Ungar konur leiða þróun á rafrænum ökuskírteinum Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 18. júní 2020 10:02 Þórdís Jóna Jónsdóttir, Edda Konráðsdóttir, Vigdís Hlíf Jóhönnudóttir, Vaka Njálsdóttir, Andrea Skúladóttir, Helga Lárusdóttir og Katla Rún Arnórsdóttir leiða þróun á stafrænum ökuskírteinum. Aðsend mynd Fyrirtækið Smart Solutions þróar nú rafræn ökuskírteini en 87,5% starfsmanna eru nú konur. Þær ætla sér að hrista upp í þeim staðalímyndum sem lita tækniheiminn og sprotafyrirtæki á Íslandi í dag. Smart Solutions er íslenskt sprotafyrirtæki sem vinnur að stafrænni væðingu hversdagsleikans með því að þróa lausnir sem snúa að hagræðingu á þjónustu ríkis og sveitafélaga við almenning. Fyrsta lausn fyrirtækisins er útgáfa á íslenskum ökuskírteinum á rafrænu formi. Fyrirtækið fékk á dögunum styrk frá Tækniþróunarsjóði og Nýsköpunarsjóði Námsmanna og hefur í kjölfarið ráðið inn í teymið fimm ungar konur með það að leiðarljósi að sækja fram í tækniheiminum. Skapa vettvang fyrir ungar konur í tækni „Stofnendur Smart Solutions eru feðginin Þórdís Jóna Jónsdóttir og Jón Jarl Þorgrímsson en þau hafa þróað tæknilausnir s.l. 2 ár er snúa að stafrænum pössum og veskis appi. Í janúar 2020 gekk Edda Konráðsdóttir til liðs við Smart Solutions og sér hún um viðskiptaþróun fyrirtækisins. Nú stækkar teymið enn á ný þar sem fimm ungar konur ganga til liðs við Smart Solutions, þær Vigdís Hlíf Jóhönnudóttir og Vaka Njálsdóttir sem sölu- og markaðsfulltrúar og þær Andrea Skúladóttir, Helga Lárusdóttir og Katla Rún Arnórsdóttir sem forritarar,“ segir í tilkynningu frá fyrirtækinu. „Smart Solutions hefur unnið að stafrænni væðingu ökuskírteinisins í samráði við Ríkislögreglustjóra og Stafrænt Ísland og hefur það samstarf gengið vel. Fyrirtækið býður upp á stafræna þjónustu á formi passa í gegnum veskisapp í snjallsímum. Allt sem gamla seðlaveskið innihélt áður er nú hægt að útfæra sem stafræna passa og verður á næstunni hægt að geyma í snjallforriti fyrirtækisins, Smart Wallet, eða hvaða veskisappi sem er á iOS eða Android.“ feðginin Þórdís Jóna Jónsdóttir og Jón Jarl ÞorgrímssonAðsend mynd „Þróun stafræna ökuskírteinisins er nú á lokametrunum og við sjáum fram á að það verði aðgengilegt öllum í júní. Tækniþróunarsjóður og Nýsköpunarsjóður námsmanna hafa veitt okkur stuðning og tækifæri til þess að sækja fram á íslenskum markaði og munum við nýta það tækifæri til þess að efla stuðningsumhverfi kvenna í tækni og skapa vettvang fyrir ungar konur innan tæknigeirans,“ segir Þórdís Jóna Jónsdóttir, stofnandi og tæknistjóri Smart Solutions „Fyrirtækið Smart Solutions snýr að því að auka innlenda verðmætasköpun á sviði stafrænnar væðingar á þjónustu. Með lausnum fyrirtækisins er líf almennings einfaldað þar sem hlutir líkt og ökuskírteini og önnur kort eða miðar geta auðveldlega gleymst þegar fólk er á ferð og flugi. Á sama tíma sporna lausnir Smart Solutions við sóun á plasti og pappír með einföldum umhverfisvænum lausnum. Möguleikarnir eru nánast endalausir og fyrirtækið er nú, með auknum starfskrafti, enn betur í stakk búið til að sækja fram og takast á við enn fleiri verkefni,“ segir í tilkynningunni. Nýsköpun Tækni Tengdar fréttir Stafrænu ökuskírteinin munu ekki gilda utan landsteinanna Stafræn ökuskírteini verða jafngild hefðbundnum ökuskírteinum á Íslandi en munu ekki gilda annars staðar en hér á landi. 12. júní 2020 20:55 Starfsfólk Vínbúðanna fagnar rafrænu ökuskírteinunum Aðstoðarforstjóri ÁTVR segist gera ráð fyrir að starfsfólk Vínbúðanna muni fagna hinum nýju rafrænum skilríkjum sem væntanleg eru í lok mánaðar. 