Innlent

Lögregla stöðvaði afmælisveislu eiganda skemmtistaðar

Atli Ísleifsson skrifar
Alls voru 122 mál skráð hjá lögreglu á höfuðborgarsvæðinu á tímabilinu 17 í gær til klukkan fimm í morgun.
Alls voru 122 mál skráð hjá lögreglu á höfuðborgarsvæðinu á tímabilinu 17 í gær til klukkan fimm í morgun. Vísir/Vilhelm

Lögregla lokaði í nótt veitingahús í miðborg Reykjavíkur eftir að tilkynning barst um að rekstur væri enn í gangi á öðrum tímanum í nótt. Veitingastöðum er skylt að loka klukkan 23 samkvæmt reglum yfirvalda.

Í tilkynningu frá lögreglu segir að eigandi staðarins hafi talið sig geta verið með einkasamkvæmi á barnum eftir lokun þar sem hann ætti sjálfur afmæli. Staðnum var hins vegar lokað.

Þrír handteknir eftir slagsmál

Klukkan 21:30 í gærkvöldi var tilkynnt um þrjá menn í annarlegu ástandi að slást. Einn maðurinn var sagður hafa verið að ógna öðrum með eggvopni, en mennirnir fóru ekki að fyrirmælum lögreglu og voru þeir því handteknir og vistaðir fyrir rannsókn máls í fangageymslu.

Lögregla þurfti sömuleiðis að hafa afskipti af fjölda manns vegna gruns um akstur ökumanns undir áhrifum áfengis eða fíkniefna.

Alls voru 122 mál skráð hjá lögreglu á tímabilinu 17 í gær til klukkan fimm í morgun. Þar af voru rúmlega 25 mál vegna afskipta af hávaða. Alls voru níu manns vistaðir í fangageymslu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×