Innlent

Svona var fundur stjórnskipunar- og eftirlitsnefndsnefndar

Sylvía Hall skrifar
Frá fundinum í morgun.
Frá fundinum í morgun. Vísir/Sigurjón

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra mætti fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í morgun til þess að ræða verklag ráðherra við tilnefningar í stöður. Fundur nefndarinnar hófst klukkan 10.

Um opinn fund var að ræða og var honum streymt í beinni útsendingu. Hér að neðan má lesa beina textalýsingu frá fundinum.

Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingar og nefndarmaður í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, óskaði eftir því að Bjarni myndi mæta fyrir nefndina vegna afskipta fjármálaráðuneytisins af ráðningu Þorvaldar Gylfasonar hagfræðiprófessors í stöðu ritstjóra norræna fræðatímaritsins Nordic Economic Policy Review. 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira
×