Helgi: Við ráðumst á bráðina þegar tækifæri gefast til Smári Jökull Jónsson skrifar 13. júní 2020 20:15 Helgi var hress eftir leik. vísir/daníel þór „Við komum ákveðnir til leiks og vorum komnir tveimur mörkum yfir snemma. Við gáfum aðeins eftir og þeir voru hættulegir í föstum leikatriðum. Við löguðum það í hálfleik og heilt yfir vorum við mun betra liðið inni á vellinum og fengum fullt af færum. Það var svekkjandi að fá á sig markið í lokin en við erum ánægðir með 5-1 sigur,“ sagði Helgi Sigurðsson þjálfari ÍBV eftir sigurinn örugga gegn Grindavík í Mjólkurbikarnum. Eyjaliðið leit mjög vel út í leiknum, vel spilandi og mikil barátta og vilji hjá leikmönnum. „Ég er mjög sáttur og þetta kom mér ekkert á óvart. Við erum búnir að vera svona í allan vetur og það er kraftur í okkur og hungur, ekki bara í þeim 11 sem byrja heldur í öllum hópnum og það eru allir tilbúnir að sanna sig.“ „Við erum klárir í þetta og vildum sýna okkar fólki og okkur sjálfum að við ætlum okkur að koma sterkir inn í tímabilið og mæta með gott sjálfstraust inn í Íslandsmótið um næstu helgi.“ Aðspurður sagðist Helgi ekki hafa áhyggjur af því að erfitt yrði að halda mönnum á jörðinni eftir þennan sigur. „Það verður þá bara að koma í ljós hvort það verður erfitt eða ekki, það hefur allavega ekki verið það hingað til. Menn eru bara hungraðir og vilja meira og meira. Við ráðumst bara á bráðina þegar tækifæri gefast til.“ „Við fögnum vel í dag en næst er bara Íslandsmótið gegn Magna og við fáum ekkert þar fyrir það sem við gerðum hér. Við þurfum að sýna aðra eins frammistöðu til að fá eitthvað út úr þeim leik,“ sagði Helgi að lokum. ÍBV Mjólkurbikarinn Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Fótbolti „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Fleiri fréttir Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Sjáðu ensku liðin fljúga inn í átta liða úrslitin Orri Steinn verður ekki yngsti fyrirliðinn en hann er nálægt því Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Carragher veiktist í beinni útsendingu Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri Ronaldo dregur forsetaframboð sitt til baka Orri leiðtogi nýrrar gullkynslóðar KR á flesta í U21-hópi Íslands Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Ómögulegt fyrir Arnar að velja Gylfa Orri nýr fyrirliði Íslands Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Segir að Raphinha sé líklegri til að vinna Gullboltann en Salah Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Hákon fer á kostum en saknar bróður síns Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn Sjáðu mörkin og vítakeppnina hjá Liverpool og PSG Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Sjá meira
„Við komum ákveðnir til leiks og vorum komnir tveimur mörkum yfir snemma. Við gáfum aðeins eftir og þeir voru hættulegir í föstum leikatriðum. Við löguðum það í hálfleik og heilt yfir vorum við mun betra liðið inni á vellinum og fengum fullt af færum. Það var svekkjandi að fá á sig markið í lokin en við erum ánægðir með 5-1 sigur,“ sagði Helgi Sigurðsson þjálfari ÍBV eftir sigurinn örugga gegn Grindavík í Mjólkurbikarnum. Eyjaliðið leit mjög vel út í leiknum, vel spilandi og mikil barátta og vilji hjá leikmönnum. „Ég er mjög sáttur og þetta kom mér ekkert á óvart. Við erum búnir að vera svona í allan vetur og það er kraftur í okkur og hungur, ekki bara í þeim 11 sem byrja heldur í öllum hópnum og það eru allir tilbúnir að sanna sig.“ „Við erum klárir í þetta og vildum sýna okkar fólki og okkur sjálfum að við ætlum okkur að koma sterkir inn í tímabilið og mæta með gott sjálfstraust inn í Íslandsmótið um næstu helgi.“ Aðspurður sagðist Helgi ekki hafa áhyggjur af því að erfitt yrði að halda mönnum á jörðinni eftir þennan sigur. „Það verður þá bara að koma í ljós hvort það verður erfitt eða ekki, það hefur allavega ekki verið það hingað til. Menn eru bara hungraðir og vilja meira og meira. Við ráðumst bara á bráðina þegar tækifæri gefast til.“ „Við fögnum vel í dag en næst er bara Íslandsmótið gegn Magna og við fáum ekkert þar fyrir það sem við gerðum hér. Við þurfum að sýna aðra eins frammistöðu til að fá eitthvað út úr þeim leik,“ sagði Helgi að lokum.
ÍBV Mjólkurbikarinn Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Fótbolti „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Fleiri fréttir Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Sjáðu ensku liðin fljúga inn í átta liða úrslitin Orri Steinn verður ekki yngsti fyrirliðinn en hann er nálægt því Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Carragher veiktist í beinni útsendingu Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri Ronaldo dregur forsetaframboð sitt til baka Orri leiðtogi nýrrar gullkynslóðar KR á flesta í U21-hópi Íslands Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Ómögulegt fyrir Arnar að velja Gylfa Orri nýr fyrirliði Íslands Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Segir að Raphinha sé líklegri til að vinna Gullboltann en Salah Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Hákon fer á kostum en saknar bróður síns Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn Sjáðu mörkin og vítakeppnina hjá Liverpool og PSG Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Sjá meira