Play áætlar að hefja leik næsta haust Vésteinn Örn Pétursson skrifar 11. júní 2020 08:26 Flugfélagið Play kynnt í Perlunni í nóvember á síðasta ári. Vísir/Vilhelm Skúli Skúlason, stjórnaformaður flugfélagsins Play, segir félagið stefna á að hefja sig til flugs í október á þessu ári. Hann segir flugmarkaðinn gjörbreyttan í kjölfar kórónuveirufaraldursins og segir stöðuna hagstæða fyrir nýtt flugfélag. Þetta kemur fram í viðtali við Skúla í Viðskiptablaðinu. Þar segir hann að mörgu að huga. Mikill tími fari í viðræður við flugvélaleigusala og viðræður við þá um kjör, hvaða flugvélar henta félaginu best og hvernig þær koma til með að passa inn í samsetningu flota félagsins þegar fram líða stundir. „Það liggur ekkert á þegar verið er að fara af stað með flug yfir vetrarmánuðina þegar fjöldi ferðamanna er minni. Það kostar mikið að vaxa ef þú gerir það of hratt, en ég held að við værum ekki að flýta okkur of hratt ef við værum komnir með sex til átta vélar með vorinu, jafnvel fleiri,“ hefur blaðið eftir Skúla. Hann segir að hafa verði í huga að Play sé ekki eiginlegt frumkvöðlafyrirtæki, heldur sé verið að endurnýja aðgang að vel þjálfuðu starfsfólki. Innviðir og kerfi félagsins séu þannig klár. Í raun sé bara framkvæmdarhlutinn, flugið sjálft, eftir. Standa vel miðað við keppinautana Þá segir Skúli að Play standi vel miðað við keppinauta sína, sem sitji uppi með ónothæfar flugvélar og mikinn fjölda starfsfólks á launum. Hann segir Play vera með 36 manns í vinnu eins og er. Þó hafi ekki allir verið í fullu starfi meðan faraldur kórónuveirunnar stóð sem hæst, og starfsemin eftir því. Hann segir að þrátt fyrir að verið sé að „brenna á bilinu 200 til 300 þúsund evrum á mánuði í reksturinn núna,“ muni félagið geta staðið undir því þegar tekjustreymi kemur inn. Hann segist vona að það verði í haust. Skúli segir þá að mesta óvissan felist einfaldlega í því hvernig faraldur kórónuveirunnar og hlutir tengdir henni komi til með að þróast. „Flugrekstrarleyfið er klárt, bókunarsíðan er tilbúin, sem og samningar komnir við þjónustuaðila, birgja sem og kjarasamningar. Það eina sem er í raun eftir núna er að átta sig á hvenær Covid endar og hvernig við klárum restina.“ Hér má lesa viðtal Viðskiptablaðsins við Skúla. Play Fréttir af flugi Tengdar fréttir Skúli segir allt tilbúið og Play klárt í bátana Skúli Skúlason, stjórnarformaður og aðaleigandi Play, segir að flugfélagið muni fara í loftið. Það sé bara spurning um dagsetningu sem ráðist af ytri aðstæðum, frekar en hitt. 15. maí 2020 08:09 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Skúli Skúlason, stjórnaformaður flugfélagsins Play, segir félagið stefna á að hefja sig til flugs í október á þessu ári. Hann segir flugmarkaðinn gjörbreyttan í kjölfar kórónuveirufaraldursins og segir stöðuna hagstæða fyrir nýtt flugfélag. Þetta kemur fram í viðtali við Skúla í Viðskiptablaðinu. Þar segir hann að mörgu að huga. Mikill tími fari í viðræður við flugvélaleigusala og viðræður við þá um kjör, hvaða flugvélar henta félaginu best og hvernig þær koma til með að passa inn í samsetningu flota félagsins þegar fram líða stundir. „Það liggur ekkert á þegar verið er að fara af stað með flug yfir vetrarmánuðina þegar fjöldi ferðamanna er minni. Það kostar mikið að vaxa ef þú gerir það of hratt, en ég held að við værum ekki að flýta okkur of hratt ef við værum komnir með sex til átta vélar með vorinu, jafnvel fleiri,“ hefur blaðið eftir Skúla. Hann segir að hafa verði í huga að Play sé ekki eiginlegt frumkvöðlafyrirtæki, heldur sé verið að endurnýja aðgang að vel þjálfuðu starfsfólki. Innviðir og kerfi félagsins séu þannig klár. Í raun sé bara framkvæmdarhlutinn, flugið sjálft, eftir. Standa vel miðað við keppinautana Þá segir Skúli að Play standi vel miðað við keppinauta sína, sem sitji uppi með ónothæfar flugvélar og mikinn fjölda starfsfólks á launum. Hann segir Play vera með 36 manns í vinnu eins og er. Þó hafi ekki allir verið í fullu starfi meðan faraldur kórónuveirunnar stóð sem hæst, og starfsemin eftir því. Hann segir að þrátt fyrir að verið sé að „brenna á bilinu 200 til 300 þúsund evrum á mánuði í reksturinn núna,“ muni félagið geta staðið undir því þegar tekjustreymi kemur inn. Hann segist vona að það verði í haust. Skúli segir þá að mesta óvissan felist einfaldlega í því hvernig faraldur kórónuveirunnar og hlutir tengdir henni komi til með að þróast. „Flugrekstrarleyfið er klárt, bókunarsíðan er tilbúin, sem og samningar komnir við þjónustuaðila, birgja sem og kjarasamningar. Það eina sem er í raun eftir núna er að átta sig á hvenær Covid endar og hvernig við klárum restina.“ Hér má lesa viðtal Viðskiptablaðsins við Skúla.
Play Fréttir af flugi Tengdar fréttir Skúli segir allt tilbúið og Play klárt í bátana Skúli Skúlason, stjórnarformaður og aðaleigandi Play, segir að flugfélagið muni fara í loftið. Það sé bara spurning um dagsetningu sem ráðist af ytri aðstæðum, frekar en hitt. 15. maí 2020 08:09 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Skúli segir allt tilbúið og Play klárt í bátana Skúli Skúlason, stjórnarformaður og aðaleigandi Play, segir að flugfélagið muni fara í loftið. Það sé bara spurning um dagsetningu sem ráðist af ytri aðstæðum, frekar en hitt. 15. maí 2020 08:09