12. júní 2020 08:21 Rafræn ökuskírteini væntanleg í lok júní Íslendingar munu geta haft ökuskírteini sín á rafrænu formi í símanum sínum í lok júní ef allt gengur upp. 10. júní 2020 18:00 Mest lesið Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Fyrirtækið Smart Solutions þróar nú rafræn ökuskírteini en 87,5% starfsmanna eru nú konur. Þær ætla sér að hrista upp í þeim staðalímyndum sem lita tækniheiminn og sprotafyrirtæki á Íslandi í dag. Smart Solutions er íslenskt sprotafyrirtæki sem vinnur að stafrænni væðingu hversdagsleikans með því að þróa lausnir sem snúa að hagræðingu á þjónustu ríkis og sveitafélaga við almenning. Fyrsta lausn fyrirtækisins er útgáfa á íslenskum ökuskírteinum á rafrænu formi. Fyrirtækið fékk á dögunum styrk frá Tækniþróunarsjóði og Nýsköpunarsjóði Námsmanna og hefur í kjölfarið ráðið inn í teymið fimm ungar konur með það að leiðarljósi að sækja fram í tækniheiminum. Skapa vettvang fyrir ungar konur í tækni „Stofnendur Smart Solutions eru feðginin Þórdís Jóna Jónsdóttir og Jón Jarl Þorgrímsson en þau hafa þróað tæknilausnir s.l. 2 ár er snúa að stafrænum pössum og veskis appi. Í janúar 2020 gekk Edda Konráðsdóttir til liðs við Smart Solutions og sér hún um viðskiptaþróun fyrirtækisins. Nú stækkar teymið enn á ný þar sem fimm ungar konur ganga til liðs við Smart Solutions, þær Vigdís Hlíf Jóhönnudóttir og Vaka Njálsdóttir sem sölu- og markaðsfulltrúar og þær Andrea Skúladóttir, Helga Lárusdóttir og Katla Rún Arnórsdóttir sem forritarar,“ segir í tilkynningu frá fyrirtækinu. „Smart Solutions hefur unnið að stafrænni væðingu ökuskírteinisins í samráði við Ríkislögreglustjóra og Stafrænt Ísland og hefur það samstarf gengið vel. Fyrirtækið býður upp á stafræna þjónustu á formi passa í gegnum veskisapp í snjallsímum. Allt sem gamla seðlaveskið innihélt áður er nú hægt að útfæra sem stafræna passa og verður á næstunni hægt að geyma í snjallforriti fyrirtækisins, Smart Wallet, eða hvaða veskisappi sem er á iOS eða Android.“ feðginin Þórdís Jóna Jónsdóttir og Jón Jarl ÞorgrímssonAðsend mynd „Þróun stafræna ökuskírteinisins er nú á lokametrunum og við sjáum fram á að það verði aðgengilegt öllum í júní. Tækniþróunarsjóður og Nýsköpunarsjóður námsmanna hafa veitt okkur stuðning og tækifæri til þess að sækja fram á íslenskum markaði og munum við nýta það tækifæri til þess að efla stuðningsumhverfi kvenna í tækni og skapa vettvang fyrir ungar konur innan tæknigeirans,“ segir Þórdís Jóna Jónsdóttir, stofnandi og tæknistjóri Smart Solutions „Fyrirtækið Smart Solutions snýr að því að auka innlenda verðmætasköpun á sviði stafrænnar væðingar á þjónustu. Með lausnum fyrirtækisins er líf almennings einfaldað þar sem hlutir líkt og ökuskírteini og önnur kort eða miðar geta auðveldlega gleymst þegar fólk er á ferð og flugi. Á sama tíma sporna lausnir Smart Solutions við sóun á plasti og pappír með einföldum umhverfisvænum lausnum. Möguleikarnir eru nánast endalausir og fyrirtækið er nú, með auknum starfskrafti, enn betur í stakk búið til að sækja fram og takast á við enn fleiri verkefni,“ segir í tilkynningunni.
Nýsköpun Tækni Tengdar fréttir Stafrænu ökuskírteinin munu ekki gilda utan landsteinanna Stafræn ökuskírteini verða jafngild hefðbundnum ökuskírteinum á Íslandi en munu ekki gilda annars staðar en hér á landi. 12. júní 2020 20:55 Starfsfólk Vínbúðanna fagnar rafrænu ökuskírteinunum Aðstoðarforstjóri ÁTVR segist gera ráð fyrir að starfsfólk Vínbúðanna muni fagna hinum nýju rafrænum skilríkjum sem væntanleg eru í lok mánaðar. 12. júní 2020 08:21 Rafræn ökuskírteini væntanleg í lok júní Íslendingar munu geta haft ökuskírteini sín á rafrænu formi í símanum sínum í lok júní ef allt gengur upp. 10. júní 2020 18:00 Mest lesið Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Stafrænu ökuskírteinin munu ekki gilda utan landsteinanna Stafræn ökuskírteini verða jafngild hefðbundnum ökuskírteinum á Íslandi en munu ekki gilda annars staðar en hér á landi. 12. júní 2020 20:55
Starfsfólk Vínbúðanna fagnar rafrænu ökuskírteinunum Aðstoðarforstjóri ÁTVR segist gera ráð fyrir að starfsfólk Vínbúðanna muni fagna hinum nýju rafrænum skilríkjum sem væntanleg eru í lok mánaðar. 12. júní 2020 08:21
Rafræn ökuskírteini væntanleg í lok júní Íslendingar munu geta haft ökuskírteini sín á rafrænu formi í símanum sínum í lok júní ef allt gengur upp. 10. júní 2020 18:00