Dramatískur endir og Watford hreppti stig

Menn með augun á boltanum í leik Watford og Leicester í dag.
Menn með augun á boltanum í leik Watford og Leicester í dag. VÍSIR/GETTY

Watford og Leicester gerðu 1-1 jafntefli í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Bæði mörkin komu á lokamínútum leiksins.

Liðunum virtist fyrirmunað að skora en á 75. mínútu var Marc Albrighton hársbreidd frá því að koma Leicester yfir þegar þrumuskot hans fór í stöng og út. Nokkrum sekúndum síðar var James Maddison kominn með boltann og átti mjög gott skot af vítateigslínunni, sem Ben Foster gerði vel í að verja.

Það var svo komið fram á 89. mínútu þegar Ben Chilwell kom Leicester yfir með draumamarki, þegar hann smellti boltanum efst í fjærstöngina og inn. Sigurinn blasti við gestunum en Watford náði að jafna seint í uppbótartímanum, þegar Craig Dawson klippti boltann inn af stuttu færi eftir hornspyrnu.

Leicester er því með 54 stig í 3. sæti deildarinnar, sex stigum á eftir Manchester City sem nú á leik til góða og sex stigum á undan Chelsea sem einnig á leik til góða. Watford er í 16. sæti með 28 stig, stigi fyrir ofan fallsæti.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira