Íslenski boltinn

Þórsarar auglýstu erlenda veðmálasíðu

Sindri Sverrisson skrifar
Þórsarar hófu tímabilið á sigri í gær.
Þórsarar hófu tímabilið á sigri í gær. mynd/thorsport.is

Þjálfari og leikmenn Þórs á Akureyri auglýstu erlenda veðmálasíðu í viðtölum eftir að þeir unnu 2-1 sigur á Grindavík í fyrsta leik í 1. deildinni í fótbolta, sem í sumar heitir Lengjudeildin vegna samnings við Íslenskar getraunir.

Í viðtölum við Fótbolta.net voru þjálfarinn Páll Viðar Gíslason, markahrókurinn Alvaro Montejo og miðjumaðurinn snjalli Jónas Björgvin Sigurbergsson allir með derhúfu á hausnum, með merki Coolbet veðmálasíðunnar.

Íslensk lög banna erlendum veðmálasíðum að auglýsa á Íslandi og hefur nokkur umræða átt sér stað í vor um hvort breyta ætti þeim lögum. Vitað er að veðmálafyrirtæki sjá sér hag í því að gera auglýsingasamninga við íþróttafélög og vildi til að mynda eitt slíkt kaupa nafnið á heimavelli Vals, sem nú heitir Origo-völlurinn.

Ekki er þó útlit fyrir að lögunum verði breytt í bráð en útspil Þórsara kemur aðeins rúmum 20 dögum eftir að Íslenskur toppfótbolti og Íslenskar getraunir tilkynntu um samstarf sitt. Í því fólst meðal annars að 1. deildir karla og kvenna myndu heita Lengjudeildirnar.


Tengdar fréttir

Veðmálafyrirtæki vildu kaupa nafnið á Valsvellinum

Þegar Valur var að leita að styrktaraðila til að kaupa nafnið á heimavelli félagsins bönkuðu tvö veðmálafyrirtæki upp á. Slíkum fyrirtækjum er óheimilt að auglýsa á íþróttaviðburðum á Íslandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×