Innlent

Mennirnir þrír enn ófundnir

Nadine Guðrún Yaghi skrifar
Frá aðgerðum í gær þar sem verið var að flytja hluta Rúmenanna í Farsóttarhúsið við Rauðarárstíg.
Frá aðgerðum í gær þar sem verið var að flytja hluta Rúmenanna í Farsóttarhúsið við Rauðarárstíg. Vísir/Baldur

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar enn að þremur karlmönnum sem lýst er eftir vegna brota á sóttkví. Þeir komu til landsins þann 5. júní ásamt fimm Rúmenum, sem lögregla lýsti eftir í fjölmiðlum vegna sömu brota.

Mennirnir eru ekki í sóttkví á því heimilisfangi sem þeir gáfu upp á landamærunum. Þessi hópur er talinn tengjast öðrum hópi Rúmena sem handteknir voru síðustu helgi vegna þjófnaðar á Selfossi en tvö þeirra reyndust með Covid-19.

Ellefu Rúmenar dvelja nú í farsóttahúsinu á Rauðarárstíg og samkvæmt heimildum fréttastofu tók lögregla skýrslu af fólkinu í morgun.


Tengdar fréttir

Segir Rúmena á Íslandi óttast aukna fordóma vegna umfjöllunar síðustu daga

Mirabela Aurelia Blaga, rúmenskutúlkur, landamæravörður og laganemi við Háskólann í Reykjavík, segist hafa skynjað auknar áhyggjur meðal Rúmena hér á landi af fordómum í sinn garð. Ástæðan eru viðbrögð við umfjöllun um þá rúmensku menn sem greindust með kórónuveiruna eftir að hafa verið handteknir á Suðurlandi á föstudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×