Líkir Guðmundi Franklín við Trump og segist ekki ætla að kjósa hann Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. júní 2020 08:13 Guðmundur Franklín Jónsson forsetaframbjóðandi, Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður Pírata og Donald Trump Bandaríkjaforseti. Samsett/Vilhelm/getty Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður Pírata líkir Guðmundi Franklín Jónssyni forsetaframbjóðanda við Donald Trump Bandaríkjaforseta í pistli sem sá fyrrnefndi birti á Facebook-síðu sinni í gærkvöldi. Þá segir Helgi að forsetatíð Guðmunds Franklíns myndi einkennast af „dómgreindar- og ábyrgðarleysi, fljótfærni, ofureinföldunum og skeytingarleysi gagnvart staðreyndum.“ Helgi byrjar pistil sinn á því að segjast ekki hafa kosið Guðna Th. Jóhannesson forseta Íslands í síðustu forsetakosningum árið 2016. Hann muni hins vegar gera það núna þar sem hinn kosturinn, þ.e. Guðmundur Franklín, sé „svo arfaslakur að það er ekki verjandi að kjósa ekki gegn honum.“ Helgi rökstyður þessa skoðun sína með því að segja Guðmund Franklín hafa sýnt bæði „getu- og metnaðarleysi“ í því að draga rökréttar ályktanir út frá „aðgengilegum upplýsingum og rökfræði“. „Hann virðist einfaldlega taka því fyrsta sem honum dettur í hug sem augljósum sannleika ef það passar við heimsmyndina hans. Heimsmynd hans virðist síðan hafa verið mótuð með sömu aðferð, og hefur því sömu galla og flestar ályktanir hans um stjórnmál: að vera með afbrigðum óáreiðanleg,“ skrifar Helgi. Það þýði þó ekki að Guðmundur Franklín hafi alltaf rangt fyrir sér eða að allt sem hann segi sé rangt. Trump „vitleysingur og hrotti“ Þá þykir Helga pólitískur stíll Guðmundar Franklíns minna „óneitanlega“ á stíl Donalds Trumps, Bandaríkjaforseta. „…[…] sem kemur ekki á óvart miðað við að Guðmundur Franklín hefur opinberlega lýst yfir stuðningi við þann dæmalausa vitleysing og hrotta. Það er eins og að þessi týpa líti svo á að sannleikurinn sé eitthvað svo óaðgengilegt og órannsakanlegt, að skoðanir fólks séu í rauninni alveg jafn gildar og staðreyndir.“ Helgi segir það loks augljóst að Guðmundur Franklín kæmi til með að fara mjög illa með forsetavaldið. „Allt bendir til þess að hann myndi nýta málskotsréttinn fyrst og fremst í takt við eigin geðþótta en ekki vilja kjósenda, sbr. margra mánaða löngum undirskriftasöfnunum gegn þriðja orkupakkanum, sem aldrei komust nálægt 10%-markinu, og sem Guðmundur Franklín hefur margsinnis opinberað algjört skilningsleysi sitt á,“ skrifar Helgi. Ljóst sé að forsetatíð Guðmundar Franklíns myndi einkennast af „dómgreindar- og ábyrgðarleysi, fljótfærni, ofureinföldunum og skeytingarleysi gagnvart staðreyndum.“ Pistil Helga má sjá í heild hér að neðan. Guðmundur Franklín hefur í gegnum tíðina lýst yfir ánægju með Trump. Líkt og Vísir tók saman í byrjun vikunnar sagði Guðmundur Franklín í viðtali við Útvarp Sögu fyrir tæpum tveimur árum að þær konur sem halda því fram að þær hafi átt í kynferðislegu sambandi við Trump væru „dræsur“ sem demókratar hefðu dregið fram. „Hverjum dettur í hug að klassagaur eins og Donald Trump sé að fara að taka svona dömur?