Brutu sóttvarnalög til að láta vita af breyttum dvalarstað Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. júní 2020 07:05 Lögreglan og sérsveit lögreglunnar að verki við Kolaportið rétt eftir miðnætti í nótt, aðfaranótt mánudags. Vísir/Björn Þórisson Fimm erlendir aðilar brutu um klukkan tvö í nótt sóttvarnalög þegar þeir mættu í tveimur leigubílum á lögreglustöð til að tilkynna um breyttan dvalarstað. Aðilarnir áttu allir að vera í sóttkví þar til síðar í mánuðinum samkvæmt dagbók lögreglu. Einstaklingarnir sögðust ekki hafa nennt að tilkynna um breyttan dvalarstað með símtali og töldu þessa leið einfaldari. Þeir voru í kjölfarið færðir til vistunar á sóttvarnarhóteli. Ekki kemur fram hjá lögreglu hvort þetta séu mennirnir sem lögreglan reynir nú að hafa uppi á. Þá var tilkynnt um líkamsárás í miðbænum. Þrír menn voru að berja einn og tóku þeir svo árásarþola með sér þegar þeir fóru af vettvangi í bifreið. Þeir voru stöðvaðir skömmu síðar af lögreglu, handteknir og vistaðir fyrir rannsókn máls í fangageymslu lögreglu. Árásarþolinn var fluttur með sjúkrabíl á bráðadeild til aðhlynningar en ekki kemur fram hver líðan hans er. Tilkynnt var um tvö tilvik af þjófnaði, annars vegar í Kringlunni rétt eftir klukkan fimm og hins vegar í íbúð í Háaleitis- og Bústaðarhverfinu. Einnig var tilkynnt um innbrot í íbúð í Mosfellsbæ þar sem veiðibúnaði var stolið og er metinn að sé allt að hálfrar milljónar króna virði. Umferðaróhapp varð í Garðabæ á Elliðavatnsvegi. Farþegi var fluttur með sjúkrabíl á bráðadeild en ekki er vitað um áverka. Þá varð umferðarslys á Bústaðavegi á áttunda tímanum í gær þar sem ekið hafði verið aftan á kyrrstæða bifreið sem beið við rautt ljós á gatnamótum. Tjónvaldur er grunaður um ölvun við akstur og var vistaður í fangageymslu lögreglu. Lögreglumál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Fleiri fréttir Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Sjá meira
Fimm erlendir aðilar brutu um klukkan tvö í nótt sóttvarnalög þegar þeir mættu í tveimur leigubílum á lögreglustöð til að tilkynna um breyttan dvalarstað. Aðilarnir áttu allir að vera í sóttkví þar til síðar í mánuðinum samkvæmt dagbók lögreglu. Einstaklingarnir sögðust ekki hafa nennt að tilkynna um breyttan dvalarstað með símtali og töldu þessa leið einfaldari. Þeir voru í kjölfarið færðir til vistunar á sóttvarnarhóteli. Ekki kemur fram hjá lögreglu hvort þetta séu mennirnir sem lögreglan reynir nú að hafa uppi á. Þá var tilkynnt um líkamsárás í miðbænum. Þrír menn voru að berja einn og tóku þeir svo árásarþola með sér þegar þeir fóru af vettvangi í bifreið. Þeir voru stöðvaðir skömmu síðar af lögreglu, handteknir og vistaðir fyrir rannsókn máls í fangageymslu lögreglu. Árásarþolinn var fluttur með sjúkrabíl á bráðadeild til aðhlynningar en ekki kemur fram hver líðan hans er. Tilkynnt var um tvö tilvik af þjófnaði, annars vegar í Kringlunni rétt eftir klukkan fimm og hins vegar í íbúð í Háaleitis- og Bústaðarhverfinu. Einnig var tilkynnt um innbrot í íbúð í Mosfellsbæ þar sem veiðibúnaði var stolið og er metinn að sé allt að hálfrar milljónar króna virði. Umferðaróhapp varð í Garðabæ á Elliðavatnsvegi. Farþegi var fluttur með sjúkrabíl á bráðadeild en ekki er vitað um áverka. Þá varð umferðarslys á Bústaðavegi á áttunda tímanum í gær þar sem ekið hafði verið aftan á kyrrstæða bifreið sem beið við rautt ljós á gatnamótum. Tjónvaldur er grunaður um ölvun við akstur og var vistaður í fangageymslu lögreglu.
Lögreglumál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Fleiri fréttir Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Sjá meira