Áfall að greinast með kórónuveiruna eftir lögreglustörf Sylvía Hall skrifar 17. júní 2020 22:31 Íris Edda Heimisdóttir starfar hjá lögreglunni á Suðurlandi. Hún hefur nú verið í einangrun í tvo daga eftir að hún greindist með kórónuveiruna. Vísir/Aðsend/Vilhelm Íris Edda Heimisdóttir, lögreglukonan sem smitaðist af kórónuveirunni eftir að hafa tekið þátt í aðgerðum vegna Rúmenanna sem komu hingað til lands í síðustu viku, segir það hafa verið áfall að greinast með veiruna eftir að hafa sinnt starfi sínu. Líf hennar hafi verið sett á ís og það sé erfitt að geta ekki umgengist fjölskyldu sína. Niðurstaða sýnatöku leiddi í ljós að Íris væri smituð fyrir tveimur dögum síðan. Hún hefur verið í einangrun síðan og segir hún það hafa tekið á, en hún ætli sér að takast á við þetta með jákvæðnina að vopni. „Ég reyni að skipuleggja hvern dag, svo hver dagur hafi tilgang. Hugsa mikið um börnin mín, maka og fjölskyldu, þau hjálpa mér að vera jákvæð. Ég tala nú ekki um félagastuðninginn, samstarfsfélaga sem hafa komið hlaupandi og aðstoðað á öllum vígstöðvum. Ég er afar þakklát fyrir það,“ segir Íris í samtali við Vísi. Fékk fljótlega ónotatilfinningu þegar hún var send í sóttkví Íris starfar hjá lögreglunni á Suðurlandi og var á meðal þeirra lögreglumanna sem voru sendir í sóttkví eftir að hafa verið í samskiptum við mennina þegar þeir voru handteknir. Hún segir eftir á að hyggja ekki hafa komið á óvart að hún hafi smitast, enda var hún í miklum samskiptum við þá. „Ég fór að fá ónotatilfinningu með þetta fljótlega eftir að við vorum komin í sóttkví. Ef einhver af okkur hefði fengið þetta þá hefði ég sennilega verið líklegust þar sem að ég var í þeirri stöðu að vera í miklum samskiptum við þessa aðila í langan tíma í ekki svo stóru rými. En niðurstaða barst svo eftir 4 daga í sóttkví. Það var mikið áfall,“ segir Íris. Hún segir helstu einkenni vera hefðbundin flensueinkenni en hún sé þó alveg raddlaus. Nú taki við bataferli sem tekur vonandi stuttan tíma. „Hálsbólgu, slím í hálsi sem leiðir niður í lungu og beinverki. Þannig er staðan á mér í dag.“ Hún segir það hafa verið óvænt og erfitt að greinast með veiruna nú þegar útlit var fyrir að faraldurinn væri á niðurleið. „Vissulega var það áfall. Ég var búin að leyfa mér að vona það að ég myndi sleppa. Ég var með þá von í huga að þetta væri að taka enda eða að veiran væri allavega á niðurleið, sem að ég vissi ekki betur en að hefði verið.“ Þá bjóst hún alls ekki við því að greinast með veiruna við það eitt að sinna starfi sínu. „Ég vissi heldur ekki betur en að landið hefði átt að vera lokað. Það var ekkert sem benti til þess að þessir aðilar hefðu verið að koma til landsins.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglumál Tengdar fréttir Hinir Rúmenarnir ekki smitaðir af kórónuveirunni Greind hafa verið sýni úr öllum þeim ellefu rúmensku ríkisborgurum sem dvelja nú í Farsóttarhúsinu við Rauðarárstíg. 15. júní 2020 17:58 Öryggisgæsla aukin í Farsóttarhúsinu vegna Rúmenanna Ellefu Rúmenar dvelja nú í Farsóttarhúsinu á Rauðarárstíg en öll brutu þau reglur um sóttkví og eru tveir þeirra með virk Covid-smit. 15. júní 2020 12:20 Inga heimtar opinbera rannsókn á komu rúmensku „glæpamannanna“ Formaður Flokks fólksins segir ólíðandi að kórónusýktir glæpamenn valsi hér um eins og ekkert sé. 15. júní 2020 16:15 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Sjá meira
