Fótbolti

Sara Björk og Wolfsburg aðeins einum sigri frá titlinum

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Sara Björk fagnar með liðsfélögum sínum.
Sara Björk fagnar með liðsfélögum sínum. vísir/getty

Þýskalandsmeistarar Wolfsburg, lið Söru Bjarkar Gunnarsdóttur, er aðeins einum sigri frá þýska meistaratitlinum í fótbolta eftir 3-0 sigur á Essen í dag.

Eftir sigur dagsins er Wolfsburg með 55 stig og 11 stiga forystu á Bayern Munchen sem á þó leik til góða. Bayern mætir botnliði Jena – sem hefur ekki enn unnið leik – en fari svo að botnliðið vinni þá er Wolfsburg orðið meistari. Væri það fjórði meistaratitill Wolfsburg í röð.

Wolfsburg fær Freiburg í heimsókn þann 17. júní og reikna má með því að titillinn verði tryggður á Þjóðhátíðardegi okkar Íslendinga.

Sara Björk lék allan leikinn í liði Wolfsburg í dag en Ewa Pajor (2) og Pernille Harder skoruðu mörk Þýskalandsmeistaranna í leiknum. 

Mikið hefur verið rætt og ritað um framtíð Söru Bjarkar en talið er að franska stórliðið Lyon hafi mikinn áhuga að fá íslenska landsliðsfyrirliðann í sínar raðir í sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×