Stjórnvöld fá ekki að komast upp með að lofa og svíkja Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 11. júní 2020 21:04 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir flest benda til þess að setjast þurfi aftur að samningaborðinu í haust. Vísir/Stöð2 Formaður VR á von á að lífskjarasamningunum verði sagt upp í haust. Hann segir hart sótt að verkalýðshreyfingunni nú og réttindum launafólks. Stjórnvöldum verði ekki leyft að komast upp með það að lofa og svíkja. Í byrjun september virkjast endurskoðunarákvæði sem er í lífskjarasamningunum en þá verður meðal annars hægt að segja samningnum upp. Samningarnir eiga að óbreyttu að gilda til ársins 2022. Stjórn VR fundaði í gær og ræddi endurskoðunina í haust. „Ég á frekar von á því að samningunum verði sagt upp. Mér líst ekki á blikuna og við funduðum um þetta stjórn VR í gær á stjórnarfundi og það er bara mjög þungt hljóðið í fólki,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR. Á meðal þess sem stjórnin er mjög ósátt við er að stjórnvöld hafi ekki staðið við loforð um afnám 40 ára verðtryggðra jafngreiðslulána. Ragnar segir að ef samningum verður sagt upp muni VR leggja fram nýjar kröfur í samræmi við það ástand sem skapast hefur vegna kórónuveirufaraldursins. „Hér er afkomuöryggi fólks ógnað alls staðar. Það er mjög hart sótt að verkalýðshreyfingunni, réttindum okkar sem við höfum tekið áratugi að byggja upp, þannig ég sé það fyrir mér að kröfugerðin hún verði uppfærð. Það verði margt nýtt sett inn bæði gagnvart stjórnvöldum og atvinnulífinu að öðrum kosti verði farið í mjög harkaleg átök.“ Ragnar segir sitt fólk tilbúið berjast fyrir sínu. „Ef að stjórnvöld ætla ekki að taka það ástand alvarlega eins og ég hef verið að benda á mánuðum saman varðandi lífskjarasamninginn, að halda þessu saman, að þá er bara voðinn vís og við erum ekki verkalýðshreyfing held ég sem ætlar að sitja á hliðarlínunni og leyfa stjórnvöldum að komast upp með það að lofa og svíkja. Ég held að það sé liðin tíð.“ Vinnumarkaður Kjaramál Tengdar fréttir Meiri líkur á að hækkanir lífskjarasamningsins nái í gegn Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR telur meiri líkur en minni á að launahækkanir sem samið var um í lífskjarasamningnum og taka eiga gildi um áramótin nái fram að ganga. Þetta er haft eftir honum í Morgunblaðinu í dag. 21. apríl 2020 07:11 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Erlent Fleiri fréttir Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Sjá meira
Formaður VR á von á að lífskjarasamningunum verði sagt upp í haust. Hann segir hart sótt að verkalýðshreyfingunni nú og réttindum launafólks. Stjórnvöldum verði ekki leyft að komast upp með það að lofa og svíkja. Í byrjun september virkjast endurskoðunarákvæði sem er í lífskjarasamningunum en þá verður meðal annars hægt að segja samningnum upp. Samningarnir eiga að óbreyttu að gilda til ársins 2022. Stjórn VR fundaði í gær og ræddi endurskoðunina í haust. „Ég á frekar von á því að samningunum verði sagt upp. Mér líst ekki á blikuna og við funduðum um þetta stjórn VR í gær á stjórnarfundi og það er bara mjög þungt hljóðið í fólki,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR. Á meðal þess sem stjórnin er mjög ósátt við er að stjórnvöld hafi ekki staðið við loforð um afnám 40 ára verðtryggðra jafngreiðslulána. Ragnar segir að ef samningum verður sagt upp muni VR leggja fram nýjar kröfur í samræmi við það ástand sem skapast hefur vegna kórónuveirufaraldursins. „Hér er afkomuöryggi fólks ógnað alls staðar. Það er mjög hart sótt að verkalýðshreyfingunni, réttindum okkar sem við höfum tekið áratugi að byggja upp, þannig ég sé það fyrir mér að kröfugerðin hún verði uppfærð. Það verði margt nýtt sett inn bæði gagnvart stjórnvöldum og atvinnulífinu að öðrum kosti verði farið í mjög harkaleg átök.“ Ragnar segir sitt fólk tilbúið berjast fyrir sínu. „Ef að stjórnvöld ætla ekki að taka það ástand alvarlega eins og ég hef verið að benda á mánuðum saman varðandi lífskjarasamninginn, að halda þessu saman, að þá er bara voðinn vís og við erum ekki verkalýðshreyfing held ég sem ætlar að sitja á hliðarlínunni og leyfa stjórnvöldum að komast upp með það að lofa og svíkja. Ég held að það sé liðin tíð.“
Vinnumarkaður Kjaramál Tengdar fréttir Meiri líkur á að hækkanir lífskjarasamningsins nái í gegn Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR telur meiri líkur en minni á að launahækkanir sem samið var um í lífskjarasamningnum og taka eiga gildi um áramótin nái fram að ganga. Þetta er haft eftir honum í Morgunblaðinu í dag. 21. apríl 2020 07:11 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Erlent Fleiri fréttir Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Sjá meira
Meiri líkur á að hækkanir lífskjarasamningsins nái í gegn Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR telur meiri líkur en minni á að launahækkanir sem samið var um í lífskjarasamningnum og taka eiga gildi um áramótin nái fram að ganga. Þetta er haft eftir honum í Morgunblaðinu í dag. 21. apríl 2020 07:11