Íris Edda Heimisdóttir, lögreglukonan sem smitaðist af kórónuveirunni eftir að hafa tekið þátt í aðgerðum vegna Rúmenanna sem komu hingað til lands í síðustu viku, segir það hafa verið áfall að greinast með veiruna eftir að hafa sinnt starfi sínu. Líf hennar hafi verið sett á ís og það sé erfitt að geta ekki umgengist fjölskyldu sína. Niðurstaða sýnatöku leiddi í ljós að Íris væri smituð fyrir tveimur dögum síðan. Hún hefur verið í einangrun síðan og segir hún það hafa tekið á, en hún ætli sér að takast á við þetta með jákvæðnina að vopni. „Ég reyni að skipuleggja hvern dag, svo hver dagur hafi tilgang. Hugsa mikið um börnin mín, maka og fjölskyldu, þau hjálpa mér að vera jákvæð. Ég tala nú ekki um félagastuðninginn, samstarfsfélaga sem hafa komið hlaupandi og aðstoðað á öllum vígstöðvum. Ég er afar þakklát fyrir það,“ segir Íris í samtali við Vísi. Fékk fljótlega ónotatilfinningu þegar hún var send í sóttkví Íris starfar hjá lögreglunni á Suðurlandi og var á meðal þeirra lögreglumanna sem voru sendir í sóttkví eftir að hafa verið í samskiptum við mennina þegar þeir voru handteknir. Hún segir eftir á að hyggja ekki hafa komið á óvart að hún hafi smitast, enda var hún í miklum samskiptum við þá. „Ég fór að fá ónotatilfinningu með þetta fljótlega eftir að við vorum komin í sóttkví. Ef einhver af okkur hefði fengið þetta þá hefði ég sennilega verið líklegust þar sem að ég var í þeirri stöðu að vera í miklum samskiptum við þessa aðila í langan tíma í ekki svo stóru rými. En niðurstaða barst svo eftir 4 daga í sóttkví. Það var mikið áfall,“ segir Íris. Hún segir helstu einkenni vera hefðbundin flensueinkenni en hún sé þó alveg raddlaus. Nú taki við bataferli sem tekur vonandi stuttan tíma. „Hálsbólgu, slím í hálsi sem leiðir niður í lungu og beinverki. Þannig er staðan á mér í dag.“ Hún segir það hafa verið óvænt og erfitt að greinast með veiruna nú þegar útlit var fyrir að faraldurinn væri á niðurleið. „Vissulega var það áfall. Ég var búin að leyfa mér að vona það að ég myndi sleppa. Ég var með þá von í huga að þetta væri að taka enda eða að veiran væri allavega á niðurleið, sem að ég vissi ekki betur en að hefði verið.“ Þá bjóst hún alls ekki við því að greinast með veiruna við það eitt að sinna starfi sínu. „Ég vissi heldur ekki betur en að landið hefði átt að vera lokað. Það var ekkert sem benti til þess að þessir aðilar hefðu verið að koma til landsins.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglumál Tengdar fréttir Hinir Rúmenarnir ekki smitaðir af kórónuveirunni Greind hafa verið sýni úr öllum þeim ellefu rúmensku ríkisborgurum sem dvelja nú í Farsóttarhúsinu við Rauðarárstíg. 15. júní 2020 17:58 Öryggisgæsla aukin í Farsóttarhúsinu vegna Rúmenanna Ellefu Rúmenar dvelja nú í Farsóttarhúsinu á Rauðarárstíg en öll brutu þau reglur um sóttkví og eru tveir þeirra með virk Covid-smit. 15. júní 2020 12:20 Inga heimtar opinbera rannsókn á komu rúmensku „glæpamannanna“ Formaður Flokks fólksins segir ólíðandi að kórónusýktir glæpamenn valsi hér um eins og ekkert sé. 15. júní 2020 16:15 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Sjá meira
Hinir Rúmenarnir ekki smitaðir af kórónuveirunni Greind hafa verið sýni úr öllum þeim ellefu rúmensku ríkisborgurum sem dvelja nú í Farsóttarhúsinu við Rauðarárstíg. 15. júní 2020 17:58
Öryggisgæsla aukin í Farsóttarhúsinu vegna Rúmenanna Ellefu Rúmenar dvelja nú í Farsóttarhúsinu á Rauðarárstíg en öll brutu þau reglur um sóttkví og eru tveir þeirra með virk Covid-smit. 15. júní 2020 12:20
Inga heimtar opinbera rannsókn á komu rúmensku „glæpamannanna“ Formaður Flokks fólksins segir ólíðandi að kórónusýktir glæpamenn valsi hér um eins og ekkert sé. 15. júní 2020 16:15