Að hata mánudaga Rakel Sveinsdóttir skrifar 29. júní 2020 10:00 Ef þér finnst mánudagar leiðinlegir dagar, hefur þú velt því fyrir þér hvers vegna það er? Vísir/Getty Í áratugi hefur verið talað um mánudaga sem leiðinlegustu daga vikunnar. Að minnsta kosti gera það margir. Sem betur fer kemur síðan í ljós að þegar vinnuvikan hefst eru mánudagarnir bara ágætis dagar og vikan líður svo hratt að áður en þú veist af er komið helgarfrí á ný. En einn þeirra sem hefur skrifað og stúderað svolítið þetta neikvæða mánudagsviðhorf er rithöfundurinn Bob Weinstein, þ.e. sá sem er þekktur sem dálkahöfundur og er ekki bróðir Harry Weinstein eða Roberts (Bob) Weinstein. Bob Weinstein hefur gefið út um þrjátíu bækur m.a. bækurnar Quotes to live by, I hate my boss: How to survive and get ahead when your boss is a tyrant, control freak or just plain Nuts! og Discover your inner strength. Samkvæmt kenningum Bob Weinsteins eru algengustu skýringarnar á neikvæðu viðhorfi til mánudaga einkum þessar þrjár: 1. Óánægja eða leiði í starfi: Ef þú ert ekki í starfi sem þér finnst spennandi eða skemmtilegt, er líklegt að þér finnist mánudagar mjög leiðinlegir dagar. Það sem gerir vinnuvikuna erfiðari fyrir þennan hóp er að næstu dagar á eftir virðast lítið skárri. Dæmi um hvernig upplifun næstu daga gæti verið er: Þriðjudagar: Dagarnir sem stundum eru á ensku kallaðir „Terrible Tuesday,“ þ.e. þeir þykja ekkert skárri en mánudagarnir. Þér leiðist enn. Miðvikudagarnir: Jú, sem betur fer ná sumir að sjá þennan dag fyrir sér sem „hey, vikan strax hálfnuð og ekki mikið eftir.“ Aðrir eru þyngri á brún þar sem viðhorfið er „vikan rétt hálfnuð og heilir þrír dagar eftir, pfúff!“ Fimmtudagar: Þessir dagar skora ágætlega hjá mörgum enda stutt í helgina, bara morgundagurinn eftir. Föstudagur: Loksins! Ekki aðeins er helgin framundan heldur er oft ákveðinn slaki á vinnustaðnum. Á sumum vinnustöðum eru þetta dagarnir þar sem meira að segja klæðnaður verður frjálslegri og jakkafötin víkja fyrir gallabuxum og þægilegum skóm. En hvað með hina sem eru ánægðir í starfi en finnst mánudagarnir SAMT leiðinlegir? Jú, samkvæmt Bob Weinstein standa tvær skýringar eftir og þær eru eftirfarandi: 2. Frábæru fríi er lokið: Þú gerðir eitthvað frábærlega skemmtilegt um helgina og það er einmitt um helgar sem þú ert alltaf að gera eitthvað skemmtilegt. Hugurinn leitar til áhugamálanna og þess sem þig langar helst að vera að gera fremur en að vinna. Eða…. 3. Frelsistilfinningin er farin: Helgin er í raun ekkert frí hjá öllum. Fjölskyldufólk þekkir það til dæmis vel að um helgar þarf að nýta tímann í að þrífa, kaupa inn fyrir vikuna, þvo og brjóta saman þvottinn og sjá til þess að börnin hafi eitthvað fyrir stafni. Allt þetta gerum við hins vegar á okkar eigin tíma og á okkar eigin hraða. Þess vegna gæti haturssambandið við mánudagana frekar skýrst af því að þér finnst frelsistilfinningin farin. Vinnumarkaður Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Viðskipti innlent Ofurstinn flytur til Texas Viðskipti erlent Fleiri fréttir Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Breytingar í framkvæmdastjórateymum oft nauðsynlegar Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Selfossvinir og afar sem velta milljörðum Hættu í megrun: „Það varð eiginlega allt vitlaust“ Að hringja sig inn veik á mánudögum Fermingarmyndin ekki til útflutnings Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Það sem fáir fíla: Að þú setjir þig á of háan hest „Fullt af íslenskum fyrirtækjum í miklum vandræðum með þetta“ Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjá meira
