Skimun gengið vel en einum snúið við til London Vésteinn Örn Pétursson skrifar 15. júní 2020 12:36 Einn Bandaríkjamaður sem kom með flugi Wizz air frá London var sendur til baka með sömu vél. Vísir/Frikki Sigurgeir Sigmundsson, yfirlögregluþjónn hjá flugstöðvardeild lögreglunnar á Suðurnesjum, segir að fyrsta lota skimunar á farþegum sem lentu á Keflavíkurflugvelli í morgun hafi gengið vel. Enginn farþega úr þeim tveimur vélum sem komu hingað til lands í dag hafnaði sýnatöku. Einum Bandaríkjamanni var þó vísað úr landi og sendur til Bretlands með sömu vél og hann kom. „Þetta gekk bara vel. Það voru svona sirka 30 manns í hvorri vél sem voru ekki búnir að forskrá sig, og gátu klárað það á vellinum í svona stöndum eða símunum sínum,“ segir Sigurgeir í samtali við Vísi. Sjá einnig: Fyrstu farþegarnir skimaðir í morgun Hann segir engan farþega vélanna tveggja hafa hafnað sýnatöku og valið frekar að fara í sóttkví. Einum Bandaríkjamanni var þó vísað frá, þar sem hann uppfyllti ekki skilyrði þess að fá að koma inn í landið. Hann var farþegi fyrstu vélarinnar sem lenti hér í morgun. „Það var einn sem kom með Wizz air, frá London Luton, og hann uppfyllti ekki kröfur til að fara yfir landamærin. Það var ekkert varðandi sýnatöku eða neitt slíkt,“ segir Sigurgeir. Íbúar ríkja sem ekki eru í Schengen-svæðinu mega ekki koma til Íslands nema hafa dvalarleyfi eða aðra lögmæta ástæðu til þess að koma, og helgast það af ferðatakmörkunum sem settar voru á í Evrópu vegna kórónuveirufaraldursins, að sögn Sigurgeirs. Maðurinn er farinn aftur til London, með sömu vél og hann kom. Sigurgeir er yfirlögregluþjónn hjá flugstöðvardeild lögreglunnar á Suðurnesjum.Mynd/Aðsend Tímamæla sýnatökurnar eftir á Sigurgeir segir allt ferlið hafa gengið smurt og engin röð hafi myndast við sýnatökuhliðin. „Farþegar tóku þessu vel og þetta gekk allt vel. Samvinna heilbrigðisstarfsfólks og annara var mjög góð.“ Gert er ráð fyrir að hver sýnataka taki um tvær til tvær og hálfa mínútu, en Sigurgeir segir að sýnatökur dagsins verði tímamældar með hjálp myndavélabúnaðar á svæðinu. „Þetta eru tíu sýnatökubásar, tveir starfsmenn í hverjum og þeir voru allir opnir.“ Næsta flug hingað til lands er flug Icelandair frá Ósló. Gert er ráð fyrir að sú vél lendi klukkan 14:45. Hér má nálgast nánari upplýsingar um komuflug á Keflavíkurflugvöll. Keflavíkurflugvöllur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Tengdar fréttir Fyrstu farþegarnir skimaðir í morgun Fyrstu farþegar sem skimaðir voru á Keflavíkurflugvelli lentu í dag klukkan 9:40. Um var að ræða flug ungverska lággjaldaflugfélagsins Wizz Air frá London. 15. júní 2020 11:11 Frekari afléttingar samkomubanns og skimun hefst á Keflavíkurflugvelli Nú á miðnætti tóku gildi frekari tilslakanir á samkomubanni hér á landi. Nú mega 500 manns koma saman, en eftir síðustu tilslakanir var leyfileg tala 200. Skimun fyrir kórónuveirunni hjá farþegum á Keflavíkurflugvelli hefst í dag. 15. júní 2020 00:00 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Sigurgeir Sigmundsson, yfirlögregluþjónn hjá flugstöðvardeild lögreglunnar á Suðurnesjum, segir að fyrsta lota skimunar á farþegum sem lentu á Keflavíkurflugvelli í