Hegnt fyrir að lækka verð Orri Hauksson skrifar 19. júní 2020 13:30 Í grein sem á að fjalla um samkeppniseftirlit og hag neytenda flaskar Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda (FA), á nokkrum grundvallaratriðum. Meðal aðildarfyrirtæja FA er fjarskiptafélag sem á í samkeppni við Símann á degi hverjum og virðist grein framkvæmdastjórans hugsuð til að rýra orðspor Símans í þágu félagsmanns síns. Ólafur ræðir nýlega ákvörðun Samkeppniseftirlitsins gagnvart Símanum og fer víða með rangt mál, sem undirrituðum er ljúft og skylt að leiðrétta. Sem dæmi má nefna að eftirfarandi fullyrðing Ólafs er röng og ósönn: „...þeir segjast bara ekkert botna í því að þessi eftirlitsstofnun gangi þannig gegn hagsmunum neytenda með því að banna þeim að bjóða viðskiptavinunum Enska boltann á þúsundkall ef þeir skuldbinda sig til að kaupa um leið alls kyns aðra þjónustu af Símanum.“ Ummælin sem Ólafur segist vitna í hafa hvergi fallið af hálfu forsvarsmanna Símans. Þvert á móti hefur verið á það bent og ítrekað að þetta meinta verð, 1.000 krónur, hefur hvergi verið í boði. Ein af grundvallarreglum blaðamennsku og almennra mannasiða er að leggja fólki ekki orð í munn og gagnrýna svo þann strámann. Ég hafði samband við Ólaf og bauð honum að leiðrétta rangfærslur sínar, sem hann hefur kosið að gera ekki, fram að þessu að minnsta kosti. Málið er einfalt: Áskrift að Premium sjónvarpsþjónustu Símans kostar 6.000 krónur hvern einasta mánuð ársins, óháð því hvort verið er að spila fótbolta á Englandi eða ekki. Síminn Sport er innifalinn í Premium. Síminn Sport stakur kostar hins vegar 4.500 krónur á mánuði, þá níu til tíu mánuði sem enska deildin er spiluð. Enginn sem er í smásöluviðskiptum við Símann greiðir 1.000 krónur fyrir Símann Sport. Þá lætur Ólafur að því liggja að Síminn hafi notað ensku úrvalsdeildina til að tæla til sín viðskiptavini í fjarskiptatengingar á óheiðarlegan máta. Þetta á sér enga stoð í veruleikanum. Fyrstu tólf mánuðina eftir að verðlagning og markaðsfærsla Símans á ensku úrvalsdeildinni var kynnt til leiks bættust við 299 kúnnar í interneti hjá Símanum á suðvesturhorni landsins, þar sem búa um 250.000 manns. T.d. má nefna að skjólstæðingur Ólafs bætti meira við sig af internet kúnnum á síðari hluta 2019, eftir að Síminn hóf útsendingar frá Englandi, en á fyrri hluta ársins, þegar Sýn var með sýningarréttinn að ensku úrvalsdeildinni. Ekki heiglum hent Ólafi er reyndar vorkunn, því það er ekki einfalt að setja sig inn í hina einkennilegu ákvörðun Samkeppniseftirlitsins. Málið snýst ekki um samkeppnislög eða hag neytenda, heldur meint brot Símans gegn sáttum sem voru gerðar 2013 og 2015 milli Símans og eftirlitsins. Við höfnum alfarið röksemdafærslu hinnar opinberu stofnunar og þeim uppdiktuðu forsendum sem hún byggir á. Síminn áfrýjar niðurstöðunni og við höfum fulla trú á að fá henni hnekkt. Þar fyrir utan er sá veruleiki sem sáttirnar tóku til löngu horfinn. Í fyrsta lagi eru þau fyrirtæki sem veita sjónvarpsþjónustu á Íslandi nú að keppa við alþjóðlega risa. Streymisþjónusta Netflix er nú nýtt af tveimur þriðju heimila landsins, sem er allt annar veruleiki en