Íslenski boltinn

Óskar Örn sá til þess að Íslandsmeistarar KR hófu titilvörnina með sigri | Myndband

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Óskar Örn kom, sá og sigraði á Hlíðarenda í gær.
Óskar Örn kom, sá og sigraði á Hlíðarenda í gær. Vísir/Daníel Thor

KR og Valur mættust í opnunarleik Pepsi Max deild karla í knattspyrnu í gær að Hlíðarenda. Íslandsmeisturum KR er spáð 2. sæti í deildinni af flestum íþróttamiðlum landsins á meðan Valsmönnum er spáð toppsætinu. Óskar Örn Hauksson sá til þess að Íslandsmeistarar KR hófu titilvörn sína á sigri. 

Kom það engum á óvart að leikurinn hafi einkennst af mikilli hörku en sigurmark KR kom þegar rúmlega fimm mínútur voru eftir af fyrri hálfleik. Var það einkar glæsilegt en eftir frábæra sókn gestanna átti Kennie Chopart, danski hægri bakvörður KR-liðsins, frábæra fyrirgjöf - eftir magnaðan undirbúning Pablo Punyed og Atla Sigurjónssonar - á fjærstöngina þar sem Óskra Örn kom og stangaði knöttinn af alefli í netið. 

Reyndist það eina mark leiksins og má sjá það í spilaranum hér að neðan.

Klippa: Sigurmark KR á Hlíðarenda

Tengdar fréttir

„Höfum nú ekkert gleymt öllu“

„Ég held að við séum búnir að sýna það núna í síðustu tveimur leikjum að við höfum nú ekkert gleymt öllu. Þetta er góð byrjun, á erfiðum útivelli,“ segir Pálmi Rafn Pálmason, leikmaður KR, eftir 1-0 sigurinn á Val.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×