Innlent

Svona var 77. upp­lýsinga­fundur al­manna­varna

Sylvía Hall skrifar
Svona var 77. upp­lýsinga­fundur al­manna­varna.
Svona var 77. upp­lýsinga­fundur al­manna­varna. Vísir/Vilhelm

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hefur boðað til upplýsingafundar fyrir blaðamenn klukkan 14:00 í Katrínartúni 2.

Á fundinum í dag verða þau Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn, Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir, Alma D. Möller landlæknir og Páll Þórhallsson skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu. Fjallað verður um stöðu mála varðandi opnun landamæra. 

Eitt smit greindist síðastliðinn sólarhring við landamæraskimun. Virk smit hér á landi eru því fimm og fækkar þeim um þrjú milli sólarhringa.

Hægt verður að fylgjast með fundinum í beinni útsendingu hér á Vísi og á Stöð 2 Vísi. Þá verður beint textalýsing frá fundinum hér að neðan. 

Uppfært: Hér að neðan má sjá fundinn í heild sinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira
×