Smituðum fjölgar í minnst 77 ríkjum heims Samúel Karl Ólason skrifar 18. júní 2020 22:03 Götusölumenn í Lima í peru hunsa tilmæli um félagsforðun. Smituðum hefur fjölgað hratt í Perú og mörgum öðrum ríkjum Suður-Ameríku. AP/Rodrigo Abd Heimsfaraldur nýju kórónuveirunnar er ekki í rénun og þvert á móti hefur útbreiðsla hans aukist víðast hvar. Smituðum hefur fjölgað í minnst 77 ríkjum heims á undanförnum tveimur vikum og en að mestu má rekja fjölgunina til Ameríku, Afríku og Asíu. Á þriðjudaginn tilkynntu ríki heimsins rúmlega 140 þúsund nýsmitaða og í gær voru þeir 166 þúsund. Þessi tveir dagar eru meðal þeirra þriggja verstu frá því að faraldurinn hófst. Samkvæmt frétt New York Times hefur smituðum fækkað í minnst 43 ríkjum á síðustu tveimur vikum. Í Afríku tók það um 100 daga að staðfesta hundrað þúsund smit. Næstu hundrað þúsund tóku einungis 19 daga. Líklegast má þó bæði rekja það til hraðari dreifingu Covid-19 og aukinnar skimunar. Samkvæmt tölum frá Johns Hopkins háskólanum, þar sem fylgst er með opinberum tölum ríkja, hafa um það bil 8,4 milljónir smitast af veirunni og rúmlega 450 þúsund eru dánir. Útlit er þó fyrir að tala látinna sé víða mun lægri en hún á að vera. Blaðamenn víða um heim hafa verið að bera meðaltal látinna yfir nokkur ár við saman við fjölda látinna á undanförnum mánuðum til að reyna að fá betri yfirsýn yfir raunverulegan fjölda látinna. Sagan er víðast hvar sú sama. Fleiri eru dánir en yfirvöld segja og munar miklu sum staðar. Rannsókn BBC vísar til að mynda til þess að minnst 130 þúsund fleiri hafi dáið á heimsvísu en opinberar tölur segja til um. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Minntust þeirra sem hafa látist í faraldrinum Sænska fánanum var flaggað í hálfa stöng fyrir framan Riksdag, sænska þingið, í dag þegar haldin var minningarathöfn um þau sem hafa látist í landinu af völdum Covid-19 sýkingarinnar sem kórónuveiran veldur. 17. júní 2020 16:45 Bretaprins finnur enn hvorki bragð né lykt Karl Bretaprins glímir enn við afleiðingar kórónuveirusýkingarinnar sem hrjáði hann í mars síðastliðinn en bragð- og þefskyn prinsins hefur ekki batnað. 16. júní 2020 22:40 Ástandið í Peking vegna kórónuveirunnar grafalvarlegt Yfirvöld í Peking segja nýjustu útbreiðslu kórónuveirufaraldursins mjög alvarlega. Tugir nýrra tilfella hafa komið upp á síðustu dögum og í kjölfarið hefur íþrótta- og viðburðastöðum verið lokað og ferðabann verið sett í gildi. 16. júní 2020 10:36 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Fleiri fréttir Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Sjá meira
Heimsfaraldur nýju kórónuveirunnar er ekki í rénun og þvert á móti hefur útbreiðsla hans aukist víðast hvar. Smituðum hefur fjölgað í minnst 77 ríkjum heims á undanförnum tveimur vikum og en að mestu má rekja fjölgunina til Ameríku, Afríku og Asíu. Á þriðjudaginn tilkynntu ríki heimsins rúmlega 140 þúsund nýsmitaða og í gær voru þeir 166 þúsund. Þessi tveir dagar eru meðal þeirra þriggja verstu frá því að faraldurinn hófst. Samkvæmt frétt New York Times hefur smituðum fækkað í minnst 43 ríkjum á síðustu tveimur vikum. Í Afríku tók það um 100 daga að staðfesta hundrað þúsund smit. Næstu hundrað þúsund tóku einungis 19 daga. Líklegast má þó bæði rekja það til hraðari dreifingu Covid-19 og aukinnar skimunar. Samkvæmt tölum frá Johns Hopkins háskólanum, þar sem fylgst er með opinberum tölum ríkja, hafa um það bil 8,4 milljónir smitast af veirunni og rúmlega 450 þúsund eru dánir. Útlit er þó fyrir að tala látinna sé víða mun lægri en hún á að vera. Blaðamenn víða um heim hafa verið að bera meðaltal látinna yfir nokkur ár við saman við fjölda látinna á undanförnum mánuðum til að reyna að fá betri yfirsýn yfir raunverulegan fjölda látinna. Sagan er víðast hvar sú sama. Fleiri eru dánir en yfirvöld segja og munar miklu sum staðar. Rannsókn BBC vísar til að mynda til þess að minnst 130 þúsund fleiri hafi dáið á heimsvísu en opinberar tölur segja til um.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Minntust þeirra sem hafa látist í faraldrinum Sænska fánanum var flaggað í hálfa stöng fyrir framan Riksdag, sænska þingið, í dag þegar haldin var minningarathöfn um þau sem hafa látist í landinu af völdum Covid-19 sýkingarinnar sem kórónuveiran veldur. 17. júní 2020 16:45 Bretaprins finnur enn hvorki bragð né lykt Karl Bretaprins glímir enn við afleiðingar kórónuveirusýkingarinnar sem hrjáði hann í mars síðastliðinn en bragð- og þefskyn prinsins hefur ekki batnað. 16. júní 2020 22:40 Ástandið í Peking vegna kórónuveirunnar grafalvarlegt Yfirvöld í Peking segja nýjustu útbreiðslu kórónuveirufaraldursins mjög alvarlega. Tugir nýrra tilfella hafa komið upp á síðustu dögum og í kjölfarið hefur íþrótta- og viðburðastöðum verið lokað og ferðabann verið sett í gildi. 16. júní 2020 10:36 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Fleiri fréttir Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Sjá meira
Minntust þeirra sem hafa látist í faraldrinum Sænska fánanum var flaggað í hálfa stöng fyrir framan Riksdag, sænska þingið, í dag þegar haldin var minningarathöfn um þau sem hafa látist í landinu af völdum Covid-19 sýkingarinnar sem kórónuveiran veldur. 17. júní 2020 16:45
Bretaprins finnur enn hvorki bragð né lykt Karl Bretaprins glímir enn við afleiðingar kórónuveirusýkingarinnar sem hrjáði hann í mars síðastliðinn en bragð- og þefskyn prinsins hefur ekki batnað. 16. júní 2020 22:40
Ástandið í Peking vegna kórónuveirunnar grafalvarlegt Yfirvöld í Peking segja nýjustu útbreiðslu kórónuveirufaraldursins mjög alvarlega. Tugir nýrra tilfella hafa komið upp á síðustu dögum og í kjölfarið hefur íþrótta- og viðburðastöðum verið lokað og ferðabann verið sett í gildi. 16. júní 2020 10:36