Innlent

Fjögur skipuð í stöður aðstoðaryfirlögregluþjóna

Andri Eysteinsson skrifar
Elín, Kristján Helgi, Guðbrandur og Ævar Pálmi hafa verið skipuð í nýjar stöður.
Elín, Kristján Helgi, Guðbrandur og Ævar Pálmi hafa verið skipuð í nýjar stöður. Lögreglan

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur nýlega skipað í fjórar lausar stöður aðstoðaryfirlögregluþjóna.

Elín Agnes Kristínardóttir hefur verið skipuð aðstoðaryfirlögregluþjónn á lögreglustöðinni á Vínlandsleið.

Guðbrandur Sigurðsson hefur verið skipaður aðstoðaryfirlögregluþjónn í umferðardeild.

Kristján Helgi Þráinsson, hefur verið skipaður aðstoðaryfirlögregluþjónn í aðgerða- og skipulagsdeild.

Að lokum hefur Ævar Pálmi Pálmason, sem gegnt hefur stöðu yfirmanns smitrakningateymis almannavarna, verið skipaður aðstoðaryfirlögregluþjónn í kynferðisbrotadeild.

Í tilkynningu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir að embættið óski þeim innilega til hamingju með ráðninguna og vænst sé miklu af þeim í nýjum störfum.

Fjórmenningarnir eigi það sameiginlegt að hafa starfað lengi innan lögreglunnar og búa yfir mikilli þekkingu og reynslu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×