ríkti við gerð sáttanna. Amazon, Viaplay og Hulu eru einnig á tugþúsundum heimila. Alls kyns sjóræningjastarfsemi hefur grasserað, þótt dregið hafi úr ólöglegu áhorfi á ensku úrvalsdeildina undanfarna mánuði, eftir að Síminn snarlækkaði gjald á Íslandi að löglegum aðgangi þeirri íþrótt. Sáttirnar voru gerðar í allt öðru tækni- og verðumhverfi, þegar Ísland var svo gott sem eyland á þessum markaði. Í öðru lagi fjallaði aðalsáttin ekki um verð á sjónvarpsvörum, heldur fyrst og fremst um aðgang að fastlínuinnviðum á vegum dótturfyrirtækis Símans, Mílu. Við gerð sáttarinnar var það félag með um 75 prósent markaðshlutdeild í heimtaugum á suðvestur horninu, en sama hlutdeild er nú um 45 prósent. Fyrirtæki í opinberri eigu er í millitíðinni búið að fjárfesta fyrir tugi milljarða í samkeppnisrekstri í fjarskiptum, er komið með meirihluta heimtauga og yfirburðastöðu þegar talið er í ljósheimtaugum. Forsendur sáttarinnar eru því horfnar og hún á ekki við um málin sem hér um ræðir. Viðskipti byggð á fjölda Það versta er þó að Samkeppniseftirlitið er að neyða okkur til að hækka verð til neytenda. Jafnvel þótt ákvörðun Samkeppniseftirlitsins fáist felld niður, sem við gerum ráð fyrir, þá tekur það ferli langan tíma. Ákvörðunin hefur nú þegar haft fælandi áhrif á íslensk fyrirtæki, sem hyggjast rjúfa áralanga kyrrstöðu á markaði og bjóða upp á nýja og ódýrari þjónustu en fyrr. Okkar viðskiptamódel með enska boltann gengur út á að sýna hann sem flestum og á sem viðráðanlegustu verði. Áskriftin að honum er mun ódýrari en hún var hjá keppinautum okkar áratugum saman. Í þessu samhengi er algjört lykilatriði fyrir Símann að koma enska úrvalsdeildinni fyrir augu eins margra og kostur er, rétt eins og við gerðum með Evrópumót karlalandsliða í fótbolta í Frakklandi 2016. Núna bættum við einfaldlega sýningum frá ensku úrvalsdeildinni við það fjölbreytta efni sem er nú þegar til boða í Premium þjónustu okkar. Við bjóðum boltann líka stakan, yfir öll kerfi, í heildsölu og smásölu. Það þarf ekki að kaupa neina fjarskiptaþjónustu af Símanum til að eiga aðgang að þessu góða ódýra efni. Við lækkuðum hraustlega verðið frá því sem samkeppnisaðilar okkar höfðu áður rukkað. Tilgangurinn var að fjölga áhorfendum og þar með auka auglýsingasölu. Auglýsingatekjur standa undir drjúgum hluta af kostnaði við þennan sýningarrétt, sem fæst hreint ekki ókeypis. Í ákvörðun sinni leyfir Samkeppniseftirlitið sér að líta einfaldlega fram hjá þessu grundvallarviðskiptamódeli í fjölmiðlastarfsemi, minnist hreinlega ekki á þennan þátt, þrátt fyrir að þessi sjónarmið hafi verið færð til bókar með skýrum hætti af okkar hálfu. Engum sem hefur komið nálægt rekstri fjölmiðla myndi detta í hug að gera lítið úr mikilvægi þess að dreifa efni þeirra sem víðast. Áhorf, hlustun og lestur er undirstaða vel rekinni miðla, þó svo starfsmenn Samkeppniseftirlitsins virðist halda annað. Ólafur hefur hins vegar bæði unnið í fjarskiptum og fjölmiðlun og ætti því að þekkja vel þessa blöndu af auglýsingum og áskriftum úr sínum fyrri störfum. Höfundur er forstjóri Símans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samkeppnismál Neytendur Mest lesið Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Sjá meira
