Nimbyismi Marín Þórsdóttir skrifar 16. júní 2020 13:30 „Auðvitað þurfa allir að eiga heima einhverstaðar, en þetta fólk á ekki heima í mínu hverfi!“ Þetta er Nimbyismi, ég vil að eitthvað sé gert en bara not in my back yard eða upp á íslensku, bara ekki í mínum bakgarði. Nýlega mótmæltu íbúar og fyrirtæki í Grafarvogi smáhýsum við Stórhöfða skammt frá Gullinbrú í verslunar- og skrifstofuhverfi handan við voginn. Einnig var smáhýsum mótmælt sem reisa átti við Guðrúnartún og í Hlíðarhverfi sem og á Höfðabakka. Verið er að reyna að mæta borgarbúum með fjölbreytt búsetuúrræði, húsnæðið er klárt en ekki fæst staður í borgarlandinu því enginn vill fá úrræðin í hverfið sitt. Mikilvægi þess að eiga heimili er vel þekkt. Heimili er undirstaða velferðar fólks. Hvernig er hægt að byrja að takast á við áföll lífsins, „ná sér á strik“ eða hefja bataferli að einhverju tagi, ef einstaklingar þurfa stöðugt að huga að því hvar næsti næturstaður verður? Enginn staður til að geyma eigur sínar, enginn staður til að vera ein/n í friði, loka að sér og fá næði. Þegar flakkað er á milli neyðarskýla eða gist á sófa upp á náð og miskun samferðafólksins, misvelkomið, er erfitt að hefja bataferli. Það er erfitt að gera nokkuð. Rauði krossinn á höfuðborgarsvæðinu sinnir skjólstæðingum sem margir hverjir eiga ekkert heimili, í Konukoti sem og Frú Ragnheiði. Í starfi okkar sjáum við hversu mikilvægt það er að eiga samastað og rannsóknir hafa sýnt að ef fólk á ekki heimili er erfitt að gera nokkrar aðrar breytingar á lífi sínu. Velferðasvið Reykjavíkurborgar er tilbúið með smáhýsi til notkunar fyrir einstaklinga á jaðrinum. Einstaklinga sem hafa það verr en við flest. Eiga ekki heimili. Sum ef til vill í neyslu, önnur ekki. Einstaklinga sem þurfa húsnæði nálægt ýmissi þjónustu, en það hentar þeim jafnvel betur að vera ekki inni í miðju íbúðarhverfi, heldur á jaðri hverfisins. En jafnvel þar er þeim mótmælt, því að mögulega og ef til vill verður af þeim ónæði því gönguleiðin þar framhjá er svo falleg. Það er mögulegt að þessir einstaklingar eignist betra líf en þeir lifa nú með tilkomu eigin húsnæðis. Eitthvað sem hægt er að kalla heima. Samfélagsleg vandamál hverfa ekki þegar við lokum augunum fyrir þeim. Sem samfélag þurfum við að horfast í augu við að við erum ekki öll eins, við þurfum ólíka þjónustu og ólík úrræði. Smáhýsin skapa ekki vandamál, þau leysa þau. Einstaklingar sem geta nýtt sér úrræðin eru þátttakendur í samfélaginu okkar í dag, það er fólkið sem þú mætir í göngutúrnum þínum eða í versluninni. Einstaklingarnir hverfa ekki þó svo þjónustan við þau sé bætt, lífsgæði þeirra hinsvegar batna og samfélagið okkar verður örlítið betra. Höfundur er deildarstjóri Rauða krossins á höfuðborgarsvæðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Félagsmál Reykjavík Mest lesið Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason Skoðun Skoðun Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Sjá meira
„Auðvitað þurfa allir að eiga heima einhverstaðar, en þetta fólk á ekki heima í mínu hverfi!“ Þetta er Nimbyismi, ég vil að eitthvað sé gert en bara not in my back yard eða upp á íslensku, bara ekki í mínum bakgarði. Nýlega mótmæltu íbúar og fyrirtæki í Grafarvogi smáhýsum við Stórhöfða skammt frá Gullinbrú í verslunar- og skrifstofuhverfi handan við voginn. Einnig var smáhýsum mótmælt sem reisa átti við Guðrúnartún og í Hlíðarhverfi sem og á Höfðabakka. Verið er að reyna að mæta borgarbúum með fjölbreytt búsetuúrræði, húsnæðið er klárt en ekki fæst staður í borgarlandinu því enginn vill fá úrræðin í hverfið sitt. Mikilvægi þess að eiga heimili er vel þekkt. Heimili er undirstaða velferðar fólks. Hvernig er hægt að byrja að takast á við áföll lífsins, „ná sér á strik“ eða hefja bataferli að einhverju tagi, ef einstaklingar þurfa stöðugt að huga að því hvar næsti næturstaður verður? Enginn staður til að geyma eigur sínar, enginn staður til að vera ein/n í friði, loka að sér og fá næði. Þegar flakkað er á milli neyðarskýla eða gist á sófa upp á náð og miskun samferðafólksins, misvelkomið, er erfitt að hefja bataferli. Það er erfitt að gera nokkuð. Rauði krossinn á höfuðborgarsvæðinu sinnir skjólstæðingum sem margir hverjir eiga ekkert heimili, í Konukoti sem og Frú Ragnheiði. Í starfi okkar sjáum við hversu mikilvægt það er að eiga samastað og rannsóknir hafa sýnt að ef fólk á ekki heimili er erfitt að gera nokkrar aðrar breytingar á lífi sínu. Velferðasvið Reykjavíkurborgar er tilbúið með smáhýsi til notkunar fyrir einstaklinga á jaðrinum. Einstaklinga sem hafa það verr en við flest. Eiga ekki heimili. Sum ef til vill í neyslu, önnur ekki. Einstaklinga sem þurfa húsnæði nálægt ýmissi þjónustu, en það hentar þeim jafnvel betur að vera ekki inni í miðju íbúðarhverfi, heldur á jaðri hverfisins. En jafnvel þar er þeim mótmælt, því að mögulega og ef til vill verður af þeim ónæði því gönguleiðin þar framhjá er svo falleg. Það er mögulegt að þessir einstaklingar eignist betra líf en þeir lifa nú með tilkomu eigin húsnæðis. Eitthvað sem hægt er að kalla heima. Samfélagsleg vandamál hverfa ekki þegar við lokum augunum fyrir þeim. Sem samfélag þurfum við að horfast í augu við að við erum ekki öll eins, við þurfum ólíka þjónustu og ólík úrræði. Smáhýsin skapa ekki vandamál, þau leysa þau. Einstaklingar sem geta nýtt sér úrræðin eru þátttakendur í samfélaginu okkar í dag, það er fólkið sem þú mætir í göngutúrnum þínum eða í versluninni. Einstaklingarnir hverfa ekki þó svo þjónustan við þau sé bætt, lífsgæði þeirra hinsvegar batna og samfélagið okkar verður örlítið betra. Höfundur er deildarstjóri Rauða krossins á höfuðborgarsvæðinu.
Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun