Erlent

Lýsa á­hyggjum af refsi­að­gerðum gegn Al­þjóða­saka­mála­dóm­stólnum

Kjartan Kjartansson skrifar
Alþjóðasakamáladómstóllinn í Haag í Hollandi.
Alþjóðasakamáladómstóllinn í Haag í Hollandi. Vísir/Getty

Utanríkismálastjóri Evrópusambandsins segir ákvörðun Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að heimila refsiaðgerðir gegn starfsmönnum Alþjóðsakamáladómstólsins „alvarlegt áhyggjuefni“. Dómstóllinn hefur rannsakað hvort að bandarískir hermenn hafi framið stríðsglæpi í Afganistan.

Trump gaf út tilskipun í dag sem heimilar refsiaðgerðir gegn starfsmönnum Alþjóðasakamáladómstólnum sem taka þátt í rannsókn eða saksókn gegn bandarískum einstaklingum án samþykkis Bandaríkjastjórnar.

Josep Borrell, utanríkismálastjóri ESB, lýsti áhyggjum af framferði Bandaríkjastjórnar eftir fund með utanríkisráðherrum nokkurra Austur-Evrópuríkja í dag. Lýsti hann yfir fullum stuðningi sambandsins við Alþjóðasakamáladómstólinn, að sögn Politico.

Sjá einnig: Banda­ríkja­stjórn leggur refsi­að­gerðir á starfs­menn Al­þjóða­saka­mála­dóm­stólsins

Utanríkisráðherrar sambandsins funda á mánudag og sagði Borrell að þeir myndu hafa sitt að segja um ákvörðun Trump.

Trump hefur dregið Bandaríkin út úr ýmis konar alþjóðasamstarfi undanfarið. Undir hans stjórn hafa Bandaríkin sagt skilið við Parísarsamkomulagið í loftslagsmálum, kjarnorkusamning heimsveldanna við Íran, mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna og Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×