Í grein sem á að fjalla um samkeppniseftirlit og hag neytenda flaskar Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda (FA), á nokkrum grundvallaratriðum. Meðal aðildarfyrirtæja FA er fjarskiptafélag sem á í samkeppni við Símann á degi hverjum og virðist grein framkvæmdastjórans hugsuð til að rýra orðspor Símans í þágu félagsmanns síns. Ólafur ræðir nýlega ákvörðun Samkeppniseftirlitsins gagnvart Símanum og fer víða með rangt mál, sem undirrituðum er ljúft og skylt að leiðrétta. Sem dæmi má nefna að eftirfarandi fullyrðing Ólafs er röng og ósönn: „...þeir segjast bara ekkert botna í því að þessi eftirlitsstofnun gangi þannig gegn hagsmunum neytenda með því að banna þeim að bjóða viðskiptavinunum Enska boltann á þúsundkall ef þeir skuldbinda sig til að kaupa um leið alls kyns aðra þjónustu af Símanum.“ Ummælin sem Ólafur segist vitna í hafa hvergi fallið af hálfu forsvarsmanna Símans. Þvert á móti hefur verið á það bent og ítrekað að þetta meinta verð, 1.000 krónur, hefur hvergi verið í boði. Ein af grundvallarreglum blaðamennsku og almennra mannasiða er að leggja fólki ekki orð í munn og gagnrýna svo þann strámann. Ég hafði samband við Ólaf og bauð honum að leiðrétta rangfærslur sínar, sem hann hefur kosið að gera ekki, fram að þessu að minnsta kosti. Málið er einfalt: Áskrift að Premium sjónvarpsþjónustu Símans kostar 6.000 krónur hvern einasta mánuð ársins, óháð því hvort verið er að spila fótbolta á Englandi eða ekki. Síminn Sport er innifalinn í Premium. Síminn Sport stakur kostar hins vegar 4.500 krónur á mánuði, þá níu til tíu mánuði sem enska deildin er spiluð. Enginn sem er í smásöluviðskiptum við Símann greiðir 1.000 krónur fyrir Símann Sport. Þá lætur Ólafur að því liggja að Síminn hafi notað ensku úrvalsdeildina til að tæla til sín viðskiptavini í fjarskiptatengingar á óheiðarlegan máta. Þetta á sér enga stoð í veruleikanum. Fyrstu tólf mánuðina eftir að verðlagning og markaðsfærsla Símans á ensku úrvalsdeildinni var kynnt til leiks bættust við 299 kúnnar í interneti hjá Símanum á suðvesturhorni landsins, þar sem búa um 250.000 manns. T.d. má nefna að skjólstæðingur Ólafs bætti meira við sig af internet kúnnum á síðari hluta 2019, eftir að Síminn hóf útsendingar frá Englandi, en á fyrri hluta ársins, þegar Sýn var með sýningarréttinn að ensku úrvalsdeildinni. Ekki heiglum hent Ólafi er reyndar vorkunn, því það er ekki einfalt að setja sig inn í hina einkennilegu ákvörðun Samkeppniseftirlitsins. Málið snýst ekki um samkeppnislög eða hag neytenda, heldur meint brot Símans gegn sáttum sem voru gerðar 2013 og 2015 milli Símans og eftirlitsins. Við höfnum alfarið röksemdafærslu hinnar opinberu stofnunar og þeim uppdiktuðu forsendum sem hún byggir á. Síminn áfrýjar niðurstöðunni og við höfum fulla trú á að fá henni hnekkt. Þar fyrir utan er sá veruleiki sem sáttirnar tóku til löngu horfinn. Í fyrsta lagi eru þau fyrirtæki sem veita sjónvarpsþjónustu á Íslandi nú að keppa við alþjóðlega risa. Streymisþjónusta Netflix er nú nýtt af tveimur þriðju heimila landsins, sem er allt annar