“ spurði Guðmundur Franklín í viðtalinu. Samkvæmt skoðanakönnunum sem framkvæmdar hafa verið í aðdraganda forsetakosninganna þann 27. júní næstkomandi hefur Guðni yfirburðarfylgi. Sá síðarnefndi fengi 92,4 prósent atkvæða en Guðmundur Franklín 7,6 prósent, samkvæmt könnun Maskínu og Stöðvar 2 sem gerð var fyrr í mánuðinum. Forseti Íslands Tengdar fréttir Guðmundur Franklín gersigraði Guðna að mati hlustenda Útvarps Sögu Tæp 65 prósent þátttakenda í netkönnun útvarpsstöðvarinnar telja Guðmund Franklín sigurvegara í sjónvarpskappræðum. 12. júní 2020 13:53 Stuðningsmenn Guðna gætu reynst værukærari og munurinn minnkað Sökum yfirburðarstöðu sitjandi forseta í könnunum gætu stuðningsmenn hans reynst værukærari og síður mætt á kjörstað, að mati prófessors í stjórnmálafræði. Það sé eitt það helsta sem gæti hnikað til stöðunni á kjördag. Hann segir mótframboðið tengjast þjóðernispopúlisma sem njóti vaxandi fylgis víða um heim. 12. júní 2020 13:28 Twitter um kappræðurnar: „Gæinn er sjálfstætt starfandi meme-verksmiðja“ Kappræður forsetaframbjóðendanna Guðna Th. Jóhannessonar og Guðmundar Franklíns Jónssonar hafa vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum. 12. júní 2020 11:04 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Sjá meira
Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður Pírata líkir Guðmundi Franklín Jónssyni forsetaframbjóðanda við Donald Trump Bandaríkjaforseta í pistli sem sá fyrrnefndi birti á Facebook-síðu sinni í gærkvöldi. Þá segir Helgi að forsetatíð Guðmunds Franklíns myndi einkennast af „dómgreindar- og ábyrgðarleysi, fljótfærni, ofureinföldunum og skeytingarleysi gagnvart staðreyndum.“ Helgi byrjar pistil sinn á því að segjast ekki hafa kosið Guðna Th. Jóhannesson forseta Íslands í síðustu forsetakosningum árið 2016. Hann muni hins vegar gera það núna þar sem hinn kosturinn, þ.e. Guðmundur Franklín, sé „svo arfaslakur að það er ekki verjandi að kjósa ekki gegn honum.“ Helgi rökstyður þessa skoðun sína með því að segja Guðmund Franklín hafa sýnt bæði „getu- og metnaðarleysi“ í því að draga rökréttar ályktanir út frá „aðgengilegum upplýsingum og rökfræði“. „Hann virðist einfaldlega taka því fyrsta sem honum dettur í hug sem augljósum sannleika ef það passar við heimsmyndina hans. Heimsmynd hans virðist síðan hafa verið mótuð með sömu aðferð, og hefur því sömu galla og flestar ályktanir hans um stjórnmál: að vera með afbrigðum óáreiðanleg,“ skrifar Helgi. Það þýði þó ekki að Guðmundur Franklín hafi alltaf rangt fyrir sér eða að allt sem hann segi sé rangt. Trump „vitleysingur og hrotti“ Þá þykir Helga pólitískur stíll Guðmundar Franklíns minna „óneitanlega“ á stíl Donalds Trumps, Bandaríkjaforseta. „…[…] sem kemur ekki á óvart miðað við að Guðmundur Franklín hefur opinberlega lýst yfir stuðningi við þann dæmalausa vitleysing og hrotta. Það er eins og að þessi týpa líti svo á að sannleikurinn sé eitthvað svo óaðgengilegt og órannsakanlegt, að skoðanir fólks séu í rauninni alveg jafn gildar og staðreyndir.