Meintir morðingjar Lübcke mættu fyrir dóm Sylvía Hall skrifar 16. júní 2020 10:28 Stephan Ernst játaði morðið á síðasta ári en hefur dregið játningu sína til baka. Vísir/Getty Réttarhöld yfir tveimur mönnum sem grunaðir eru um morðið á þýska stjórnmálamanninum Walter Lübcke hófust í dag. Lübcke lést eftir að hafa verið skotinn af stuttu færi í garði sínum fyrir ári síðan. Málið vakti mikla athygli á sínum tíma en Lübcke var þekktur fyrir afstöðu sína í innflytjendamálum, var mikill andstæðingur öfga-hægri hópa og hópa sem ala á hatri í garð innflytjenda. Hann gegndi stöðu ríkisstjóra í Hesse í Þýskalandi og var flokksbróðir Angelu Merkel Þýskalandskanslara. Lübcke fannst látinn fyrir utan heimili sitt þann 2. júní á síðasta ári og var sjálfsvíg fljótlega útilokað. Maður að nafni Stephen Ernst er sakaður um að hafa myrt Lübcke og öðrum manni, Markus H, er gefið að sök að hafa aðstoðað hann við verknaðinn. Ernst hefur áður játað verknaðinn og sagðist hafa myrt Lübcke vegna frjálslyndra skoðana hans. Hann hefur nú dregið játninguna til baka en hann er tengdur inn í öfga-hægri hópa í Þýskalandi. Markus H. sem grunaður er um að hafa aðstoðað Stephan Ernst við morðið.Vísir/Getty Ef mennirnir verða dæmdir fyrir verknaðinn er það í fyrsta sinn frá því í seinni heimsstyrjöld að öfga-hægri menn eru dæmdir fyrir pólitískt morð, að því er fram kemur á vef breska ríkisútvarpsins. Þá hefur Ernst einnig verið ákærður fyrir morðtilraun þegar írakskur hælisleitandi var stunginn árið 2016. Lübcke tók afgerandi afstöðu með innflytjendum á sama tíma og útlendingahatur fór að verða meira áberandi í Þýskalandi. Hann hafði fengið morðhótanir og var undir eftirliti lögreglu um tíma. Saksóknarar segja rasisma og útlendingahatur hafa verið helstu hvata morðingjanna. Í yfirlýsingu frá eiginkonu Lübcke og sonum hans segja þau engan stað fyrir hatur og ofbeldi í þýsku samfélagi. Þýskaland Mest lesið Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Sjá meira
Réttarhöld yfir tveimur mönnum sem grunaðir eru um morðið á þýska stjórnmálamanninum Walter Lübcke hófust í dag. Lübcke lést eftir að hafa verið skotinn af stuttu færi í garði sínum fyrir ári síðan. Málið vakti mikla athygli á sínum tíma en Lübcke var þekktur fyrir afstöðu sína í innflytjendamálum, var mikill andstæðingur öfga-hægri hópa og hópa sem ala á hatri í garð innflytjenda. Hann gegndi stöðu ríkisstjóra í Hesse í Þýskalandi og var flokksbróðir Angelu Merkel Þýskalandskanslara. Lübcke fannst látinn fyrir utan heimili sitt þann 2. júní á síðasta ári og var sjálfsvíg fljótlega útilokað. Maður að nafni Stephen Ernst er sakaður um að hafa myrt Lübcke og öðrum manni, Markus H, er gefið að sök að hafa aðstoðað hann við verknaðinn. Ernst hefur áður játað verknaðinn og sagðist hafa myrt Lübcke vegna frjálslyndra skoðana hans. Hann hefur nú dregið játninguna til baka en hann er tengdur inn í öfga-hægri hópa í Þýskalandi. Markus H. sem grunaður er um að hafa aðstoðað Stephan Ernst við morðið.Vísir/Getty Ef mennirnir verða dæmdir fyrir verknaðinn er það í fyrsta sinn frá því í seinni heimsstyrjöld að öfga-hægri menn eru dæmdir fyrir pólitískt morð, að því er fram kemur á vef breska ríkisútvarpsins. Þá hefur Ernst einnig verið ákærður fyrir morðtilraun þegar írakskur hælisleitandi var stunginn árið 2016. Lübcke tók afgerandi afstöðu með innflytjendum á sama tíma og útlendingahatur fór að verða meira áberandi í Þýskalandi. Hann hafði fengið morðhótanir og var undir eftirliti lögreglu um tíma. Saksóknarar segja rasisma og útlendingahatur hafa verið helstu hvata morðingjanna. Í yfirlýsingu frá eiginkonu Lübcke og sonum hans segja þau engan stað fyrir hatur og ofbeldi í þýsku samfélagi.
Þýskaland Mest lesið Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Sjá meira