Viðskipti erlent

Stofnandi Hello Kitty dregur sig í hlé eftir sex­tíu ár við stjórn

Atli Ísleifsson skrifar
Shintaro Tsuji mun formlega láta af störfum um næstu mánaðamót.
Shintaro Tsuji mun formlega láta af störfum um næstu mánaðamót. EPA

Shintaro Tsuji, stofnandi japanska fyrirtæksins sem á vörumerkið Hello Kitty, hefur ákveðið að láta af störfum sem forstjóri eftir um sextíu ár við stjórnvölin.

Hinn 92 ára Tsuji hefur sagt að hann muni nú koma stjórn fyrirtækisins Sanrio í hendur barnabarns síns, hins 31 árs gamla Tomokuni Tsuji. Shintaro Tsuji hefur stýrt fyrirtækinu frá upphafi.

Hello Kitty er munnlaus fígúra með einkennandi slaufu hjá vinstra eyranu og hefur Hello Kitty-varningur selst fyrir milljarða Bandaríkjadala.

Kisan varð til í japanskri hönnunarkeppni árið 1974 hefur hún unnið hug og hjörtu fólks um allan heim með boðskap sínum um ást, vináttu og væntumþykju.

Tsuji mun formlega láta af störfum um næstu mánaðamót.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×