veruleiki en ríkti við gerð sáttanna. Amazon, Viaplay og Hulu eru einnig á tugþúsundum heimila. Alls kyns sjóræningjastarfsemi hefur grasserað, þótt dregið hafi úr ólöglegu áhorfi á ensku úrvalsdeildina undanfarna mánuði, eftir að Síminn snarlækkaði gjald á Íslandi að löglegum aðgangi þeirri íþrótt. Sáttirnar voru gerðar í allt öðru tækni- og verðumhverfi, þegar Ísland var svo gott sem eyland á þessum markaði. Í öðru lagi fjallaði aðalsáttin ekki um verð á sjónvarpsvörum, heldur fyrst og fremst um aðgang að fastlínuinnviðum á vegum dótturfyrirtækis Símans, Mílu. Við gerð sáttarinnar var það félag með um 75 prósent markaðshlutdeild í heimtaugum á suðvestur horninu, en sama hlutdeild er nú um 45 prósent. Fyrirtæki í opinberri eigu er í millitíðinni búið að fjárfesta fyrir tugi milljarða í samkeppnisrekstri í fjarskiptum, er komið með meirihluta heimtauga og yfirburðastöðu þegar talið er í ljósheimtaugum. Forsendur sáttarinnar eru því horfnar og hún á ekki við um málin sem hér um ræðir. Viðskipti byggð á fjölda Það versta er þó að Samkeppniseftirlitið er að neyða okkur til að hækka verð til neytenda. Jafnvel þótt ákvörðun Samkeppniseftirlitsins fáist felld niður, sem við gerum ráð fyrir, þá tekur það ferli langan tíma. Ákvörðunin hefur nú þegar haft fælandi áhrif á íslensk fyrirtæki, sem hyggjast rjúfa áralanga kyrrstöðu á markaði og bjóða upp á nýja og ódýrari þjónustu en fyrr. Okkar viðskiptamódel með enska boltann gengur út á að sýna hann sem flestum og á sem viðráðanlegustu verði. Áskriftin að honum er mun ódýrari en hún var hjá keppinautum okkar áratugum saman. Í þessu samhengi er algjört lykilatriði fyrir Símann að koma enska úrvalsdeildinni fyrir augu eins margra og kostur er, rétt eins og við gerðum með Evrópumót karlalandsliða í fótbolta í Frakklandi 2016. Núna bættum við einfaldlega sýningum frá ensku úrvalsdeildinni við það fjölbreytta efni sem er nú þegar til boða í Premium þjónustu okkar. Við bjóðum boltann líka stakan, yfir öll kerfi, í heildsölu og smásölu. Það þarf ekki að kaupa neina fjarskiptaþjónustu af Símanum til að eiga aðgang að þessu góða ódýra efni. Við lækkuðum hraustlega verðið frá því sem samkeppnisaðilar okkar höfðu áður rukkað. Tilgangurinn var að fjölga áhorfendum og þar með auka auglýsingasölu. Auglýsingatekjur standa undir drjúgum hluta af kostnaði við þennan sýningarrétt, sem fæst hreint ekki ókeypis. Í ákvörðun sinni leyfir Samkeppniseftirlitið sér að líta einfaldlega fram hjá þessu grundvallarviðskiptamódeli í fjölmiðlastarfsemi, minnist hreinlega ekki á þennan þátt, þrátt fyrir að þessi sjónarmið hafi verið færð til bókar með skýrum hætti af okkar hálfu. Engum sem hefur komið nálægt rekstri fjölmiðla myndi detta í hug að gera lítið úr mikilvægi þess að dreifa efni þeirra sem víðast. Áhorf, hlustun og lestur er undirstaða vel rekinni miðla, þó svo starfsmenn Samkeppniseftirlitsins virðist halda annað. Ólafur hefur hins vegar bæði unnið í fjarskiptum og fjölmiðlun og ætti því að þekkja vel þessa blöndu af auglýsingum og áskriftum úr sínum fyrri störfum. Höfundur er forstjóri Símans.
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun