínustarfsmenn í baráttu við einhvern heimsfaraldur en svona er staðan og það ríður á að starfsfólk í ferðaþjónustunni sé mjög vel meðvitað um það sem er að gerast, kynni sér upplýsingar sem liggja fyrir, fylgist mjög vel með heilsu þeirra viðskiptavina sem að þeir muni vera í samskiptum við á næstu vikum og mánuðum og hjálpi þeim að komast í samskipti og tengsl við heilbrigðiskerfið til þess að bæði að við getum veitt sem besta þjónustu og að upplifunin af Íslandsheimsókninni verði sem best en líka til að hjálpa okkur að koma í veg fyrir frekara smit ef að um Covid er að ræða,“ sagði Víðir, nokkuð ákveðinn er hann bankaði létt í borðið, til áherslu. Ekki margir fyrsta sólarhringinn Ekki er búist við því að mjög margir ferðamenn komi fyrstu dagana eftir að boðið verður upp á skimanir á Keflavíkurflugvelli og öðrum inngöngupunktum. Hámarkssætaframboð fyrstu tvær vikurnar eru allt að 3.000 sæti en Víðir reiknar ekki með að þau verði öll fyllt. „Það er þannig að vitum hvaða sætaframboðið er í boði en flugfélögin gera sér mjög litla grein fyrir því hver nýtingin verður. Það er ekki einu sinni þannig að það sé mikið að marka bókunarstöðuna,“ sagði Víðir og útskýrði að margir biðu með að afpanta eins lengi og hægt væri. Fyrstu skimanirnar fara fram á mánudaginn. Ekki er búist við mjög mörgum til að byrja með fyrsta sólahringinn. „Þetta eru ekki gríðarlega margir. Í einhverjum flugvélum eru 30 bókaðir, í öðrum í kringum 100 bókaðir þannig að fyrsti dagurinn verður ekkert sérstaklega erilsamur.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Fleiri fréttir Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Tré úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Sjá meira