Innlent

Boða til upp­lýsinga­fundar vegna landa­mæra­skimunar í dag

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýsingafundi vegna landamæraskimunar á þriðjudag.
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýsingafundi vegna landamæraskimunar á þriðjudag. Vísir/Vilhelm

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðar til upplýsingafundar vegna kórónuveirunnar klukkan 14:00 í húsakynnum Landlæknisembættisins að Katrínartúni 2. Á fundinum verður fjallað um stöðu mála varðandi opnun landamæra. 

Sýnt verður beint frá fundinum hér á Vísi og á sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísir. Gera má ráð fyrir að fundurinn í dag verði með svipuðu sniði og á þriðjudag, þegar fyrsti upplýsingafundurinn vegna landamæraskimunar var haldinn.

Skimun hófst á Keflavíkurflugvelli á mánudag. Fjórir ferðalangar hafa alls greinst með veiruna í skimunum hingað til. Þá greindist lögreglukona með veiruna í vikunni eftir að hafa tekið þátt í aðgerðum vegna Rúmena sem komu hingað til lands í síðustu viku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×