Atli Viðar um frestunina í Víkinni: „Sorglegt að þeir geri þetta í dag“ Anton Ingi Leifsson skrifar 11. júní 2020 07:30 Davíð Örn Atlason í leik í Víkinni á síðustu leiktíð. vísir/bára Atli Viðar Björnsson, sparkspekingur Pepsi Max-markanna, segir ákvörðun Víkinga sorglega en þeir ákváðu að fresta leik sínum við Fjölni um einn dag þegar fjórir dagar voru í leikinn. Tilkynnt var um það í gær að leikur Víkingur og Fjölnis fer fram á mánudagskvöldið en ekki sunnudag og við sama tilefni var leikur FH og HK færður síðar um kvöldið. Haraldur Haraldsson, framkvæmdastjóri Víkinga, sagði í samtali við Vísi í gær að þetta væri svo Víkingar kæmu fleira fólki á völlinn en það hefur legið lengi fyrir ekki að einungis 200 hefðu mátt vera í hverju hólfi á sunnudag svo ákvörðunin kom á óvart. „Mér finnst þetta óskiljanlegt að þetta sé að gerast í dag. Þetta var í umræðunni fyrir 2-3 vikum síðan þegar þríeykið tilkynnti að það væri farið upp í 50 manns á þessum degi. Þá hefði ákvörðunin átt að liggja fyrir á tveimur eða þremur dögum hvort að ætti að gera þetta eða ekki,“ sagði Atli Viðar um ákvörðunina. Markahrókurinn hélt áfram. „Bara fyrir þjálfaranna. Þú ert að undirbúa liðið í heila viku. Nú eru fjórir dagar í leik og þú ert búinn að tilkynna hvernig þú ætlar að gera þetta. Nú kemur einn auka dagur. Mér finnst þetta rosalega sorglegt að þeir geri þetta í dag og allt að því vanvirðing við allt.“ Annar spekingur þáttarins í gær, Tómas Ingi Tómasson, notaði það orð sem hefur líklega verið hvað mest notað að undanförnu til að lýsa stöðunni. „Mér finnst þetta fordæmalaust,“ sagði Tómas Ingi í léttum tón. „Ég ætla að nota þetta orð í hverjum einasta þætti en þetta er rosalega skrýtið. Ég bjóst við að öllu yrði seinkað til fimmtánda. Það er eina vitið, því þá komast nógu margir á alla velli.“ Alla umræðuna má sjá hér að neðan. Klippa: Pepsi Max-upphitun: Víkingur - Fjölnir frestað Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík Íslenski boltinn Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Handbolti Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Maguire hetja United í bikarnum Enski boltinn De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Enski boltinn Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Sport „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar Íslenski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Fleiri fréttir Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Sjá meira
Atli Viðar Björnsson, sparkspekingur Pepsi Max-markanna, segir ákvörðun Víkinga sorglega en þeir ákváðu að fresta leik sínum við Fjölni um einn dag þegar fjórir dagar voru í leikinn. Tilkynnt var um það í gær að leikur Víkingur og Fjölnis fer fram á mánudagskvöldið en ekki sunnudag og við sama tilefni var leikur FH og HK færður síðar um kvöldið. Haraldur Haraldsson, framkvæmdastjóri Víkinga, sagði í samtali við Vísi í gær að þetta væri svo Víkingar kæmu fleira fólki á völlinn en það hefur legið lengi fyrir ekki að einungis 200 hefðu mátt vera í hverju hólfi á sunnudag svo ákvörðunin kom á óvart. „Mér finnst þetta óskiljanlegt að þetta sé að gerast í dag. Þetta var í umræðunni fyrir 2-3 vikum síðan þegar þríeykið tilkynnti að það væri farið upp í 50 manns á þessum degi. Þá hefði ákvörðunin átt að liggja fyrir á tveimur eða þremur dögum hvort að ætti að gera þetta eða ekki,“ sagði Atli Viðar um ákvörðunina. Markahrókurinn hélt áfram. „Bara fyrir þjálfaranna. Þú ert að undirbúa liðið í heila viku. Nú eru fjórir dagar í leik og þú ert búinn að tilkynna hvernig þú ætlar að gera þetta. Nú kemur einn auka dagur. Mér finnst þetta rosalega sorglegt að þeir geri þetta í dag og allt að því vanvirðing við allt.“ Annar spekingur þáttarins í gær, Tómas Ingi Tómasson, notaði það orð sem hefur líklega verið hvað mest notað að undanförnu til að lýsa stöðunni. „Mér finnst þetta fordæmalaust,“ sagði Tómas Ingi í léttum tón. „Ég ætla að nota þetta orð í hverjum einasta þætti en þetta er rosalega skrýtið. Ég bjóst við að öllu yrði seinkað til fimmtánda. Það er eina vitið, því þá komast nógu margir á alla velli.“ Alla umræðuna má sjá hér að neðan. Klippa: Pepsi Max-upphitun: Víkingur - Fjölnir frestað
Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík Íslenski boltinn Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Handbolti Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Maguire hetja United í bikarnum Enski boltinn De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Enski boltinn Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Sport „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar Íslenski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Fleiri fréttir Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Sjá meira