“ Helgi segir það loks augljóst að Guðmundur Franklín kæmi til með að fara mjög illa með forsetavaldið. „Allt bendir til þess að hann myndi nýta málskotsréttinn fyrst og fremst í takt við eigin geðþótta en ekki vilja kjósenda, sbr. margra mánaða löngum undirskriftasöfnunum gegn þriðja orkupakkanum, sem aldrei komust nálægt 10%-markinu, og sem Guðmundur Franklín hefur margsinnis opinberað algjört skilningsleysi sitt á,“ skrifar Helgi. Ljóst sé að forsetatíð Guðmundar Franklíns myndi einkennast af „dómgreindar- og ábyrgðarleysi, fljótfærni, ofureinföldunum og skeytingarleysi gagnvart staðreyndum.“ Pistil Helga má sjá í heild hér að neðan. Guðmundur Franklín hefur í gegnum tíðina lýst yfir ánægju með Trump. Líkt og Vísir tók saman í byrjun vikunnar sagði Guðmundur Franklín í viðtali við Útvarp Sögu fyrir tæpum tveimur árum að þær konur sem halda því fram að þær hafi átt í kynferðislegu sambandi við Trump væru „dræsur“ sem demókratar hefðu dregið fram. „Hverjum dettur í hug að klassagaur eins og Donald Trump sé að fara að taka svona dömur?“ spurði Guðmundur Franklín í viðtalinu. Samkvæmt skoðanakönnunum sem framkvæmdar hafa verið í aðdraganda forsetakosninganna þann 27. júní næstkomandi hefur Guðni yfirburðarfylgi. Sá síðarnefndi fengi 92,4 prósent atkvæða en Guðmundur Franklín 7,6 prósent, samkvæmt könnun Maskínu og Stöðvar 2 sem gerð var fyrr í mánuðinum.
Forseti Íslands Tengdar fréttir Guðmundur Franklín gersigraði Guðna að mati hlustenda Útvarps Sögu Tæp 65 prósent þátttakenda í netkönnun útvarpsstöðvarinnar telja Guðmund Franklín sigurvegara í sjónvarpskappræðum. 12. júní 2020 13:53 Stuðningsmenn Guðna gætu reynst værukærari og munurinn minnkað Sökum yfirburðarstöðu sitjandi forseta í könnunum gætu stuðningsmenn hans reynst værukærari og síður mætt á kjörstað, að mati prófessors í stjórnmálafræði. Það sé eitt það helsta sem gæti hnikað til stöðunni á kjördag. Hann segir mótframboðið tengjast þjóðernispopúlisma sem njóti vaxandi fylgis víða um heim. 12. júní 2020 13:28 Twitter um kappræðurnar: „Gæinn er sjálfstætt starfandi meme-verksmiðja“ Kappræður forsetaframbjóðendanna Guðna Th. Jóhannessonar og Guðmundar Franklíns Jónssonar hafa vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum. 12. júní 2020 11:04 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Sjá meira
Guðmundur Franklín gersigraði Guðna að mati hlustenda Útvarps Sögu Tæp 65 prósent þátttakenda í netkönnun útvarpsstöðvarinnar telja Guðmund Franklín sigurvegara í sjónvarpskappræðum. 12. júní 2020 13:53
Stuðningsmenn Guðna gætu reynst værukærari og munurinn minnkað Sökum yfirburðarstöðu sitjandi forseta í könnunum gætu stuðningsmenn hans reynst værukærari og síður mætt á kjörstað, að mati prófessors í stjórnmálafræði. Það sé eitt það helsta sem gæti hnikað til stöðunni á kjördag. Hann segir mótframboðið tengjast þjóðernispopúlisma sem njóti vaxandi fylgis víða um heim. 12. júní 2020 13:28
Twitter um kappræðurnar: „Gæinn er sjálfstætt starfandi meme-verksmiðja“ Kappræður forsetaframbjóðendanna Guðna Th. Jóhannessonar og Guðmundar Franklíns Jónssonar hafa vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum. 12. júní 2020 11:04