morgun hafi gengið vel. Enginn farþega úr þeim tveimur vélum sem komu hingað til lands í dag hafnaði sýnatöku. Einum Bandaríkjamanni var þó vísað úr landi og sendur til Bretlands með sömu vél og hann kom. „Þetta gekk bara vel. Það voru svona sirka 30 manns í hvorri vél sem voru ekki búnir að forskrá sig, og gátu klárað það á vellinum í svona stöndum eða símunum sínum,“ segir Sigurgeir í samtali við Vísi. Sjá einnig: Fyrstu farþegarnir skimaðir í morgun Hann segir engan farþega vélanna tveggja hafa hafnað sýnatöku og valið frekar að fara í sóttkví. Einum Bandaríkjamanni var þó vísað frá, þar sem hann uppfyllti ekki skilyrði þess að fá að koma inn í landið. Hann var farþegi fyrstu vélarinnar sem lenti hér í morgun. „Það var einn sem kom með Wizz air, frá London Luton, og hann uppfyllti ekki kröfur til að fara yfir landamærin. Það var ekkert varðandi sýnatöku eða neitt slíkt,“ segir Sigurgeir. Íbúar ríkja sem ekki eru í Schengen-svæðinu mega ekki koma til Íslands nema hafa dvalarleyfi eða aðra lögmæta ástæðu til þess að koma, og helgast það af ferðatakmörkunum sem settar voru á í Evrópu vegna kórónuveirufaraldursins, að sögn Sigurgeirs. Maðurinn er farinn aftur til London, með sömu vél og hann kom. Sigurgeir er yfirlögregluþjónn hjá flugstöðvardeild lögreglunnar á Suðurnesjum.Mynd/Aðsend Tímamæla sýnatökurnar eftir á Sigurgeir segir allt ferlið hafa gengið smurt og engin röð hafi myndast við sýnatökuhliðin. „Farþegar tóku þessu vel og þetta gekk allt vel. Samvinna heilbrigðisstarfsfólks og annara var mjög góð.“ Gert er ráð fyrir að hver sýnataka taki um tvær til tvær og hálfa mínútu, en Sigurgeir segir að sýnatökur dagsins verði tímamældar með hjálp myndavélabúnaðar á svæðinu. „Þetta eru tíu sýnatökubásar, tveir starfsmenn í hverjum og þeir voru allir opnir.“ Næsta flug hingað til lands er flug Icelandair frá Ósló. Gert er ráð fyrir að sú vél lendi klukkan 14:45. Hér má nálgast nánari upplýsingar um komuflug á Keflavíkurflugvöll.
Keflavíkurflugvöllur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Tengdar fréttir Fyrstu farþegarnir skimaðir í morgun Fyrstu farþegar sem skimaðir voru á Keflavíkurflugvelli lentu í dag klukkan 9:40. Um var að ræða flug ungverska lággjaldaflugfélagsins Wizz Air frá London. 15. júní 2020 11:11 Frekari afléttingar samkomubanns og skimun hefst á Keflavíkurflugvelli Nú á miðnætti tóku gildi frekari tilslakanir á samkomubanni hér á landi. Nú mega 500 manns koma saman, en eftir síðustu tilslakanir var leyfileg tala 200. Skimun fyrir kórónuveirunni hjá farþegum á Keflavíkurflugvelli hefst í dag. 15. júní 2020 00:00 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Fyrstu farþegarnir skimaðir í morgun Fyrstu farþegar sem skimaðir voru á Keflavíkurflugvelli lentu í dag klukkan 9:40. Um var að ræða flug ungverska lággjaldaflugfélagsins Wizz Air frá London. 15. júní 2020 11:11
Frekari afléttingar samkomubanns og skimun hefst á Keflavíkurflugvelli Nú á miðnætti tóku gildi frekari tilslakanir á samkomubanni hér á landi. Nú mega 500 manns koma saman, en eftir síðustu tilslakanir var leyfileg tala 200. Skimun fyrir kórónuveirunni hjá farþegum á Keflavíkurflugvelli hefst í dag. 15. júní 2020 00:00