Fréttamenn CNN lýsa óþægilegri veiruskimun og troðfullum veitingastöðum Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. júní 2020 10:38 Barir og veitingastaðir hafa verið þéttsetnir á góðviðrisdögum það sem af er sumri, þrátt fyrir faraldur kórónuveiru. Vísir/Vilhelm „Ísland er nú eins og kórónuveiran hafi aldrei borist þangað.“ Svo hljóðar fyrirsögnin á langri og ítarlegri umfjöllun fréttamanna CNN, sem dvöldu hér á landi í vikunni og tóku viðtöl við landsmenn um kórónuveirufaraldurinn. „Barirnir og veitingastaðirnir eru fullir. Fólk er úti að njóta lífsins. Mögnuð jarðfræðileg undur eru galopin ferðamönnum. Það væri hægt að fyrirgefa hverjum þeim sem heimsækir Ísland núna fyrir að halda að hann sé kominn inn í hliðstæðan raunveruleika þar sem faraldur kórónuveiru varð aldrei,“ segir í fréttinni. Fréttamenn CNN komu hingað til lands strax og ferðamönnum var hleypt inn í landið á mánudag án þess að þurfa að fara í tveggja vikna sóttkví við komu. CNN-hópurinn fór þannig í gegnum veiruskimun á landamærunum, sem einmitt er tekin til umfjöllunar í greininni. „Þetta [skimunin] getur verið óþægileg reynsla. Hún er fólgin í því að vera skipað inn í bás þar sem tvær manneskjur, klæddar frá toppi til táar í hlífðarbúnað, nota löng plastprik til að pota mun dýpra en viðbúið var til að taka sýni.“ Þá er rætt við Kára Stefánsson forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar sem furðar sig á því að önnur lönd skuli ekki hafa tekið upp íslensku leiðina, þ.e. að skima skipulega og beita sóttkví líkt og Íslendingar hafa gert með góðum árangri. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir jafnframt í samtali við CNN að krafan um að opna landið á ný hafi verið hávær. „Þetta snýst ekki bara um efnahagslífið, þetta snýst líka um að við erum eyja og á þessum tímum, bara það að ganga að hefðbundnum samgöngum milli landa er nauðsynlegur þáttur,“ segir Katrín. Umfjöllun CNN, bæði í riti og á myndbandi, má nálgast í heild hér. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Tveir lögregluþjónar til viðbótar smituðust Tveir lögregluþjónar á Suðurlandi hafa greinst með Covid-19 til viðbótar við þann sem greinst hafði áður eftir aðgerðir vegna Rúmenanna sem komu til lands í síðustu viku. 18. júní 2020 22:31 Fréttamaður CNN dýrkar dvölina á Íslandi Max Foster, fréttamaður CNN, kom á dögunum til landsins til að flytja fréttir af stöðunni hér á landi í tengslum við útbreiðslu kórónuveirunnar sem veldur Covid-19 sjúkdómnum. 18. júní 2020 15:30 Eitt nýtt smit en virkum smitum fækkar Virk kórónuveirusmit eru nú fimm hér á landi. 18. júní 2020 13:34 Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Varað við ferðalögum víða um land Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
„Ísland er nú eins og kórónuveiran hafi aldrei borist þangað.“ Svo hljóðar fyrirsögnin á langri og ítarlegri umfjöllun fréttamanna CNN, sem dvöldu hér á landi í vikunni og tóku viðtöl við landsmenn um kórónuveirufaraldurinn. „Barirnir og veitingastaðirnir eru fullir. Fólk er úti að njóta lífsins. Mögnuð jarðfræðileg undur eru galopin ferðamönnum. Það væri hægt að fyrirgefa hverjum þeim sem heimsækir Ísland núna fyrir að halda að hann sé kominn inn í hliðstæðan raunveruleika þar sem faraldur kórónuveiru varð aldrei,“ segir í fréttinni. Fréttamenn CNN komu hingað til lands strax og ferðamönnum var hleypt inn í landið á mánudag án þess að þurfa að fara í tveggja vikna sóttkví við komu. CNN-hópurinn fór þannig í gegnum veiruskimun á landamærunum, sem einmitt er tekin til umfjöllunar í greininni. „Þetta [skimunin] getur verið óþægileg reynsla. Hún er fólgin í því að vera skipað inn í bás þar sem tvær manneskjur, klæddar frá toppi til táar í hlífðarbúnað, nota löng plastprik til að pota mun dýpra en viðbúið var til að taka sýni.“ Þá er rætt við Kára Stefánsson forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar sem furðar sig á því að önnur lönd skuli ekki hafa tekið upp íslensku leiðina, þ.e. að skima skipulega og beita sóttkví líkt og Íslendingar hafa gert með góðum árangri. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir jafnframt í samtali við CNN að krafan um að opna landið á ný hafi verið hávær. „Þetta snýst ekki bara um efnahagslífið, þetta snýst líka um að við erum eyja og á þessum tímum, bara það að ganga að hefðbundnum samgöngum milli landa er nauðsynlegur þáttur,“ segir Katrín. Umfjöllun CNN, bæði í riti og á myndbandi, má nálgast í heild hér.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Tveir lögregluþjónar til viðbótar smituðust Tveir lögregluþjónar á Suðurlandi hafa greinst með Covid-19 til viðbótar við þann sem greinst hafði áður eftir aðgerðir vegna Rúmenanna sem komu til lands í síðustu viku. 18. júní 2020 22:31 Fréttamaður CNN dýrkar dvölina á Íslandi Max Foster, fréttamaður CNN, kom á dögunum til landsins til að flytja fréttir af stöðunni hér á landi í tengslum við útbreiðslu kórónuveirunnar sem veldur Covid-19 sjúkdómnum. 18. júní 2020 15:30 Eitt nýtt smit en virkum smitum fækkar Virk kórónuveirusmit eru nú fimm hér á landi. 18. júní 2020 13:34 Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Varað við ferðalögum víða um land Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
Tveir lögregluþjónar til viðbótar smituðust Tveir lögregluþjónar á Suðurlandi hafa greinst með Covid-19 til viðbótar við þann sem greinst hafði áður eftir aðgerðir vegna Rúmenanna sem komu til lands í síðustu viku. 18. júní 2020 22:31
Fréttamaður CNN dýrkar dvölina á Íslandi Max Foster, fréttamaður CNN, kom á dögunum til landsins til að flytja fréttir af stöðunni hér á landi í tengslum við útbreiðslu kórónuveirunnar sem veldur Covid-19 sjúkdómnum. 18. júní 2020 15:30
Eitt nýtt smit en virkum smitum fækkar Virk kórónuveirusmit eru nú fimm hér á landi. 18. júní 2020 13:34