Í áratugi hefur verið talað um mánudaga sem leiðinlegustu daga vikunnar. Að minnsta kosti gera það margir. Sem betur fer kemur síðan í ljós að þegar vinnuvikan hefst eru mánudagarnir bara ágætis dagar og vikan líður svo hratt að áður en þú veist af er komið helgarfrí á ný. En einn þeirra sem hefur skrifað og stúderað svolítið þetta neikvæða mánudagsviðhorf er rithöfundurinn Bob Weinstein, þ.e. sá sem er þekktur sem dálkahöfundur og er ekki bróðir Harry Weinstein eða Roberts (Bob) Weinstein. Bob Weinstein hefur gefið út um þrjátíu bækur m.a. bækurnar Quotes to live by, I hate my boss: How to survive and get ahead when your boss is a tyrant, control freak or just plain Nuts! og Discover your inner strength. Samkvæmt kenningum Bob Weinsteins eru algengustu skýringarnar á neikvæðu viðhorfi til mánudaga einkum þessar þrjár: 1. Óánægja eða leiði í starfi: Ef þú ert ekki í starfi sem þér finnst spennandi eða skemmtilegt, er líklegt að þér finnist mánudagar mjög leiðinlegir dagar. Það sem gerir vinnuvikuna erfiðari fyrir þennan hóp er að næstu dagar á eftir virðast lítið skárri. Dæmi um hvernig upplifun næstu daga gæti verið er: Þriðjudagar: Dagarnir sem stundum eru á ensku kallaðir „Terrible Tuesday,“ þ.e. þeir þykja ekkert skárri en mánudagarnir. Þér leiðist enn. Miðvikudagarnir: Jú, sem betur fer ná sumir að sjá þennan dag fyrir sér sem „hey, vikan strax hálfnuð og ekki mikið eftir.“ Aðrir eru þyngri á brún þar sem viðhorfið er „vikan rétt hálfnuð og heilir þrír dagar eftir, pfúff!“ Fimmtudagar: Þessir dagar skora ágætlega hjá mörgum enda stutt í helgina, bara morgundagurinn eftir. Föstudagur: Loksins! Ekki aðeins er helgin framundan heldur er oft ákveðinn slaki á vinnustaðnum. Á sumum vinnustöðum eru þetta dagarnir þar sem meira að segja klæðnaður verður frjálslegri og jakkafötin víkja fyrir gallabuxum og þægilegum skóm. En hvað með hina sem eru ánægðir í starfi en finnst mánudagarnir SAMT leiðinlegir? Jú, samkvæmt Bob Weinstein standa tvær skýringar eftir og þær eru eftirfarandi: 2. Frábæru fríi er lokið: Þú gerðir eitthvað frábærlega skemmtilegt um helgina og það er einmitt um helgar sem þú ert alltaf að gera eitthvað skemmtilegt. Hugurinn leitar til áhugamálanna og þess sem þig langar helst að vera að gera fremur en að vinna. Eða…. 3. Frelsistilfinningin er farin: Helgin er í raun ekkert frí hjá öllum. Fjölskyldufólk þekkir það til dæmis vel að um helgar þarf að nýta tímann í að þrífa, kaupa inn fyrir vikuna, þvo og brjóta saman þvottinn og sjá til þess að börnin hafi eitthvað fyrir stafni. Allt þetta gerum við hins vegar á okkar eigin tíma og á okkar eigin hraða. Þess vegna gæti haturssambandið við mánudagana frekar skýrst af því að þér finnst frelsistilfinningin farin.
Vinnumarkaður Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Viðskipti innlent Ofurstinn flytur til Texas Viðskipti erlent Fleiri fréttir Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Breytingar í framkvæmdastjórateymum oft nauðsynlegar Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Selfossvinir og afar sem velta milljörðum Hættu í megrun: „Það varð eiginlega allt vitlaust“ Að hringja sig inn veik á mánudögum Fermingarmyndin ekki til útflutnings Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Það sem fáir fíla: Að þú setjir þig á of háan hest „Fullt af íslenskum fyrirtækjum í miklum vandræðum með þetta“ Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjá meira