Lífið

Sigurjón tryggir sér kvikmyndaréttinn á Tíbrá

Stefán Árni Pálsson skrifar
Sigurjón Sighvats mun framleiða kvikmynd um glæpasöguna Tíbrá. 
Sigurjón Sighvats mun framleiða kvikmynd um glæpasöguna Tíbrá.  Mynd/Stöð 2/ Kristinn Ingvarsson

Kvikmyndaframleiðandinn Sigurjón Sighvatsson hefur tryggt sér réttinn á glæpasögunni Tíbrá eftir Ármann Jakobsson sem út kom hjá Veröld á dögunum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bókaútgáfunni Veröld.

Tíbrá er þriðja glæpasaga Ármanns og hefur hún hlotið afar góðar viðtökur, setið á metsölulistanum í Eymundsson frá fyrsta degi og fékk fjórar stjörnur í Fréttablaðinu fyrir skemmstu.

Sigurjón Sighvatsson hefur framleitt yfir fjörutíu kvikmyndir og má þar nefna Wild at Heart, sem hlaut Gullpálmann í Cannes á sínum tíma, Basquiat og Brothers, auk sjónvarpsþátta á borð við Twin Peaks og Beverly Hills 90210. Þá framleiddi hann kvikmyndina Gamlinginn sem skreið út um gluggann og hvarf eftir metsölubók Jonas Jonasson sem og mest sóttu íslensku myndina árið 2017, Ég man þig, eftir samnefndri bók Yrsu Sigurðardóttur.

Ármann Jakobsson er prófessor í íslenskum miðaldabókmenntum við Háskóla Íslands. Hann hefur áður sent frá sér glæpasögurnar Urðarkött og Útlagamorðin, auk skáldsagna, bóka fyrir börn og ungmenni og fræðirit.

Tíbrá er þriðja glæpasaga Ármanns Jakobssonar en þær fyrri, Útlagamorðin og Urðarköttur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.