Að leggja bílnum á lífeyrisaldri Björn Berg Gunnarsson skrifar 19. júní 2020 08:00 Það getur verið æði kostnaðarsamt að eiga og reka bíl. Auk þess getur komið sá tími að við treystum okkur ekki eða kjósum síður að keyra sjálf og viljum skoða aðra fararmáta. En hvað kostar þetta allt saman? Er ekki allt of dýrt að skipta bílnum út fyrir leigubílaferðir eða gæti það verið raunhæfur kostur? Leigubílar Á grafinu hér að neðan er að finna dæmi um kostnað við tiltekinn fjölda leigubílaferða í viku hverri. Auk þess er hægt að leigja leigubíl í klukkustund. Hér er miðað við að eknir séu 5 kílómetrar í hvora átt, sem samsvarar t.d. akstri frá Seltjarnarnesi í Kringluna. Til samanburðar hefur Félag íslenskra bifreiðaeigenda um árabil tekið saman dæmi um rekstrarkostnað eigin bifreiðar. Samkvæmt áætlun þeirra fyrir árið 2020 kostar tæpar 1,4 milljónir króna að eiga og reka 3,6 milljóna króna bíl og aka hann 15.000 kílómetra á ári. Inni í þeirri tölu er verðlækkun bílsins, eldsneyti, tryggingar, dekk, skoðun og fleira. Ef við berum þann kostnað saman við notkun leigubíls sést að kannski er leigubíllinn raunhæfari kostur en halda mætti við fyrstu sýn og gæti jafnvel verið ódýrari en rekstur eigin bíls. Í þeim tilvikum sem lífeyrisþegum bjóðast afsláttarkjör á þjónustu leigubílastöðva eykst sparnaðurinn enn frekar. Aðrir kostir En hvað með að nýta fleiri en einn valkost? Sé gott aðgengi að strætóstoppistöð og veðrið skaplegt má svo sannarlega nýta sér þá þjónustu sem oftast. Árskort fyrir 67 ára og eldri kostar einungis 23.200 krónur og getur notkun strætisvagna dregið stórlega úr samgöngukostnaði heimilisins. Þar að auki hafa svokallaðir Zipbílar hafið innreið sína á íslenskan markað, en nálgast má slíka bíla á bílastæðum víðs vegar um höfuðborgarsvæðið og greiða klukkutímagjald fyrir notkun þeirra, auk mánaðargjalds. Sé slíkur bíll leigður 5 daga vikunnar í 90 mínútur í senn er heildarkostnaðurinn um hálf milljón króna á ári, sem líklegt er að sé talsvert undir rekstrarkostnaði hins hefðbundna fjölskyldubíls. Með blandaðri notkun fararskjóta sem henta tilefni, veðri, efnum og hentisemi má svo sannarlega láta á það reyna hvort hægt sé að spara einhverja fjármuni og jafnvel láta aðra um aksturinn og láta fara vel um sig. Höfundur er deildarstjóri Greiningar og fræðslu Íslandsbanka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bílar Eldri borgarar Leigubílar Björn Berg Gunnarsson Mest lesið „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Iðkum nægjusemi, nýtum náttúruna Borghildur Gunnarsdóttir,Ósk Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Það getur verið æði kostnaðarsamt að eiga og reka bíl. Auk þess getur komið sá tími að við treystum okkur ekki eða kjósum síður að keyra sjálf og viljum skoða aðra fararmáta. En hvað kostar þetta allt saman? Er ekki allt of dýrt að skipta bílnum út fyrir leigubílaferðir eða gæti það verið raunhæfur kostur? Leigubílar Á grafinu hér að neðan er að finna dæmi um kostnað við tiltekinn fjölda leigubílaferða í viku hverri. Auk þess er hægt að leigja leigubíl í klukkustund. Hér er miðað við að eknir séu 5 kílómetrar í hvora átt, sem samsvarar t.d. akstri frá Seltjarnarnesi í Kringluna. Til samanburðar hefur Félag íslenskra bifreiðaeigenda um árabil tekið saman dæmi um rekstrarkostnað eigin bifreiðar. Samkvæmt áætlun þeirra fyrir árið 2020 kostar tæpar 1,4 milljónir króna að eiga og reka 3,6 milljóna króna bíl og aka hann 15.000 kílómetra á ári. Inni í þeirri tölu er verðlækkun bílsins, eldsneyti, tryggingar, dekk, skoðun og fleira. Ef við berum þann kostnað saman við notkun leigubíls sést að kannski er leigubíllinn raunhæfari kostur en halda mætti við fyrstu sýn og gæti jafnvel verið ódýrari en rekstur eigin bíls. Í þeim tilvikum sem lífeyrisþegum bjóðast afsláttarkjör á þjónustu leigubílastöðva eykst sparnaðurinn enn frekar. Aðrir kostir En hvað með að nýta fleiri en einn valkost? Sé gott aðgengi að strætóstoppistöð og veðrið skaplegt má svo sannarlega nýta sér þá þjónustu sem oftast. Árskort fyrir 67 ára og eldri kostar einungis 23.200 krónur og getur notkun strætisvagna dregið stórlega úr samgöngukostnaði heimilisins. Þar að auki hafa svokallaðir Zipbílar hafið innreið sína á íslenskan markað, en nálgast má slíka bíla á bílastæðum víðs vegar um höfuðborgarsvæðið og greiða klukkutímagjald fyrir notkun þeirra, auk mánaðargjalds. Sé slíkur bíll leigður 5 daga vikunnar í 90 mínútur í senn er heildarkostnaðurinn um hálf milljón króna á ári, sem líklegt er að sé talsvert undir rekstrarkostnaði hins hefðbundna fjölskyldubíls. Með blandaðri notkun fararskjóta sem henta tilefni, veðri, efnum og hentisemi má svo sannarlega láta á það reyna hvort hægt sé að spara einhverja fjármuni og jafnvel láta aðra um aksturinn og láta fara vel um sig. Höfundur er deildarstjóri Greiningar og fræðslu Íslandsbanka.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun