HK hefur fengið Stefan Alexander Ljubicic til liðs við sig og á hann að styrkja liðið fyrir komandi átök í Pepsi Max-deild karla.
Stefan er uppalinn hjá Keflavík en fór ungur út í unglinga akademíu Brighton. Hann lék svo með Grindavík á síðustu leiktíð og skoraði eitt mark í átta leikjum í Pepsi Max-deildinni í fall liði Grindavíkur.
Hann gekk svo í raðir Riga FC í mars mánuði en var leystur undan samningi þar í sumar. Hann er nú á leið í Kópavoginn en hann á þar að leysa skarð Bjarna Gunnarssonar sem meiddist í leiknum gegn FH í gær.
HK tapaði í 1. umferðinni 3-2 gegn FH og mætir Íslandsmeisturum KR á laugardag.