Innlent

Vísindaleg þjálfun starfsfólks gegndi lykilhlutverki í árangri Landspítalans

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa
Ólafur Baldursson framkvæmdastjóri lækninga á Landspítalanum.
Ólafur Baldursson framkvæmdastjóri lækninga á Landspítalanum. Vísir

Vísindaleg þjálfun starfsfólks Landspítalans var eitt af því sem gegndi lykilhlutverki í árangri spítalans gegn kórónuveirunni. Þetta segir framkvæmdastjóri lækninga á spítalanum.

Ársfundur Landspítalans var haldin í dag. Yfirskrift fundarins var „Saman í gegnum kófið“ en vegna takmarkana á samkomum vegna kórónuveirunnar var ársfundurinn aðeins að takmörkuðu leyti opinn gestum. Á fundinum voru sýndir svipmyndir frá því þegar álagið var sem mest út af faraldrinum.

Ársfundur Landspítalans fór fram í dag og bar yfirskriftina „Saman gegnum kófið.“Stöð 2

„Starfsfólkið stóð sig gífurlega vel og ég tel að ein af ástæðum þess og mikilvæg ástæða er að starfsfólkið hafði þekkingu og vísindalegan bakgrunn, vísindalega þjálfun, til þess að takast á við þetta ofboðslega erfiða verkefni. Þetta verkefni var að hluta til óþekkt. Þannig það þurfti að skapa viðbragðið og vísindalega þjálfun okkar fólks gegndi þarna alveg lykilhlutverki,“ segir Ólafur Baldursson framkvæmdastjóri lækninga á Landspítalanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×