Teymið að baki QuizUp gefur út nýjan spurningaleik Vésteinn Örn Pétursson skrifar 19. júní 2020 15:45 Stofnendur Teatime. Frá vinstri: Ýmir Örn Finnbogason, Þorsteinn B. Friðriksson, Jóhann Þorvaldur Bergþórsson og Gunnar Hólmsteinsson. Teatime Íslenska tæknifyrirtækið Teatime, sem var stofnað af frumkvöðlunum sem stóðu að Plain Vanilla, sem gaf út spurningaleikinn QuizUp, hefur gefið út sinn fyrsta spurningaleik frá því að QuizUp fór sigurför um heiminn. Nýi leikurinn ber heitið Trivia Royale og er í formi smáforrits fyrir snjalltæki. Í samtali við Vísi segir Þorsteinn B. Friðriksson, einn stofnenda Teatime, að fyrirtækið hafi síðastliðin þrjú árið unnið að þróun tækni sem geri fólki kleift að spila leiki saman og eiga í persónulegri samskiptum hvort við annað en áður hefur sést. Þorsteinn er einn fjögurra stofnenda Teatime, fyrirtækisins sem stendur að baki leiknum.Teatime „Við höfum fengið til liðs við okkur ótrúlega mikið af góðu fólki og frábæra fjárfesta og höfum verið að þróa þetta. Við ákváðum að gera spurningaleik. Við höfum náttúrulega mjög mikla reynslu af því, QuizUp gekk til dæmis ótrúlega vel.“ Þorsteinn segir að eftir að Plain Vanilla seldi QuizUp hafi hann, samkvæmt samningi, ekki mátt gera spurningaleiki í nokkur ár. Sá tími sé nú liðinn og því hafi þeim hjá Teatime þótt prýðileg hugmynd að ráðast í gerð slíks leiks. Lengi dreymt um persónulegri leik Í leiknum, sem eins og áður sagði ber heitið Trivia Royale, búa notendur sér til svokallaðan „avatar,“ sem er einskonar birtingarmynd hvers spilara í leiknum. Þá geta notendur notað til þess að sýna viðbrögð sín og andlitshreyfingar meðan spilað er, með hjálp myndavéla þeirra snjalltækja sem spilað er á. „Það er búið að vera draumur minn lengi að gera leikina persónulegri svo maður virkilega finni að maður sé að spila við alvöru manneskju,“ segir Þorsteinn. Hann segir að teymið að baki leiknum hafi tekið mikla reynslu úr þróun QuizUp-leiksins með sér inn í verkefnið. „Við bætum inn í það þessar nýju tækni okkar til þess að gera leikina svona ,manneskju við manneskju.‘ Svo bætum við líka við hlut sem er mjög vinsæll núna, sem er svokallað Royale mót,“ segir Þorsteinn. Skjáskot úr leiknum.Teatime Þetta fyrirkomulag sem Þorsteinn nefnir gengur í grófum dráttum út á það að ákveðnum fjölda leikmanna er spyrnt saman, þar sem einstaklingar eða fámenn lið keppa á móti öllum öðrum leikmönnum, uns aðeins einn leikmaður eða lið stendur uppi sem sigurvegari. „Það er það sem Trivia Royale gengur út á. Þú ferð inn í leikinn og býrð til þinn karakter, ferð svo inn í Trivia Royale og þá ertu settur í hóp með þúsund öðrum spilurum út um allan heim. Þetta er svona eins og útsláttarkeppni, einn á móti einum. Ef þú vinnur fyrsta leikinn eru 500 eftir, og ef þú nærð að vinna alla og nærð að vera ,the last one standing,‘ eins og við köllum það, þá ertu Royale.“ Viðtökurnar með besta móti Þorsteinn segir að þrátt fyrir að leikurinn hafi komið út fyrir nokkrum dögum sé hann strax farinn að ná nokkru flugi og að viðtökurnar séu almennt góðar. Leikurinn er í fyrsta sæti yfir spurningaleiki á App-store, smáforritatorgi Apple, í Bretlandi, og 10. sæti yfir alla leiki þar í landi. Sömuleiðis er leikurinn í 17. sæti yfir smáforritaleiki í App-store í Bandaríkjunum. Þá hefur verið fjallað um Trivia Royale á erlendum fjölmiðlum. Til að mynda hafa vefsíður á borð við TechCrunch, VentureBeat og Yahoo fjallað um útgáfu leiksins. Smáforritið er til fyrir Apple-snjalltæki sem og Android, en Þorsteinn segir þó að meiri áhersla hafi hingað til verið lögð á þróun forritsins fyrir Apple-vörur. Um hundrað þúsund manns hafa nú sótt leikinn, að sögn Þorsteins. Eins og áður sagði er Þorsteinn einn stofnenda Teatime. Aðrir stofnendur fyrirtækisins eru þeir Jóhann Þorvaldur Bergþórsson, Ýmir Örn Finnbogason Gunnar Hólmsteinn Guðmundsson. Í heildina starfa um 20 manns hjá fyrirtækinu. Tækni Apple Leikjavísir Nýsköpun Mest lesið Fermingarmyndin ekki til útflutnings Atvinnulíf Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Viðskipti innlent Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Viðskipti innlent Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Sjá meira
