Enn syrtir í álinn á Kóreuskaga Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 16. júní 2020 19:00 Suður-Kóreustjórn varaði Norður-Kóreu í dag við frekari aðgerðum á landamærunum eftir að einræðisríkið sprengdi hús samvinnustofnunar ríkjanna í loft upp í morgun. Húsið hefur verið mannlaust undanfarna mánuði vegna kórónuveirunnar en stofnunin var opnuð árið 2018 við hátíðlega athöfn. Á þessum tíma höfðu Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, og Moon Jae-in, forseti Suður-Kóreu, átt fundi um frið og kjarnorkuafvopnun Kóreuskagans. Framtíðin virtist nokkuð björt, eins og Cho Myong-gyon, sameiningarráðherra Suður-Kóreu, lýsti við athöfnina: „Frá og með deginum í dag munu Suður- og Norður-Kórea geta rætt málefni Kóreuskaga, frið og velmegun allan sólarhringinn, alla daga ársins. Hér munum við hittast til að skiptast á hugmyndum og leysa erfið vandamál.“ Norður-Kóreumenn afar ósáttir En svo fór að halla undan fæti. Pattstaða hefur verið í viðræðunum frá fundi Kim með Bandaríkjaforseta í fyrra og undanfarnar vikur hafa Norður-Kóreumenn gagnrýnt granna sína fyrir að skýla norðurkóreskum flóttamönnum og dreifa áróðri yfir landamærin. „Suðurkóreskum stjórnvöldum verður refsað fyrir glæpi sína. Það er að segja að tala um að þörf sé á viðræðum á meðan þeir brýna sverðin fyrir aftan bak,“ sagði Jon Myong-il, íbúi í norðurkóresku höfuðborginni Pjongjang, við blaðamann AP. Allt Norður-Kóreu að kenna Auk þess að sprengja húsið hafa Norður-Kóreumenn boðað hernaðaraðgerðir nærri landamærum ríkjanna. Suður-Kóreumenn vara við öllu slíku. „Suðurkóreska ríkisstjórnin vill koma því á framfæri að ábyrgðin á versnandi samskiptum er alfarið Norður-Kóreumanna. Við vörum við því að ef Norður-Kórea heldur áfram að spilla samskiptum ríkjanna verður því svarað af hörku,“ sagði Kim You-geun, varaforseti þjóðaröryggisráðs Suður-Kóreu, á blaðamannafundi í dag. Norður-Kórea Suður-Kórea Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Sjá meira
Suður-Kóreustjórn varaði Norður-Kóreu í dag við frekari aðgerðum á landamærunum eftir að einræðisríkið sprengdi hús samvinnustofnunar ríkjanna í loft upp í morgun. Húsið hefur verið mannlaust undanfarna mánuði vegna kórónuveirunnar en stofnunin var opnuð árið 2018 við hátíðlega athöfn. Á þessum tíma höfðu Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, og Moon Jae-in, forseti Suður-Kóreu, átt fundi um frið og kjarnorkuafvopnun Kóreuskagans. Framtíðin virtist nokkuð björt, eins og Cho Myong-gyon, sameiningarráðherra Suður-Kóreu, lýsti við athöfnina: „Frá og með deginum í dag munu Suður- og Norður-Kórea geta rætt málefni Kóreuskaga, frið og velmegun allan sólarhringinn, alla daga ársins. Hér munum við hittast til að skiptast á hugmyndum og leysa erfið vandamál.“ Norður-Kóreumenn afar ósáttir En svo fór að halla undan fæti. Pattstaða hefur verið í viðræðunum frá fundi Kim með Bandaríkjaforseta í fyrra og undanfarnar vikur hafa Norður-Kóreumenn gagnrýnt granna sína fyrir að skýla norðurkóreskum flóttamönnum og dreifa áróðri yfir landamærin. „Suðurkóreskum stjórnvöldum verður refsað fyrir glæpi sína. Það er að segja að tala um að þörf sé á viðræðum á meðan þeir brýna sverðin fyrir aftan bak,“ sagði Jon Myong-il, íbúi í norðurkóresku höfuðborginni Pjongjang, við blaðamann AP. Allt Norður-Kóreu að kenna Auk þess að sprengja húsið hafa Norður-Kóreumenn boðað hernaðaraðgerðir nærri landamærum ríkjanna. Suður-Kóreumenn vara við öllu slíku. „Suðurkóreska ríkisstjórnin vill koma því á framfæri að ábyrgðin á versnandi samskiptum er alfarið Norður-Kóreumanna. Við vörum við því að ef Norður-Kórea heldur áfram að spilla samskiptum ríkjanna verður því svarað af hörku,“ sagði Kim You-geun, varaforseti þjóðaröryggisráðs Suður-Kóreu, á blaðamannafundi í dag.
Norður-Kórea Suður-Kórea Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Sjá meira