Tveimur Rúmenanna verður vísað úr landi Sylvía Hall skrifar 18. júní 2020 13:03 Frá aðgerðum þegar verið var að flytja hluta Rúmenanna í Farsóttarhúsið við Rauðarárstíg. Vísir/Baldur Ákvörðun hefur verið tekin um að vísa tveimur Rúmenum úr landi sem gerðust sekir um brot á sóttvarnalögum og hafa ellefu verið sektaðir. Mál hinna níu er enn til meðferðar og er því mögulegt að ákveðið verði að vísa fleirum úr landi. Ríkisútvarpið greindi fyrst frá. Fjórtán Rúmenar eru vistaðir í farsóttarhúsinu við Rauðarárstíg í Reykjavík eftir að hafa rofið sóttkví. Sautján dvelja því í farsóttarhúsinu sem stendur en á síðustu dögum bættust við þrír Rúmenar og þrír hælisleitendur. Sektirnar sem um ræðir eru á bilinu 150 til 250 þúsund krónur. Tvö sem dvelja í farsóttarhúsinu reyndust smituð af kórónuveirunni sem veldur Covid-19 og eru þau í einangrun. Þá eru þau jafnframt grunuð um þjófnað úr verslun á Suðurlandi en þau áttu að vera í sóttkví þegar þau voru handtekin. Ein lögreglukona smitaðist af veirunni eftir að tekið þátt í aðgerðum lögreglu vegna málsins. Á vef Ríkisútvarpsins er haft eftir Sveini Kristjáni Rúnarssyni yfirlögregluþjóni að búið sé að finna flestar verslanir sem þýfið er úr. Ekki sé um mikil verðmæti að ræða og rannsókn sé vel á veg komin. Einn af þeim þremur sem voru handtekin vegna málsins reyndist vera með íslenska kennitölu og hefur verið búsettur hér á landi. Hann var þó nýkominn til landsins þegar hann var handtekinn. Lögreglumál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Þrír hælisleitendur í farsóttahúsinu: Sérstakar reglur gilda um hælisleitendur og sóttkví Þrír hælisleitendur og þrír Rúmenar, sem lögregla lýsti eftir í gær, bættust í hóp þeirra sem dvelja í farsóttahúsinu á Rauðarárstíg. Þar dvelja nú sautján manns. 17. júní 2020 12:00 Tuttugu og tveir í sóttkví vegna smitsins Um fjórtán hundruð manns komu til landsins í gær um Keflavíkurflugvöll en um 1100 í fyrradag, 120 manns komu til landsins með Norrænu í gær. Tvö sýni sem tekin voru á vellinum í fyrradag reyndust jákvæð, annað hjá erlendum ferðamanni með mótefni í blóði en hitt hjá Íslendingi búsettum erlendis. 17. júní 2020 11:35 Smituðu lögreglumann á Suðurlandi Svo virðist sem að Rúmenarnir tveir sem komu hingað til lands í síðustu viku og reyndust smitaðir af kórónuveirunni hafi smitað lögreglumann hjá Lögreglunni á Suðurlandi, en lögreglan þurfti að hafa afskipti af mönnunum. 16. júní 2020 14:20 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Fleiri fréttir Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Sjá meira
Ákvörðun hefur verið tekin um að vísa tveimur Rúmenum úr landi sem gerðust sekir um brot á sóttvarnalögum og hafa ellefu verið sektaðir. Mál hinna níu er enn til meðferðar og er því mögulegt að ákveðið verði að vísa fleirum úr landi. Ríkisútvarpið greindi fyrst frá. Fjórtán Rúmenar eru vistaðir í farsóttarhúsinu við Rauðarárstíg í Reykjavík eftir að hafa rofið sóttkví. Sautján dvelja því í farsóttarhúsinu sem stendur en á síðustu dögum bættust við þrír Rúmenar og þrír hælisleitendur. Sektirnar sem um ræðir eru á bilinu 150 til 250 þúsund krónur. Tvö sem dvelja í farsóttarhúsinu reyndust smituð af kórónuveirunni sem veldur Covid-19 og eru þau í einangrun. Þá eru þau jafnframt grunuð um þjófnað úr verslun á Suðurlandi en þau áttu að vera í sóttkví þegar þau voru handtekin. Ein lögreglukona smitaðist af veirunni eftir að tekið þátt í aðgerðum lögreglu vegna málsins. Á vef Ríkisútvarpsins er haft eftir Sveini Kristjáni Rúnarssyni yfirlögregluþjóni að búið sé að finna flestar verslanir sem þýfið er úr. Ekki sé um mikil verðmæti að ræða og rannsókn sé vel á veg komin. Einn af þeim þremur sem voru handtekin vegna málsins reyndist vera með íslenska kennitölu og hefur verið búsettur hér á landi. Hann var þó nýkominn til landsins þegar hann var handtekinn.
Lögreglumál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Þrír hælisleitendur í farsóttahúsinu: Sérstakar reglur gilda um hælisleitendur og sóttkví Þrír hælisleitendur og þrír Rúmenar, sem lögregla lýsti eftir í gær, bættust í hóp þeirra sem dvelja í farsóttahúsinu á Rauðarárstíg. Þar dvelja nú sautján manns. 17. júní 2020 12:00 Tuttugu og tveir í sóttkví vegna smitsins Um fjórtán hundruð manns komu til landsins í gær um Keflavíkurflugvöll en um 1100 í fyrradag, 120 manns komu til landsins með Norrænu í gær. Tvö sýni sem tekin voru á vellinum í fyrradag reyndust jákvæð, annað hjá erlendum ferðamanni með mótefni í blóði en hitt hjá Íslendingi búsettum erlendis. 17. júní 2020 11:35 Smituðu lögreglumann á Suðurlandi Svo virðist sem að Rúmenarnir tveir sem komu hingað til lands í síðustu viku og reyndust smitaðir af kórónuveirunni hafi smitað lögreglumann hjá Lögreglunni á Suðurlandi, en lögreglan þurfti að hafa afskipti af mönnunum. 16. júní 2020 14:20 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Fleiri fréttir Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Sjá meira
Þrír hælisleitendur í farsóttahúsinu: Sérstakar reglur gilda um hælisleitendur og sóttkví Þrír hælisleitendur og þrír Rúmenar, sem lögregla lýsti eftir í gær, bættust í hóp þeirra sem dvelja í farsóttahúsinu á Rauðarárstíg. Þar dvelja nú sautján manns. 17. júní 2020 12:00
Tuttugu og tveir í sóttkví vegna smitsins Um fjórtán hundruð manns komu til landsins í gær um Keflavíkurflugvöll en um 1100 í fyrradag, 120 manns komu til landsins með Norrænu í gær. Tvö sýni sem tekin voru á vellinum í fyrradag reyndust jákvæð, annað hjá erlendum ferðamanni með mótefni í blóði en hitt hjá Íslendingi búsettum erlendis. 17. júní 2020 11:35
Smituðu lögreglumann á Suðurlandi Svo virðist sem að Rúmenarnir tveir sem komu hingað til lands í síðustu viku og reyndust smitaðir af kórónuveirunni hafi smitað lögreglumann hjá Lögreglunni á Suðurlandi, en lögreglan þurfti að hafa afskipti af mönnunum. 16. júní 2020 14:20