Hæstiréttur bregður aftur fæti fyrir Trump, sem vill nýja dómara Samúel Karl Ólason skrifar 18. júní 2020 17:57 Námsmenn sem búa í Bandaríkjunumn í gegnum DACA fögnuðu fyrir utan Hæstarétt Bandaríkjanna. AP/Manuel Balce Ceneta Hæstiréttur Bandaríkjanna skilaði í dag frá sér þeirri niðurstöðu að ákvörðun Donald Trump, forseta, um að afnema áætlun sem hefur varið fólk sem var flutt ólöglega til Bandaríkjanna sem börn fyrir brottvísun hafi verið ólögmæt. Minnst 650 þúsund ungir innflytjendur búa í Bandaríkjunum í gegnum áætlunina sem sett var á í forsetatíð Barack Obama. Trump hefur varið miklu púðri í að reyna að afnema áætlunina og byrjaði hann árið 2017. Nú virðist málinu lokið en þó eingöngu í bili. Önnur málaferli vegna DACA standa enn yfir og Trump segist ekki hættur. Þegar forsetinn sagði fyrst að áætlunin yrði felld niður átti það að vera á höndum þingsins að komast að niðurstöðu í málinu. Þingmenn beggja flokka vildu finna leið til að halda unga fólkinu í Bandaríkjunum. Trump vildi þó ekki samþykkja neitt slíkt án þess að verulega yrði dregið úr löglegum flutningi fólks til Bandaríkjanna og hann fengi fjárveitingu til að reisa múr á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Viðræðurnar gengu ekki eftir og hafa dómstólar komið í veg fyrir að Trump geti aðhafst einhliða. Ríkisstjórn hans hefur haldið því fram að DACA-áætlunin sé ólögmæt og því beri yfirvöldum að afnema hana. Fimm dómarar komust að þessari niðurstöðu og fjórir lögðust gegn henni. John Roberts, forseti Hæstaréttar, gekk til liðs við frjálslynda dómara. Vill nýja dómara Donald Trump brást reiður við á Twitter. Hann sagði að skipta þyrfti út dómurunum í Hæstarétti og að ef Demókratar nái völdum muni þeir ógna réttindum íhaldssamra Bandaríkjamanna. Hann sagði einnig að ákvörðunin væri pólitísk og stakk upp á því að hún væri gegn lögum Bandaríkjanna. Hann sagðist þó ekki vera hættur að reyna að afnema DACA. As President of the United States, I am asking for a legal solution on DACA, not a political one, consistent with the rule of law. The Supreme Court is not willing to give us one, so now we have to start this process all over again.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 18, 2020 Forsetinn sagðist einnig ætla að endurskoða stuttlista sína yfir dómara sem hægt sé að tilnefna til Hæstaréttar. Það væri mikilvægt íhaldsmönnum, með tilliti til þeirra ákvarðana sem Hæstiréttur hafi tekið að undanförnu. Síðasta ákvörðun Hæstaréttar tryggði réttindi LGBTQ fólks gagnvart því að vera rekin úr starfi vegna kynhneigðar þeirra eða kynvitundar. ...Based on decisions being rendered now, this list is more important than ever before (Second Amendment, Right to Life, Religous Liberty, etc.) – VOTE 2020!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 18, 2020 Barack Obama tísti einnig um ákvörðun Hæstaréttar og sagðist hann fagna með þeim ungu innflytjendum sem treysti á DACA. ...and now to stand up for those ideals, we have to move forward and elect @JoeBiden and a Democratic Congress that does its job, protects DREAMers, and finally creates a system that’s truly worthy of this nation of immigrants once and for all.— Barack Obama (@BarackObama) June 18, 2020 Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Sjá meira
Hæstiréttur Bandaríkjanna skilaði í dag frá sér þeirri niðurstöðu að ákvörðun Donald Trump, forseta, um að afnema áætlun sem hefur varið fólk sem var flutt ólöglega til Bandaríkjanna sem börn fyrir brottvísun hafi verið ólögmæt. Minnst 650 þúsund ungir innflytjendur búa í Bandaríkjunum í gegnum áætlunina sem sett var á í forsetatíð Barack Obama. Trump hefur varið miklu púðri í að reyna að afnema áætlunina og byrjaði hann árið 2017. Nú virðist málinu lokið en þó eingöngu í bili. Önnur málaferli vegna DACA standa enn yfir og Trump segist ekki hættur. Þegar forsetinn sagði fyrst að áætlunin yrði felld niður átti það að vera á höndum þingsins að komast að niðurstöðu í málinu. Þingmenn beggja flokka vildu finna leið til að halda unga fólkinu í Bandaríkjunum. Trump vildi þó ekki samþykkja neitt slíkt án þess að verulega yrði dregið úr löglegum flutningi fólks til Bandaríkjanna og hann fengi fjárveitingu til að reisa múr á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Viðræðurnar gengu ekki eftir og hafa dómstólar komið í veg fyrir að Trump geti aðhafst einhliða. Ríkisstjórn hans hefur haldið því fram að DACA-áætlunin sé ólögmæt og því beri yfirvöldum að afnema hana. Fimm dómarar komust að þessari niðurstöðu og fjórir lögðust gegn henni. John Roberts, forseti Hæstaréttar, gekk til liðs við frjálslynda dómara. Vill nýja dómara Donald Trump brást reiður við á Twitter. Hann sagði að skipta þyrfti út dómurunum í Hæstarétti og að ef Demókratar nái völdum muni þeir ógna réttindum íhaldssamra Bandaríkjamanna. Hann sagði einnig að ákvörðunin væri pólitísk og stakk upp á því að hún væri gegn lögum Bandaríkjanna. Hann sagðist þó ekki vera hættur að reyna að afnema DACA. As President of the United States, I am asking for a legal solution on DACA, not a political one, consistent with the rule of law. The Supreme Court is not willing to give us one, so now we have to start this process all over again.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 18, 2020 Forsetinn sagðist einnig ætla að endurskoða stuttlista sína yfir dómara sem hægt sé að tilnefna til Hæstaréttar. Það væri mikilvægt íhaldsmönnum, með tilliti til þeirra ákvarðana sem Hæstiréttur hafi tekið að undanförnu. Síðasta ákvörðun Hæstaréttar tryggði réttindi LGBTQ fólks gagnvart því að vera rekin úr starfi vegna kynhneigðar þeirra eða kynvitundar. ...Based on decisions being rendered now, this list is more important than ever before (Second Amendment, Right to Life, Religous Liberty, etc.) – VOTE 2020!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 18, 2020 Barack Obama tísti einnig um ákvörðun Hæstaréttar og sagðist hann fagna með þeim ungu innflytjendum sem treysti á DACA. ...and now to stand up for those ideals, we have to move forward and elect @JoeBiden and a Democratic Congress that does its job, protects DREAMers, and finally creates a system that’s truly worthy of this nation of immigrants once and for all.— Barack Obama (@BarackObama) June 18, 2020
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Sjá meira