Arsenal-menn brjálaðir út í Maupay sem meiddi Leno og skoraði sigurmarkið 20. júní 2020 16:02 Bernd Leno borinn af velli og bendir á Neal Maupay sem braut á honum. VÍSIR/GETTY Leikmenn Arsenal hópuðust að Frakkanum Neal Maupay í leikslok eftir að 2-1 tap gegn Brighton í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Maupay skoraði sigurmarkið í uppbótartíma en braut líka á Bernd Leno, markverði Arsenal, sem borinn var af velli. Sjá einnig: Segir Arsenal-mönnum að læra að sýna auðmýkt Maupay fékk meðal annars létt högg í magann frá Matteo Guendouzi og ljóst að hann er ekki sá vinsælasti hjá Arsenal-mönnum eftir leikinn. Leno er sennilega alvarlega meiddur á hné eftir að hafa stokkið upp til að grípa boltann en lent illa eftir að Maupay fór utan í hann. Emiliano Martinez kom inn á í stað Leno, fimm mínútum fyrir lok fyrri hálfleiks en þá var staðan markalaus. Nicolas Pépé kom Arsenal yfir á 68. mínútu með glæsilegu marki. Lewis Dunk jafnaði metin fyrir Brighton skömmu síðar en það var komið fram á fimmtu mínútu uppbótartíma þegar Maupay skoraði sigurmarkið eftir ágæta sókn og sendingu Aaron Connolly. Leikmenn Arsenal þjarma að Neal Maupay.VÍSIR/GETTY Þetta var fyrsti sigur Brighton á árinu 2020 og er liðið með 32 stig í 15. sæti, fimm stigum frá fallsæti. Arsenal er í 9. sæti með 40 stig. Enski boltinn
Leikmenn Arsenal hópuðust að Frakkanum Neal Maupay í leikslok eftir að 2-1 tap gegn Brighton í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Maupay skoraði sigurmarkið í uppbótartíma en braut líka á Bernd Leno, markverði Arsenal, sem borinn var af velli. Sjá einnig: Segir Arsenal-mönnum að læra að sýna auðmýkt Maupay fékk meðal annars létt högg í magann frá Matteo Guendouzi og ljóst að hann er ekki sá vinsælasti hjá Arsenal-mönnum eftir leikinn. Leno er sennilega alvarlega meiddur á hné eftir að hafa stokkið upp til að grípa boltann en lent illa eftir að Maupay fór utan í hann. Emiliano Martinez kom inn á í stað Leno, fimm mínútum fyrir lok fyrri hálfleiks en þá var staðan markalaus. Nicolas Pépé kom Arsenal yfir á 68. mínútu með glæsilegu marki. Lewis Dunk jafnaði metin fyrir Brighton skömmu síðar en það var komið fram á fimmtu mínútu uppbótartíma þegar Maupay skoraði sigurmarkið eftir ágæta sókn og sendingu Aaron Connolly. Leikmenn Arsenal þjarma að Neal Maupay.VÍSIR/GETTY Þetta var fyrsti sigur Brighton á árinu 2020 og er liðið með 32 stig í 15. sæti, fimm stigum frá fallsæti. Arsenal er í 9. sæti með 40 stig.
Leik lokið: Ísland - Ítalía 71-95 | Ítalir ekki í vandræðum þrátt fyrir fjarveru lykilmanna Körfubolti
Leik lokið: Ísland - Ítalía 71-95 | Ítalir ekki í vandræðum þrátt fyrir fjarveru lykilmanna Körfubolti