Íslenska tæknifyrirtækið Teatime, sem var stofnað af frumkvöðlunum sem stóðu að Plain Vanilla, sem gaf út spurningaleikinn QuizUp, hefur gefið út sinn fyrsta spurningaleik frá því að QuizUp fór sigurför um heiminn. Nýi leikurinn ber heitið Trivia Royale og er í formi smáforrits fyrir snjalltæki. Í samtali við Vísi segir Þorsteinn B. Friðriksson, einn stofnenda Teatime, að fyrirtækið hafi síðastliðin þrjú árið unnið að þróun tækni sem geri fólki kleift að spila leiki saman og eiga í persónulegri samskiptum hvort við annað en áður hefur sést. Þorsteinn er einn fjögurra stofnenda Teatime, fyrirtækisins sem stendur að baki leiknum.Teatime „Við höfum fengið til liðs við okkur ótrúlega mikið af góðu fólki og frábæra fjárfesta og höfum verið að þróa þetta. Við ákváðum að gera spurningaleik. Við höfum náttúrulega mjög mikla reynslu af því, QuizUp gekk til dæmis ótrúlega vel.“ Þorsteinn segir að eftir að Plain Vanilla seldi QuizUp hafi hann, samkvæmt samningi, ekki mátt gera spurningaleiki í nokkur ár. Sá tími sé nú liðinn og því hafi þeim hjá Teatime þótt prýðileg hugmynd að ráðast í gerð slíks leiks. Lengi dreymt um persónulegri leik Í leiknum, sem eins og áður sagði ber heitið Trivia Royale, búa notendur sér til svokallaðan „avatar,“ sem er einskonar birtingarmynd hvers spilara í leiknum. Þá geta notendur notað til þess að sýna viðbrögð sín og andlitshreyfingar meðan spilað er, með hjálp myndavéla þeirra snjalltækja sem spilað er á. „Það er búið að vera draumur minn lengi að gera leikina persónulegri svo maður virkilega finni að maður sé að spila við alvöru manneskju,“ segir Þorsteinn. Hann segir að teymið að baki leiknum hafi tekið mikla reynslu úr þróun QuizUp-leiksins með sér inn í verkefnið. „Við bætum inn í það þessar nýju tækni okkar til þess að gera leikina svona ,manneskju við manneskju.‘ Svo bætum við líka við hlut sem er mjög vinsæll núna, sem er svokallað Royale mót,“ segir Þorsteinn. Skjáskot úr leiknum.Teatime Þetta fyrirkomulag sem Þorsteinn nefnir gengur í grófum dráttum út á það að ákveðnum fjölda leikmanna er spyrnt saman, þar sem einstaklingar eða fámenn lið keppa á móti öllum öðrum leikmönnum, uns aðeins einn leikmaður eða lið stendur uppi sem sigurvegari. „Það er það sem Trivia Royale gengur út á. Þú ferð inn í leikinn og býrð til þinn karakter, ferð svo inn í Trivia Royale og þá ertu settur í hóp með þúsund öðrum spilurum út um allan heim. Þetta er svona eins og útsláttarkeppni, einn á móti einum. Ef þú vinnur fyrsta leikinn eru 500 eftir, og ef þú nærð að vinna alla og nærð að vera ,the last one standing,‘ eins og við köllum það, þá ertu Royale.“ Viðtökurnar með besta móti Þorsteinn segir að þrátt fyrir að leikurinn hafi komið út fyrir nokkrum dögum sé hann strax farinn að ná nokkru flugi og að viðtökurnar séu almennt góðar. Leikurinn er í fyrsta sæti yfir spurningaleiki á App-store, smáforritatorgi Apple, í Bretlandi, og 10. sæti yfir alla leiki þar í landi. Sömuleiðis er leikurinn í 17. sæti yfir smáforritaleiki í App-store í Bandaríkjunum. Þá hefur verið fjallað um Trivia Royale á erlendum fjölmiðlum. Til að mynda hafa vefsíður á borð við TechCrunch, VentureBeat og Yahoo fjallað um útgáfu leiksins. Smáforritið er til fyrir Apple-snjalltæki sem og Android, en Þorsteinn segir þó að meiri áhersla hafi hingað til verið lögð á þróun forritsins fyrir Apple-vörur. Um hundrað þúsund manns hafa nú sótt leikinn, að sögn Þorsteins. Eins og áður sagði er Þorsteinn einn stofnenda Teatime. Aðrir stofnendur fyrirtækisins eru þeir Jóhann Þorvaldur Bergþórsson, Ýmir Örn Finnbogason Gunnar Hólmsteinn Guðmundsson. Í heildina starfa um 20 manns hjá fyrirtækinu.
Tækni Apple Leikjavísir Nýsköpun Mest lesið Fermingarmyndin ekki til útflutnings Atvinnulíf Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Viðskipti innlent Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Viðskipti innlent Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Sjá meira