Lífið samstarf

Sérsníða dýnur eftir máli fyrir góðan svefn í sumarfríinu

Vogue
Rúmstæði í sumarhúsum eru oft af sérstakri stærð svo sérsníða þarf í þau dýnur.
Rúmstæði í sumarhúsum eru oft af sérstakri stærð svo sérsníða þarf í þau dýnur.

„Það er ekkert leiðinlegra en koma dauðþreyttur heim úr fríinu eftir að hafa sofið á ómögulegri dýnu. Oft eru rúm og kojur í sumarhúsum í skrítnum stærðum, sérstaklega eldri húsum þar sem rúm voru gjarnan smíðuð milli veggja og inn í skot til að nýta plássið. Við sérsníðum og framleiðum gæða dýnur eftir máli,“ segir Kolbrún Birna Halldórsdóttir hjá Vogue.

Hægt er að velja margar mismunandi gerðir af dýnum og ýmsar þykktir. Allt frá pokagormadýnum yfir í lagskiptar svampdýnur eða latexi.

Dýnur í ferðavagna og hjólhýsi og húsbíla

„Við sérframleiðum mikið fyrir hjólhýsi og ferðavagna. Dýnurnar í ferðavögnum eru ekki alltaf af miklum gæðum og fólk kemur gjarnan beint til okkar með nýja vagna og fær sérsniðnar dýnur. Það skiptir máli að geta sofið almennilega á ferð um landið. Í fellihýsum og vögnum þurfa dýnurnar að vera í sérstökum stærðum og  sérstökum þykktum og þar erum við sérfræðingar,“ segir Kolbrún.

Hægt er að klæða dýnurnar með venjulegu dýnuveri eða með áklæði. „Til dæmis breytast rúmin í húsbílum í sófa og þá er betra að hafa fallegt áklæði á dýnunni. Hjá okkur er að finna úrval af fallegu sófaáklæði. Af öllum dýnum sem við framleiðum er hægt að renna áklæðinu af og þvo.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.